Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Gistináttaskatti mótmælt
n ?Fyrsta málsþófsmál haustsins dottið inn?
Æ 
fleiri bætast nú í hóp þeirra 
sem gagnrýna fyrirhug­
aða hækkun ríkisstjórnar­
innar á gistináttaskatti. Til 
stendur að hækka virðisaukaskatt­
inn á gistikostnað úr sjö prósentum 
í 25,5 prósent. Bjarni Benediktsson, 
formaður Sjálfstæðisflokksins, seg­
ir í samtali við Vísi að hugmyndin sé 
?arfavitlaus? og verið sé að ?sjokkera? 
atvinnugreinina. Hann telur skatta­
hækkunina óraunhæfa og ólíklega til 
að skila tekjum í ríkissjóð. 
Athygli vekur að daginn áður en 
Bjarni gaf út þessar yfirlýsingar blés 
Sjálfstæðismaðurinn Friðjón R. Frið­
jónsson, fyrrum kosningastjóri Þóru 
Arnórsdóttur, í herlúðra í stöðuupp­
færslu á samskiptamiðlinum Face­
book. Hann kallaði hækkun gisti­
náttaskattarins ?fyrsta málþófsmál 
haustsins? og sagði sjálfstæðismenn 
myndu berjast með oddi og egg gegn 
áformum ríkisstjórnarinnar. Meðal 
þeirra sem ?lækuðu? stöðuuppfærsl­
una var Ragnheiður Elín Árnadóttir, 
þingkona Sjálfstæðisflokksins. 
Í tilkynningu frá Samtökum 
ferða þjónustunnar eru áform ríkis­
stjórnarinnar kölluð ?rothögg? fyr­
ir greinina. ?Því verður ekki trúað 
að ríkisstjórnin ætli að taka atvinnu­
grein, sem nú er á uppleið og skilar 
erlendum gjaldeyri sem aldrei fyrr, 
og skattpína hana út af markaðnum,? 
segir í tilkynningunni. Ólafur Torfa­
son, stjórnarformaður Íslandshótela, 
hefur tekið í sama streng en hann ótt­
ast að svört atvinnustarfsemi í hótel­
rekstri aukist ef virðisaukaskatturinn 
verður hækkaður. 
johannp@dv.is
4  Fréttir 10.?12. ágúst 2012  Helgarblað 
L
andsbanki Íslands þurfti að 
afskrifa 3.850 milljóna króna 
skuld félagsins Gráfells ehf. 
sem úrskurðað var gjald­
þrota í lok mars síðastliðins. 
Engar eignir fundust í þrotabú­
inu og fékk bankinn því ekkert upp 
í kröfur sínar sem stærsti kröfu­
hafinn samkvæmt tilkynningu í 
Lögbirtingablaðinu. Landsbankinn 
er eins og kunnugt er í meirihluta­
eign íslenska ríkisins, sem af þeim 
sökum tekur skellinn.
Gráfell er að fullu í eigu eignar­
haldsfélagsins Látrar sem aftur er í 
eigu útgerðarfélagsins Ingimund­
ar hf. sem útgerðarmaðurinn Ár­
mann Ármannsson á. Ármann sat 
í stjórn Gráfells samkvæmt síðasta 
ársreikningi félagsins.
Skattakóngur
Ármann er þekktur útgerðarmaður 
og virðist af fréttum undangenginna 
ára hafa orðið vellauðugur mað­
ur í þeim geira. Hann var til dæmis 
skattakóngur Reykjavíkur það mikla 
góðærisár 2006 þegar hann greiddi 
hæstu opinberu gjöld allra í höfuð­
borginni, tæpa 161 milljón króna. 
Skákaði hann þá þekktum, og síð­
ar alræmdum auðmönnum, á borð 
við þáverandi forstjóra KB Banka, 
Hreiðari Má Sigurðssyni. Þrátt fyr­
ir gæfu í viðskiptalífinu þá breyttist 
líf Ármanns til frambúðar árið 2007 
þegar hann lenti í slysi í Borgarfirði 
og lamaðist. 
Nýr togari keyptur eftir hrun
Ármann og útgerð hans virðast þó 
hafa komist sæmilega í gegnum 
hrunið þrátt fyrir mótbyr og erfið­
leika á mörkuðum líkt og svo mörg 
önnur fyrirtæki sem standa í útflutn­
ingi. Greint var frá því í ágúst 2009 
að Ármann hefði, í gegnum Ingi­
mund hf., keypt nýsmíðaðan togara, 
Helgu RE, sem þá var fyrsti nýsmíð­
aði togarinn  sem keyptur var hing­
að til lands í níu ár. Í fréttum Stöðv­
ar 2 af því tilefni sagði Ármann að 
hann hafi verið heppinn að tryggja 
sér dollara á hagstæðu gengi fyrir 
hrun. Samið var um smíði skipsins 
árið 2006, skattakóngsárið hans Ár­
manns. Ingimundur hf. hefur haldið 
velli, samkvæmt síðasta ársreikn­
ingi útgerðarfélagsins fyrir árið 2010 
nam hagnaður þess árs tæplega 16 
milljónum. 
