Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 40
40 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kgk@dv.is 15.–17. apríl 2011 Helgarblað Jónas Guðberg Ragnarsson Hafnsögumaður við Reykjavíkurhöfn f. 28.9. 1946 – d. 9.4. 2011 Guðmundur Höskuldsson Starfsmaður Samvinnutrygginga f. 18.6. 1919 – d. 9.4. 2011 merkir íslendingar Óskar fæddist í Reykjavík, sonur Gísla Þorbjarnarsonar kaupmanns og k.h., Jó- hönnu Sigríðar Þorsteins- dóttur, systur Hannesar, ritstjóra Þjóðólfs, alþm. og þjóðskjalavarðar, og Þorsteins, fyrsta hag- stofustjórans. Móðir Jóhönnu var Sigrún, systir Steinunnar, móð- ur Tómasar Guðmunds- sonar skálds, en stytta hans situr nú makindalega á bekk við suðurenda Norður- Tjarnarinnar í Reykjavík. Óskar lærði ljósmyndun hjá Ólafi Magnússyni, 1916, og Magnúsi, syni hans, lærði framköllun á kvikmynda- prufum við upptökur á Sögu Borgar- ættarinnar í Reykjavík, 1919, og stundaði framhaldsnám í ljósmynd- un hjá Peter Elfelt, kgl. ljósmyndara í Kaupmannahöfn. Óskar rak ljósmyndastofu í Reykjavík, vann á myndastofu Ólafs Magnússonar 1936–40, veitti for- stöðu myndastofunni Týli 1940–45 og skipulagði og veitti forstöðu ljós- myndastofu Sjónvarpsins 1966–76. Óskar var frumkvöðull íslenskrar kvikmynda- gerðar. Á árunum 1944– 59 gerði hann myndirn- ar Lýðveldishátíðina, 1944; Íslands hrafn- istumenn, 1944–46; Reykjavík vorra daga, I. hluti 1947 og II. hluti 1948; Björgunarafrekið við Látrabjarg, 1949; Síð- asta bœinn í dalnum, 1950; Reykjavíkurævintýri Bakka- bræðra, 1951; Ágirnd, 1952, og Nýtt hlutverk, 1953. Við sem sáum Síðasta bæinn í dalnum og Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra í Tjarnarbíói, á sjötta áratug síðustu aldar, eigum líklega flest sterkar minningar frá þeirri upp- lifun að heyra íslensku talaða í kvik- mynd. Það var kyngimögnuð reynsla og galdri líkust. Kvikmyndir Óskars voru auðvitað börn síns tíma en því er samt ekki að neita að í þessu frum- kvöðlastarfi sínu tókst honum ótrú- lega vel upp við afar erfiðar aðstæður. Óskar Gíslason Ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður f. 15.4. 1901 – d. 24.7. 1990 Merkir Íslendingar Jónas fæddist í Seljateigi fremri í Reyðarfirði en ólst upp í Reykja- vík. Hann var í Miðbæjarskólanum og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, stundaði nám við Stýrimannaskól- ann í Reykjavík, lauk þaðan skip- stjórnarprófi 1. stigs 1968, 2. stigs 1969 og farmannaprófi 1970, lauk 2. stigs vélfræðiprófi frá Vélskóla Ís- lands 1996, og sótti vigtarmanna- námskeið 1996 og hafnsögunám- skeið 1999 við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Jónas hóf sinn sjómannsferil sem dagmaður í vél á varðskipinu Óðni 1963–64, var háseti á Sam- bandsskipinu Helgafelli 1965–66, var háseti hjá Eimskipafélagi Ís- lands á Lagarfossi 1966–67, háseti og stýrimaður á ýmsum bátum með námi við Stýrimannaskólann, var stýrimaður á farskipum hjá danska skipafélaginu Ove Skou 1970–75, stýrimaður á Hvítá 1975–76, stýri- maður á ýmsum skipum Eimskipa- félagsins 1976–89, stýrimaður á Öskju 1989–92 og á Herjólfi 1992– 93. Hann var síðan hafnsögumaður við Reykjavíkurhöfn frá 1994. Jónas sat í stjórn Stýrimanna- félags Íslands, sat í samninga- nefndum Stýrimannafélags Íslands frá 1986 og var formaður félagsins um skeið frá 1992, var varaformað- ur SKSÍ, fyrsti formaður FSK og sat þar síðan í stjórn, var trúnaðar- maður hjá Reykjavíkurhöfn 1998– 2000, varamaður í skólanefnd Stýrimannaskólans í Reykjavík, sat fundi Nordisk Navigatör Congress fyrir SÍ og SKSÍ, sat í skólanefnd Slysavarnaskóla sjómanna og sat í Sjómannadagsráði. Hann var einn af stofnendum Ljóssins sem er endurhæfingar- og stuðnings- miðstöð fyrir fólk sem hefur feng- ið krabbamein og aðstandendur þess. Jónas sat í stjórn Ljóssins í nokkur ár. Fjölskylda Jónas kvæntist 6.3. 