Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 10.–12. ágúst 2012 Helgarblað Fær ekki sjö milljarða Þorsteinn Hjaltested, skattakóng­ ur undanfarinna tveggja ára, fær ekki sjö milljarða í bætur frá Kópa­ vogsbæ. Viðskiptablaðið greinir frá úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem féllst ekki á bótakröfu Þor­ steins upp á sjö milljarða króna vegna vanefnda samnings en hann hefur fengið rúma tvo milljarða fyrir 864 hektara lands á Vatnsenda en sú greiðsla er vegna eignar­ námssáttar. Þorsteinn segir bæinn hafa átt að afhenda honum fullbú­ ið hverfi á Vatnsendajörðinni, að lágmarki 300 íbúðir, og að fá ellefu prósent af öllum byggingarétti úr hverjum skipulagsáfanga í byggð á Vatnsenda. Þorsteinn stendur einnig í ströngu vegna stefnu skyldmenna hans vegna eignarréttar Vatns­ enda. Telja þau hann ekki réttmæt­ an eiganda landsins og að hvorki honum né föður hans heitnum hafi verið heimilt að fá greitt fyrir landið né veðsetja það. Börnum skuld- ugra úthýst Börn foreldra sem skulda borginni fá ekki inni á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. Slíkt hið sama gildir um leikjanámskeið henn­ ar. Smugan greinir frá þessu en þar segir að málið hafi ítrekað verið tekið upp, meðal annars af starfsmönnum ÍTR, og þess óskað að þessum reglum verði breytt. Þessi stefna fjármálaskrifstofu borgarinnar stuðlar að félags­ legri einangrun barna skuldugra einstakl inga. Málið er nú á borði mannréttindaskrifstofu borgarinn­ ar og segir Margrét Sverrisdóttir stjórnarformaður skrifstofunnar að málið sé nýkomið á borð þeirra og verði vonandi afgreitt sem fyrst. Segir hún fráleitt að skuldir for­ eldra bitni á börnum þeirra. Það er á skjön við þrettándu grein mann­ réttindasáttmála Sameinuðu þjóð­ anna, sem segir að ekki megi refsa börnum fyrir gjörðir foreldra þeirra. T alið er að brennisteinsvetnis­ mengun muni fara yfir heilsu verndarmörk 55 daga á ári í Reykjahlíð við Mý­ vatn vegna fyrirhugaðr­ ar Bjarnarflagsvirkjunar en grunn­ vinnan að virkjuninni er hafin. Samkvæmt reglugerð um styrk brennisteinsvetnismengunar í and­ rúmslofti er leyfilegt að fara fimm sinnum yfir heilsuverndarmörk fram til 1. júlí 2014 en eftir það er ekki leyfilegt að fara yfir mörkin. Sams konar úrskurðir Í úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá ár­ inu 2003 kemur fram að með fyrir­ hugaðri 90 megavatta Bjarnarflags­ virkjun muni útstreymi mengaðra lofttegunda, þar á meðal brenni­ steinsvetnis, fylgja virkjuninni. Einnig að Skipulagsstofnun telji að aukin los­ un brennisteinsvetnis sé ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á loftgæði á svæðinu. Athygli vekur að í sams kon­ ar úrskurði Skipulagsstofnunar fyr­ ir Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2005 var einnig talið að lítil hætta myndi stafa af losun brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun þótt reynslan hafi sýnt fram á hið gagnstæða. Magnús Þór Gylfason er fram­ kvæmdastjóri samskiptasviðs Lands­ virkj unar sem er framkvæmdar­ aðili Bjarnarflagsvirkjunar. Spurður um hvernig Landsvirkjun ætli að bregðast við aukinni brennisteins­ vetnismengun vegna virkjunarinn­ ar, gaf hann þau svör að ef fram­ kvæmdaleyfi fengist yrði byrjað á 45 megavatta virkjun sem væri ekki eins skaðleg og 90 megavatta virkj­ un. Hvort farið yrði út í 90 mega­ vatta virkjun í Bjarnarflagi yrði háð reynslu af fyrri áfanga varðandi jarð­ varmaauðlindina, umhverfisáhrif og eftirspurn eftir orku. Ekki litið til reynslunnar Ómar Ragnarsson gefur lítið út á að litið verði til reynslu af virkjunum. „Maður er eðlilega vantrúaður á, eftir að í 20 ár hefur alltaf verið sagt það sama, að til dæmis verði litið til reynslu fyrri virkjana þegar á að virkja aftur. Ekkert breytist því sömu vandamálin eru til staðar. Það var til dæmis sagt áður en Hellisheiðar­ virkjun var gangsett að brennisteins­ vetnismengun yrði ekki vandamál,“ segir Ómar og heldur áfram: „Hvers vegna ætti maður þá að kaupa það að vandamál tengd brennisteinsvetn­ ismengun verði leyst í Bjarnarflags­ virkjun?