Vill ekkert segja
?Nó komment, vinur,? sagði Ármann 
þegar DV spurðist fyrir um Gráfell 
og milljarðaþrot þess og vildi hann 
ekkert tjá sig nánar um það.  Að sögn 
Björgvins Halldórs Björnssonar, full­
trúa skiptastjóra þrotabús Gráfells, 
var móðurfélagið Ingimundur hf., 
annar kröfuhafi í búið en krafa þess 
var þó smávægileg samanborið við 
milljarðakröfu Landsbankans.
Samkvæmt síðasta ársreikn­
ingi Gráfells, fyrir árið 2010, var 
tilgangur þess meðal annars 
kaup, sala og útleiga fasteigna og 
annarra rekstrarfjármuna. Sam­
kvæmt þessum ársreikningi var 
rekstur félagsins á réttri leið þrátt 
fyrir geigvænlegar langtímaskuld­
ir. Hagnaður nam 5,4 milljónum 
króna eftir rúmlega 740 milljóna 
króna tap árið 2009.
Samkvæmt ársreikningi fyr­
ir árið 2010 námu skuldir Gráfells 
rúmlega 5.635 milljónum króna 
í árslok 2010 og munaði þar mest 
um lán frá Landsbanka upp á 5.283 
milljónir króna í erlendri mynt. 
Meðal eigna félagsins taldist Set­
bergsland í Garðabæ. Bókfært verð 
þess var 2.830 milljónir króna, þó 
fasteignamat lóðanna hafi aðeins 
numið rúmlega 231 milljón.
RisagjaldþRot
skattakóngs
n Tæpir 4 milljarðar afskrifaðir við gjaldþrot Gráfells ehf.
?Nó komment, 
vinur
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Félag í þrot Félag í eigu félaga Ármanns Ármannssonar skildi eftir sig 3,8 milljarða króna skuld sem Landsbankinn hefur nú þurft að afskrifa.
M
y
N
d
 F
a
ce
b
o
o
k
Nauðgarar 
ganga lausir
Enginn hefur verið handtekinn í 
tengslum við rannsókn lögreglu á 
tveimur nauðgunarmálum sem 
komu upp í Vestmannaeyjum um 
verslunarmannahelgina. Kærur 
bárust lögreglu á sunnudagskvöld 
og mánudagsmorgun. Eins og 
fram hefur komið komu upp þrjú 
kynferðisbrotamál á Þjóðhátíð og 
var 22 ára karlmaður handtekinn 
vegna eins þeirra, nauðgunar sem 
átti sér stað aðfaranótt laugardags. 
Maðurinn neitar sök en hann hef­
ur áður komið við sögu lögreglu 
vegna svokallaðra smærri afbrota. 
Enginn er þó grunaður í hinum 
tveimur málunum en samkvæmt 
upplýsingum frá lögreglu var gefin 
greinargóð lýsing á geranda í einu 
málinu en í hinu hafði fórnarlamb­
ið ekki eins skýra mynd af geranda 
og atburðarásinni. Málin hafa ver­
ið í rannsókn í vikunni og hefur 
lögregla verið að fínkemba upp­
tökur úr eftirlitsmyndavélum í 
Herjólfsdal.
?Hjálpsami? 
ræninginn 
ófundinn
Ungur karlmaður sem rændi níutíu 
ára gamla konu eftir að hafa að­
stoðað hana með innkaupapoka á 
miðvikudag er ófundinn. Lögreglan 
á höfuðborgarsvæðinu reynir að 
hafa upp á honum en hefur engan 
grunaðan sem stendur og eru allar 
ábendingar vel þegnar. Lögreglan 
segir manninn hafa komið auga á 
konuna fyrir utan verslunarmið­
stöðina Kringluna. Bauðst hann til 
að aðstoða hana með innkaupa­
poka og settist síðan upp í bíl hjá 
henni. Eftir að hafa maðurinn hafði 
neitað að fara út úr bílnum ákvað 
konan að keyra af stað og reyna að 
fá aðstoð við að fá hann út úr bíln­
um. Þegar hún var komin að Stóra­
gerði rauk maðurinn út úr bílnum 
og hrifsaði handtösku hennar úr 
farangursrýminu og rauk í burtu. 
Hafði hann tíu þúsund krónur af 
konunni og greiðslukort. Konuna 
sakaði ekki en var illa brugðið að 
sögn lögreglu.
bjarni benediktsson Útlit er fyrir að 
sjálfstæðismenn muni berjast gegn gisti­
náttaskatti af krafti.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56