1981 Marsibil Katrínu Guðmundsdóttur, f. 5.3. 1939, húsmóður. Hún er dóttir Guð- mundar Jónssonar, f. 27.11. 1896, d. 21.2. 1966, söðlasmiðs og símaverk- stjóra í Reykjavík, og k.h., Sigurástar Guðrúnar Níelsdóttur, f. 6.11. 1896, d. 29.11. 1978, húsmóður. Sonur Jónasar frá fyrra hjóna- bandi er Ólafur, f. 15.6. 1967, kvik- myndagerðarmaður, búsettur í Reykjavík, og á hann eina dóttur, Elísabetu Ósk, f. 22.9. 1990. Sonur Jónasar og Marsibil Katr- ínar er Ragnar, f. 16.12. 1974, mynd- listarmaður, búsettur í Reykjavík en sambýliskona hans er Sólveig Ein- arsdóttir myndlistarmaður og er dóttir þeirra Sigurást, f. 16.9. 2006. Fósturbörn Jónasar og börn Marsibil eru Guðmundur Einisson, f. 14.1. 1958, vélavörður í Grundar- firði, en kona hans er Valgerður Gísladóttir sem starfar við öldr- unarþjónustu og eru börn þeirra Fannar, f. 9.9. 1976, mælingamað- ur hjá Ístaki, búsettur í Reykjavík en kona hans er Lóa Guðrún Krist- insdóttir og eru börn þeirra Ísabella Sól og Marel Máni; Marsibil Katrín, f. 16.6. 1981, húsmóðir í Ólafsvík en eiginmaður hennar er Sigurður Scheving og er dóttir þeirra Sylvía Dís; Guðmundur Aron, f. 7.6. 1994, nemi. Óðinn Einisson, f. 3.8. 1961, skrifstofumaður í Reykjavík, en kona hans er Laufey Gunnarsdóttir sjúkraliði og eru börn þeirra Arnar, f. 11.4. 1982, búsettur í Reykjavík; Eyrún Ósk, f. 9.10. 1988, nemi, bú- sett í Reykjavík; Berglind, f. 28.12. 1990, nemi; Katrín Eir, f. 3.4. 1999, grunnskólanemi. Björk Einisdóttir, f. 7.2. 1963, náms- og starfsráðgjafi, búsett í Mosfellsbæ, en maður hennar er Valtýr E. Valtýsson kerfisstjóri og eru börn þeirra Jónas, f. 29.11. 1982, grafískur hönnuður og ljósmyndari, búsettur í Reykjavík en sambýlis- kona hans er Erla María Árnadótt- ir og er sonur hans og Erlu Stefáns- dóttur Gabríel Máni, f. 5.12. 2004; Helena Björk, f. 27.7. 1989, nemi. Systur Jónasar eru Gerður Sig- urlín Ragnarsdóttir, f. 30.9. 1950, auglýsingateiknari í Gautaborg í Svíþjóð, og eru börn hennar Ragn- ar Skúli og Helga Dóróthea; Guð- rún Hrönn Ragnarsdóttir, f. 12.3. 1955, myndlistarmaður í Helsing- fors í Finnlandi, en sambýlismaður hennar er Kari Vahpassi og er sonur þeirra Teitur. Foreldrar Jónasar: Ragnar Har- ald Jónasson, f. í Seljateigshjáleigu við Reyðarfjörð 24.1. 1919, d. 14.3. 2000, verkamaður í Reykjavík, og k.h., Dórothea Sigurfinnsdóttir, f. 23.6. 1924, klæðskeri og húsmóðir. Ætt Ragnar Harald er sonur Jónasar, gullsmiðs á Seljateigi í Reyðarfirði, Eyjólfssonar, bróður Bóasar, lang- afa Kjartans Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Annar bróðir Jónasar var Kristján, afi Emils menntaskólakennara og Kristjáns læknis Eyjólfssona. Móð- ir Jónasar var Sæbjörg Jónsdóttir, b. í Litla-Sandfelli í Skriðdal, Stef- ánssonar, b. í Litla-Sandfelli og ætt- föður Sandfellsættarinnar, Magnús- sonar. Móðir Jóns var Guðrún Erlendsdóttir, b. á Ásunnarstöðum í Breiðdal og ættföður Ásunnarstaða- ættarinnar, Bjarnasonar. Móðir Ragnars var Guðbjörg Teitsdóttir, b. í Ráðagerði í Garða- hverfi, launsonar Þorgríms, gull- smiðs og alþm. á Bessastöðum, Tómassonar, föður Gríms Thomsen skálds og langafa Ásmundar Guð- mundssonar biskups. Móðir Teits var Sigríður Sæmundsdóttir, systir Friðriks, langafa Kristmanns Guð- mundssonar rithöfundar. Móðir Guðbjargar var Valgerður, systir Eyj- ólfs, langafa Sveins R. Eyjólfssonar, stjórnarformanns Frjálsrar fjölmiðl- unar. Valgerður var dóttir Eyjólfs, b. í Móakoti í