“ Mikil brennisteinsvetnismeng­ un fylgir Hellisheiðarvirkjun sem hefur ákveðin vandamál í för með sér, til dæmis neikvæð áhrif á heilsu fólks og eyðileggingu mosa. Þor­ steinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, hefur sagt að hann telji að áhrif brennisteinsvetn­ ismengunar við Hellisheiðarvirkjun hafi verið vanmetin í umhverfismati. Meiri mengun í Reykjahlíð Í umhverfismati er gert ráð fyrir að 55 daga á ári verði mengunin yfir heilsuverndarmörkum með fyrir­ hugaðri Bjarnarflagsvirkjun. Hell­ isheiðarvirkjun, sem er í rúmlega 11 kílómetra fjarlægð frá miðbæ Hveragerðis, losar árlega um það bil 17.700 tonn af brennisteinsvetni. Bjarnarflagsvirkjun, sem verður í 3,3 kílómetra fjarlægð frá Reykjahlíð og 4 kílómetra frá Vogum, og er þar með fyrsta stóra gufuvirkjunin í þétt­ býli, mun árlega losa 8.300 tonn af brennisteinsvetni. Því má búast við að mengunin frá Bjarnarflagsvirkjun verði mun meiri í Reykjahlíð og Vog­ um en hún er á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði vegna Hellisheiðar­ virkjunar. Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Land­ verndar, hefur sagt að brennisteins­ vetnismengun í Hveragerði verði barnaleikur miðað við það sem vofir yfir Mývatnssveit vegna Bjarnarflags­ virkjunar; losun brennisteinsvetnis sé of mikil og of nálægt byggð. Fátt um svör „Hvers vegna eru vandamálin ekki leyst í þeim virkjunum sem fyrir eru en ekki farið í nýjar virkjanir og reynt að leysa þau þar?“ spurði Ómar Ragnarsson á kynningarfundi vegna Bjarnarflagsvirkjunar sem Lands­ virkjun hélt 10. júlí síðastliðinn í Mý­ vatnssveit. Hann skírskotaði meðal annars til þess að Orkuveita Reykja­ víkur sæi ekki fram á að geta fylgt hertum reglum umhverfisráðherra um losun brennisteinsvetnis í Hell­ isheiðarvirkjunum sem eiga að taka gildi árið 2014 og hefði því sótt um undanþágu til ársins 2019 eða 2020. „Ég fékk þó engin svör við þessari spurningu minni,“ segir Ómar. Þegar DV falaðist eftir svari frá Lands­ virkjun við spurningu Ómars feng­ ust þau svör að náttúrulegar að­ stæður væru ólíkar í kringum Hellisheiðarvirkjun og Bjarnarflags­ virkjun og Landsvirkjun stefndi á að virkja Bjarnarflagsvirkjun í þrepum. Landsvirkjun myndi auk þess haga orkuvinnslu þannig að tryggt væri að styrkur brennisteinsvetnis væri und­ ir heilsuverndarmörkum. Í kynningu umhverfisráðherra á hertum reglum segir meðal annars að eftir að nýting jarðhita var auk­ in á Hellisheiðarsvæðinu fyrir fáum árum hafi brennisteinsvetnismeng­ un á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögum í nágrenni virkjun­ arinnar mælst mun meiri. Tekið var fram að brennisteinsvetnismengun gæti haft áhrif á heilsu fólks, gróður og mannvirki og að margar kvartan­ ir hefðu borist frá almenningi vegna óþæginda sem fólk yrði fyrir vegna sterkrar lyktar af brennisteinsvetni. Virkjun mun valda mengun við Mývatn n Mengun yfir heilsuverndarmörk 55 daga á ári í Reykjahlíð„Maður er eðlilega vantrúaður á, eftir að í 20 ár hefur alltaf ver- ið sagt það sama, að til dæmis verði litið til reynslu fyrri virkjana þegar á að virkja aftur. Elín Ingimundardóttir blaðamaður skrifar elin@dv.is Bjarnarflagsvirkjun í núverandi mynd Markmiðið er að þrítug- falda afköst virkjunar- innar. Mynd ÓMaR RagnaRSSon Ómar Ragnarsson hefur áhyggjur Segir umhverfismatið ekki taka tillit til vandamálanna vegna Hellisheiðarvirkjunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.