Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 19
D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Einlæg, áleitin og bráðfyndin reisubók, uppfull af fróðleik um framandi slóðir. Þetta er heillandi frásögn manns sem fór yfir hálfan hnöttinn til að kynnast lífsháttum frumbyggja Ástralíu en fann þar fyrir sjálfan sig. „Hvað þetta var leiðinlegt. Hvernig datt mér þessi dauðans vitleysa í hug? Af hverju var ég hér, og af hverju læri ég aldrei af reynslunni? Þó að ég hafi þurft frí og heitt loftslag fyrir lungun í mér, þá þurfti ég ekki endilega að vera staddur aleinn í rykmekki hundruð kílómetra úti í stærstu eyðimörk Ástralíu. Af hverju get ég aldrei hegðað mér eins og venjulegt fólk? Af hverju var ég ekki á Tenerife? “ Bræðraborgarstíg 9 2. Sæti Metsölulisti E ymundsson 21.-27.10.200 9 Handbækur/ fræðibækur/ ævisögur Einlæg OG HEILLANDI Ég hef stundum lýst þeirri skoð- un minni, jafnvel einhvern tímann á prenti, að sjálft ævisöguformið henti illa til könnunar á listaverk- um, af því að hinir ytri viðburðir ævinnar og sjálf listsköpunin séu óskyld í eðli sínu, tvær ólíkar teg- undir veruleika. Annar á sér stað í tímanum, hinn utan tímans, þó að víst sé hægt að staðsetja verkin á tímaás og vega þau og meta með tilliti til stöðu þeirra á honum. Samt er um svo ólík fyrirbæri að ræða að erfitt er að bræða þau saman. Árni Heimir fer í þessu efni hefð- bundna leið, hann fléttar analýs- ur sínar á einstökum verkum Jóns inn í frásögnina, í nokkrum tilvik- um kýs hann þó að taka þær fyrir- ferðarmestu út úr meginmálinu og ramma þær inn í hliðargreinar. Mér finnst honum takast þetta einstak- lega vel. Um miðbik bókarinnar staldrar hann við og bregður upp heildarmynd og tilraun til heild- armats sem hugsanlega hefði ekki átt síður heima í lokin; ég hygg þó hún njóti sín ágætlega þar sem hún er. Um greiningar hans og útlistan- ir er ég ekki dómbær, ég get aðeins sagt að þær vekja bæði löngun og forvitni hjá mér til að kynnast tón- list Jóns betur. Árni Heimir hefur oft sýnt hversu lagið honum er að fjalla um tónlist á faglegan og al- þýðlegan hátt í senn, trúlega hefur honum aldrei tekist það betur en í þessu riti. Ekki fer ávallt saman gæfa og gjörvileiki, segir í þeim fornu fræð- um sem Jóni Leifs voru hugleikin og hann sótti löngum innblástur í. Það á við um hann sjálfan. Hann er oft brjóstumkennanlegur og ógeð- felldur, beinlínis hlægilegur; um það mætti nefna ýmis dæmi sem ég ætla þó að láta væntanlegum les- endum eftir að finna. Samt er hæp- ið að telja hann sérstakan ógæfu- mann; um margt varð hann býsna farsæll, komst yfir hindranir sem hefðu orðið öðrum að falli. Hann var fjarri því að vera nokkur utan- garðsmaður í íslensku tónlistar- og menningarlífi, eins og stundum hefur mátt skilja. Hann var ídeal- isti sem lyfti grettistökum og barðist sjálfsagt oft og tíðum við vindmyll- ur; það hefur löngum orðið hlut- skipti ídealista. Saga hans er full af einkennileg- um þverstæðum sem augljóst er að hafa þvælst fyrir honum. Ungur maður reynir hann að koma undir sig fótum í þýsku tónlistarlífi sem tónskáld og hljómsveitarstjóri, á sama tíma dreymir hann stóra drauma fyrir hönd íslenskrar tón- menningar og gerir allt sem í hans valdi stendur til að láta þá rætast. Það er gersamlega vonlaust að ætla sér að greina í sundur persónulegan metnað hans og metnað fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Heima fyrir birta blöð af honum skopmyndir, revíukúnstnerar hafa hann að skot- spæni, sjálft Morgunblaðið prentar um hann nafnlausan níðkveðskap. Erlendis rakka gagnrýnendur niður verk hans, hvað eftir annað. Undir lokin er hann orðinn gamaldags í augum þeirra yngri tónskálda sem telja sig framsæknust, bæði á Ís- landi og í útlöndum, á sama tíma og hans eigin þjóð hafnar honum sem óskiljanlegum eyrnaböðli. En það er eins og ekkert geti komið hon- um á kné – ekki frekar en illskeyttir dómar, fálæti og andúð gátu bugað Strindberg. Jón brýst áfram í gegn- um allt, gerir engar málamiðlanir, sest aldrei á friðarstól – ekki frek- ar en hann hættir að semja tónlist. Stuttu áður en hann deyr stend- ur hann enn í harðvítugum átök- um við íslenska starfsbræður sína og bíður í þeim ósigur. Jón er stór í sniðum, en hann á einnig til að vera undarlega smár í sér, rétt eins og það samfélag sem hann vildi hefja til vegs og virðinga um allan hinn siðmenntaða heim. Um Jón Leifs hefur verið gerð vinsæl bíómynd, sænskur fræði- maður skrifaði um hann bók fyrir tíu árum og sitthvað annað hefur verið um hann ritað. En allt hverf- ur það í skuggann af þessari metn- aðarfullu og vönduðu ævisögu. Jón Leifs hefur fengið þá umfjöllun sem hann verðskuldar.  JónViðarJónsson  Paradísarborgin er allt í senn, spennusaga, ástarsaga og bók- menntaverk. Þar segir frá einhent- um manni á fertugsaldri sem eftir föðurmissi flytur inn á heimili móð- ur sinnar. Við endurbætur á húsinu finnur sá einhenti þar stóran myglu- svepp sem ekkert virðist bíta á og brátt kemur í ljós að sveppurinn er stærra vandamál en virtist í fyrstu. Myglusveppurinn tekur sér skyndilega bólfestu í borginni og þrátt fyrir gagnrýnisraddir um skað- semi hans er sveppurinn lofaður í hástert af flestum. Myndmálið er augljóst. Óttar M. Norðfjörð hefur hér til umfjöllunar hrun íslenska fjármálakerfisins, hrun samfélags- ins í raun. Ólíkt öllum þeim hrun- bókum sem komið hafa út eru hér hins vegar einnig á ferðinni fag- urbókmenntir. Paradísarborgin er margslungin saga og ég er sannfærð um að hún á eftir að verða klassík þegar fram dregur. Kápumynd Hildar Zoega á sér- stakt hrós skilið. Hún er ein af þess- um myndum sem segja meira en þúsund orð og fæ ég hálfgerð ónot við að virða hana fyrir mér. Eftir- minnilegasta persóna bókarinnar er að mínu mati borgarstjórinn sjálfur og í hvert sinn sem hann tjáði sig sá ég fyrir mér íslenska ráðamenn í kjölfar bankahrunsins þar sem þeir lugu blákalt að þjóðinni til þess eins að halda lýðnum spökum. Paradís- arborgin er fjórða skáldsaga hans á aðeins fjórum árum en auk þeirra hefur hann gefið út ljóðabækur og myndasögubækur. Óttar vex með hverri bók og sýna efnistök hans og stílgáfa að honum eru allir vegir færir. Hann á að baki Barnagælur þar sem skyggnst var inn í myrkustu kima sálarinnar, auk metsölubókanna Hnífs Abrahams og Sólkross þar sem hann stimplaði sig inn í huga margra sem hinn ís- lenski Dan Brown. Óttar er hins veg- ar svo mikið meira. Paradísarborgin sannar það.  ErlaHlynsdóttir raunsannurHryllingur Skáldsaga pardísarborgin Óttar M. NorðfjörðÉg er sann- færð um að hún á eftir að verða klassík þegar fram dregur. Útgefandi: Sögur útgáfa Jón Leifs hefur fengið þá um- fjöllun sem hann verð- skuldar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.