Garðahverfi, Henriksson- ar, b. í Seli í Grímsnesi, Ólafsson- ar, bróður Helga, langafa Svanhild- ar, móður Sigurgeirs Sigurðssonar biskups, föður Péturs biskups. Dórothea er dóttir Sigurfinns Sveinssonar, b. á Bergsstöðum í Biskupstungum, og Guðrúnar Þor- steinsdóttur sem ættuð var frá Haukholtum í Hrunamannahreppi. Guðmundur fæddist á Hallsstöð- um í Nauteyrarhreppi og ólst upp í Tungu í Nauteyrarhreppi við öll almenn sveitastörf fram yfir ferm- ingu. Hann stundaði nám við Hér- aðsskólann í Reykjanesi. Þá stund- aði hann nám við tryggingaskóla SÍT síðar á ævinni. Guðmundur flutti til Reykjavík- ur 1939 og stundaði þar ýmis störf, m.a. við gerð Reykjavíkurflugvall- ar í Vatnsmýrinni. Hann var stræt- isvagnstjóri hjá SVR á árunum 1941–66 og stundaði auk þess öku- kennslu um árabil. Þá fór hann á síld árin 1946, 1947 og 1954. Guð- mundur hóf störf hjá Samvinnu- tryggingum 1966 og starfaði þar í tuttugu og tvö ár. Hann var þar lengst af við tjónaskoðun og upp- gjör á tjónum. Guðmundur starfaði í Öku- kennarafélaginu um skeið og var formaður þess í tvö ár. Fjölskylda Eftirlifandi eiginkona Guðmund- ar er Guðný Ásgeirsdóttir, f. 17.9. 1923, húsmóðir. Hún er dóttir Ás- geirs Andréssonar smiðs og Ingi- bjargar Jónsdóttur húsmóður. Börn Guðmundar og Guðnýjar eru Höskuldur Guðmundsson, f. 27.11. 1944, forstjóri Hagverks, bú- settur í Reykjavík en kona hans er Margrét Jóhannsdóttir og eiga þau þrjú börn; Bragi Guðmundsson, f. 23.1. 1948, húsasmiður í Kópavogi og á hann tvo syni; Guðmund- ur Guðmundsson, f. 30.12. 1952, verkstjóri hjá Ríkisspítölunum, búsettur í Reykjavík, en kona hans er Hlíf Heiðarsdóttir og eiga þau tvö börn; Ásgeir Guðmundsson, f. 11.1. 1954, kennari og tæknifræð- ingur við Vélskóla Íslands, búsett- ur í Reykjavík, en kona hans er Gróa Friðgeirsdóttir og eiga þau tvö börn auk þess sem Ásgeir á dóttur frá því áður; Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 10.5. 1962, tækni- teiknari og grafískur hönnuður, búsett í Reykjavík, en maður henn- ar er Magnús Garðarsson og eiga þau einn son. Systkini Guðmundar: Ásgeir Höskuldsson, f. 4.10. 1916, d. 21.8. 2002, ráðsmaður að Lundi í Lunda- reykjardal og síðar póstvarðstjóri í Reykjavík, var kvæntur Ingileif Guðbjörgu Markúsdóttur og eru uppkomnir synir þeirra tveir auk þess sem þrír synir dóu í barn- æsku; Jón Kristinn Aðalsteinsson, f. 24.3. 1918, d. 1.1. 1996, leigubif- reiðarstjóri í Kópavogi, var kvænt- ur Kristrúnu Magnúsdóttur frá Arnþórsholti og eru synir þeirra þrír; Aðalsteinn Sólmundur Hösk- uldsson, f. 23.8. 1920, d. 17.4. 1987, lengst af strætisvagnabílstjóri og starfsmaður hjá Seðlabankanum, búsettur í Reykjavík, var kvænt- ur Karólínu Sigríði Jónsdóttur úr Hrútafirði en þau slitu samvistir og eru synir þeirra tveir en seinni kona Aðalsteins var Björk Friðriks- dóttir úr Reykjavík og eignuðust þau fjögur börn; Níelsína Steinunn Höskuldsdóttir, f. 10.1. 1926, d. 5.1. 1928. Foreldrar Guðmundar voru Höskuldur Kristinn Jónsson, f. 24.12. 1888, d. 14.7. 1936, bóndi á Hallsstöðum og í Tungu, og k.h., Petra Guðmundsdóttir, f. 9.6. 1888, d. 7.6. 1958, húsfreyja og ljósmóð- ir. Ætt Bróðir Höskuldar var Jón, faðir Höskuldar, forstjóra ÁTVR. Hös- kuldur var sonur Jóns, b. í Hlíðar- húsum á Snæfjallaströnd Egils- sonar, sjómanns á Snæfjallaströnd Þorgrímssonar. Móðir Höskuldar var Kristín Matthíasdóttir. Petra var dóttir Guðmundar, húsmanns í Þernuvík Sveinssonar, og Petru Guðmundsdóttur, b. í Rima í Laugardal á Barðaströnd Ólafssonar. Útför Guðmundar fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 19.4. kl. 15.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.