Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 10.–12. ágúst 2012 Þau vilja í Hæstarétt Ingveldur Þ. Einarsdóttir A ðalheiður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1982. Hún stundaði nám við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands á árunum 1984 til 1991 og lauk emb- ættisprófi í lögfræði frá lagadeild háskólans í júní 1991. Aðalheiður stundaði nám í ítölsku og listasögu í Flórens á Ítalíu eftir menntaskólaár- in áður en hún hóf nám við Háskóla Íslands. Árið 2009 útskrifaðist hún með doktorspróf í lögfræði frá Upp- salaháskóla í Svíþjóð. Aðalheiður hefur kennt við Há- skóla Íslands frá árinu 2002, fyrst sem stundakennari við lagadeild. Hún starfaði sem lögfræðingur í umhverfisráðuneyti Össurar Skarp- héðinssonar, frá 1993 til 1994. Aðal- heiður ritstýrði riti lagadeildar Háskólans um rannsóknir í félags- vísindum og skrifaði kafla sem bar heitið „Er sjálfbær þróun lagalegt hugtak?“. Þar bendir hún á að hug- takið sé hvetjandi og jákvætt en að sama skapi órætt. Hugtakið hafi jafnvel öðlast sess sem „megafrasi“ sem margir noti án þess að gera sér grein fyrir hvað um er að ræða. Í rit- gerðinni bendir Aðalheiður enn fremur á að þótt hugtakið sjálfbær þróun sé lykilhugtak í umhverfis- rétti sé ljóst að meira þarf að koma til en einfaldar tilvísanir til sjálf- bærrar þróunar í lagatexta til að lagasetningar þjóni markmiðum slíkrar þróunar. Aðalheiður bauð sig árið 2010 fram til stjórnlagaráðs en hlaut ekki brautargengi. Á stjórnlagaþingsvef DV sagði Aðalheiður ástæðu fram- boðsins vera þá að hún vildi eiga þátt í að móta efni nýrrar stjórn- arskrár sem endurspeglaði í senn ferska strauma sem og hefðir og venjur. Þá lagði hún áherslu á að sjálfstæði Alþingis yrði styrkt gagn- vart framkvæmdavaldinu og að bet- ur yrði staðið að undirbúningi nýrr- ar löggjafar. „Að stjórnarskráin sem slík eignist málsvara, að dómstóla- skipunin tryggi réttaröryggi á öll- um dómstigum og að í stjórnar- skrá verði sérstakt ákvæði sem lúti að umhverfi og náttúruauðlindum sem tryggi annars vegar ákveðin umhverfisgæði í þágu almennings og komandi kynslóða.“ Aðalheiður var gestur stjórnlagaráðs að ósk ráðsins þegar auðlinda- og um- hverfisákvæði draganna voru til umræðu. Aðalheiður Jóhannsdóttir Fæðingarár: 1957 Starf: Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands Stjórnmálatengsl: Óljós A rnfríður var skipuð hér- aðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness árið 2006 af þá- verandi dómsmálaráðherra, Birni Bjarnasyni. Arnfríður var á þeim tíma skrifstofustjóri Héraðs- dóms Reykjavíkur. Hún var svo skip- uð dómari í Héraðsdómi Reykjavík- ur árið 2010 af Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra. Arnfríður er for- seti félagsdóms, tilefnd af Hæstarétti Íslands. Félagsdómur er sérdóm- stóll sem starfar á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Fimm eiga sæti í dómnum, þar af einn skip- aður af samtökum atvinnurekenda og annar af Alþýðusambandi Ís- lands. Arnfríður kvað upp dóm í máli Lýsingar gegn skuldunaut félagsins í gengislánamáli. Lýsing vildi að lán- ið yrði uppreiknað miðað við verð- tryggða vexti. Fyrirtækið sagði þá að þegar gengistryggð lán voru úr- skurðuð ólögmæt í Hæstarétti Íslands hafi forsenda fyrir lágum erlendum samningsvöxtum verið brostin. Féllst Arnfríður á þá kröfu. Hún mátti una við gagnrýni á störf sín vegna máls- ins. Gekk Eygló Harðardóttir, þing- kona Framsóknarflokksins, svo langt að kalla hana „kjarklausa“ í skrif- um sínum eftir dóminn. „Varðhund- ar kerfisins höfðu betur og dómar- inn stóðst ekki þrýstinginn,“ skrifaði Eygló. Þá var efast um hæfi Arnfríð- ar í málinu en hún er gift Brynjari Níelssyni lögmanni. Brynjar leigir húsnæði af fyrirtækinu Lagastoð en lögmaður Lýsingar var Sigurmar Kristján Albertsson, eiginmaður Álf- heiðar Ingadóttur þingkonu VG og einn eigenda Lagastoðar. Í ljósi þess að lögmaður sækjandans og maki dómarans hafa skrifstofu á sama stað þótti rétt að athuga hvort Arnfríður væri hæf samkvæmt lögum. Það var mat dómstjórans og Arnfríðar sjálfr- ar að hún væri hæf í málinu. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem starfsemi Brynjars þvælist fyr- ir Arnfríði eftir því sem fram kemur í blaði Lögmannafélagsins. Þar seg- ir Brynjar að oft gerist það að Arn- fríður verði að víkja sæti í málum vegna þess að hann hafi aðkomu að þeim. „Hún hefur því misst af mörg- um áhugaverðum og skemmtileg- um málum vegna mín og það hefur ekki alltaf valdið mikilli gleði,“ seg- ir Brynjar um hagsmunaárekstra vegna starfa þeirra hjóna. Arnfríður og Brynjar eiga tvo syni. Arnfríður Einarsdóttir M y n d in e r ú r M y n d a sa fn i Fæðingarár: 1960 Starf: Héraðsdómari Stjórnmálatengsl: Óljós Helgi I. Jónsson H elgi vék sæti úr landsdómi fyrir mál Geirs H. Haarde þar sem hann var tímabundið settur hæstaréttardómari og gat því ekki setið sem fulltrúi Hér- aðsdóms Reykjavíkur. Helgi lauk embættisprófi í lög- fræði við Háskóla Íslands 1980 og var fulltrúi bæjarfógetans á Sauð- árkróki og sýslumannsins í Skaga- firði 1980–1983. Þá gerðist hann fulltrúi sakadómarans í Reykjavík og gegndi því starfi til ágústmánað- ar 1985 þegar hann var settur saka- dómari við embættið til ársloka 1985. 1. janúar 1986 var Helgi settur deildarstjóri í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu. Auk þess var Helgi settur sýslumaður í Dalasýslu hluta áranna 1985 og 1986 og bæjarfógeti í Neskaupstað hluta árs 1985. Hann var settur héraðsdómari í Héraðsdómi Vestfjarða árið 1991 og Héraðsdómi Reykjavíkur árið 1992. Hann hefur verið dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2003. Þá hefur hann setið sem vara- forseti í á annan tug mála. Frá árun- um 2001 til 2003 starfaði hann sem stundakennari í Háskóla Íslands og kenndi námsefni í almennum hluta refsiréttar. Þá hefur hann starfað sem settur umboðsmaður Alþing- is í þremur málum. Helgi sótti um stöðu hæstaréttardómara í fyrra en hlaut ekki starfið. Meðal þeirra sem mátu hæfi hans var Brynjar Níels- son. Á sa lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1996 og hlaut héraðsdómslögmannsrétt- indi árið 1998. Hún lauk meistaranámi við Cambridge-há- skóla árið 2000 og varð hæstarétt- arlögmaður árið 2005. Hún hefur starfað við lögmennsku frá árinu 1996 en var ráðin lektor við laga- deild Háskóla Íslands árið 2006. Meðal trúnaðarstarfa sem hún hefur gegnt er seta í kærunefnd jafnréttismála 2003–2008 og hún var einn lögmanna Neyðarmót- töku vegna nauðgana 2003–2008. Hún var formaður áfrýjunarnefnd- ar neytendamála og sat í laganefnd Lögmannafélags Íslands 2005– 2008. Ása tók sæti í stjórn Nýja Glitnis í janúar árið 2009 en hætti stuttu síðar þegar hún var ráðin sem aðstoðarmaður Rögnu Árna- dóttur dómsmálaráðherra. Ása er einn fimm eigenda lögmannsstofunnar JP lög- menn og á fimmtung í stof- unni. Sérsvið Ásu er sam- kvæmt vef fyrirtækisins skiptastjórn, skaðabóta- réttur, innlendur og er- lendur gjaldþrotaskipta- réttur og samninga- og kröfuréttur. Ása kennir meðal annar skuldarétt við Háskóla Íslands. Fæðingarár: 1955 Starf: Settur hæstaréttardómari Stjórnmálatengsl: Óljós Ása Ólafsdóttir Fæðingarár: 1970 Starf: Lektor við lagadeild Háskóla Íslands Stjórnmálatengsl: Starfaði sem að- stoðarmaður Rögnu Árnadóttur dómsmála- ráðherra í minnihlutastjórn Samfylkingar og VG, sem Framsókn varði vantrausti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.