Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						?Mér hefur verið nauðgað sex sinnuM?
orðið fyrir ofbeldi fari endurtekið inn 
í ofbeldisfull sambönd.
Byrjunarreitur
?Vegna þess að þetta hefur gerst svo 
oft þá hef ég átt erfitt með að vinna 
mig út úr þessu. Ef þetta hefði bara 
gerst þarna fyrir ellefu árum, þá væri 
ég kannski búin að því. Ég væri lík-
lega í betri stöðu og kæmist betur í 
gegnum daginn. En í hvert skipti sem 
þetta gerist þá þarf ég að fara aftur á 
byrjunarreit. Þetta hefur haft lamandi 
áhrif á líf mitt,? segir hún. Samstarfið 
við geðlækninn og iðjuþjálfann felst 
meðal annars í því að aðstoða Hall-
dóru við að ná tökum á athöfnum 
daglegs lífs; einfalda hluti sem flestir 
eiga auðvelt með að inna af hendi en 
reynast henni flóknir. ?Sálfræðingur-
inn minn vill til dæmis að ég sé með 
stundatöflu sem ég fylgi og stýri 
þannig því sem ég geri.?
Slokknar á henni
?Pabbi minn áttar sig ekki á því hvern-
ig ég kemst í gegnum daginn. Hann 
segir að ef hann hefði lent í þessu þá 
væri hann bara búinn. Ég er alltaf að 
reyna að útskýra fyrir honum að ég sé 
búin. Ég geng á tómu. En ég verð að 
vera sterk. Ég á þrjú börn sem þarfn-
ast mín. Ég hef fjölskylduna mína, en 
þegar uppi er staðið þá fer ég að sofa 
ein og ég vakna ein. Ég á tvo góða vini 
sem ég get leitað til og grenjað í, en 
þess á milli er ég bara ein.? 
Það hefur komið fyrir, þegar hún 
er undir miklu andlegu álagi, að hún 
missi meðvitund og fái eins kon-
ar flogakast. ?Sálfræðingurinn minn 
kallaði þetta hálfgerðan útsláttar-
rofa. Þegar andlegt álag er of mikið 
og ég næ ekki að vinna úr því, þá bara 
slokknar á mér. Ég missi meðvitund og 
fæ krampaköst sem eru eins og flog.? 
Hún segir að það sé sérstaklega 
erfitt fyrir dóttur hennar sem er sjö ára 
og finnur stundum fyrir óöryggi vegna 
veikinda Halldóru. ?Hún skynjar það 
að ég eigi stundum erfitt, en hún hef-
ur getað leitað til ömmu sinnar og afa. 
Hún kann líka að hringja í 112 en hún 
hefur ekki þurft að gera það.? 
Dvaldi á geðdeild
Halldóra er hreinskilin um veik-
indi sín. ?Það er búið að greina mig 
sem 50 prósent öryrkja vegna geð-
rænna vandamála,? segir hún, en 
þolendur kynferðisofbeldis þurfa 
oft mikla endurhæfingu enda eru 
afleiðingar slíks ofbeldis oft á tíð-
um kvíði, skömm, depurð og sektar-
kennd. Þó svo að kynferðisbrot geta 
haft mismunandi áhrif á einstaklinga 
er mikilvægt að vinna úr brotinu sér-
staklega til að þolandinn læri að það 
er ekki hann sem ber ábyrgðina. Af-
leiðingarnar af endurteknu ofbeldi, 
líkt og Halldóra hefur orðið fyrir, eru 
því víðtækar. ?Ég verð að vera sterk 
fyrir börnin mín. Ég er loksins að fá 
aðstoð núna og hitti geðlækni, sál-
fræðing og iðjuþjálfa,? segir hún. Hall-
dóra hefur vegna veikindanna verið 
lögð inn á geðdeild og dvaldi þar síð-
ast í fyrra í fjórar vikur. Næstu tvö árin 
munu taka á hjá henni, en þau munu 
einkennast af stífri sálfræðimeðferð 
til þess að hún geti reynt að vinna sig í 
burtu frá þeim áföllum sem hún hef-
ur orðið fyrir. Hún segist gera sér grein 
fyrir því að það sé langt og strangt ferli 
fram undan og það sér ekki fyrir end-
ann á því. ?Ég er samt bjartsýn á fram-
tíðina,? segir hún. 
Misskilin
Ofbeldið hefur valdið því að hún á oft 
erfitt með samskipti og tjáningu. ?Ég 
er ótrúlega misskilin manneskja og 
á oft í samskiptaörðugleikum,? seg-
ir hún. ?Ég reyni að koma hlutunum 
frá mér og reyni að segja hluti eins 
og ég meina þá, en fólk misskilur mig 
oft og á erfitt með að lesa mig. Ef ég 
væri í þjónustustarfi væri það eins og 
að setja mús í snákabúr,? segir hún. 
Halldóra hefur verið í samböndum 
og á sem áður sagði þrjú börn. Hún 
segir að það reynist henni erfitt að 
feta sig áfram í ástarsamböndum. ?Ég 
þarf að finna að aðilinn vilji vera með 
mér og sé stoltur af því að vera með 
mér. Ég verð yfirleitt fljótt ástfangin, 
sem mér finnst skrítið eftir allt sem 
ég hef gengið í gegnum. Þó að ég 
treysti manneskjunni ekki fullkom-
lega verð ég fljótlega ástfangin og hef 
mikla þörf fyrir að vera elskuð. En svo 
fer ég að efast mikið um tilfinningar 
þeirra og það verður samböndunum 
að falli.?
Mikilvægt að segja frá
Margir spyrja sig eflaust hvernig hún 
geti sagt frá slíku ofbeldi opinberlega 
en hún segir það vera mikilvægt að 
saga hennar sé sögð. ?Þetta er eitt-
hvað sem getur gerst. Það er auðvit-
að mismunandi hvernig fólk tekst á 
við svona. Þetta er sálarmorð. Svona 
á ekki að geta gerst og svona á engin 
að geta gert. Þetta er versta tegund 
af andlegri og líkamlegri misnotkun 
sem til er. Völdin eru ekki bara tek-
in af manneskjunni líkamlega held-
ur fyrst og fremst andlega. Þetta eyði-
leggur svo mikið og þetta skemmir 
svo út frá sér. Þetta grasserar og ef 
maður fær ekki hjálp, þá vex þetta og 
vex þangað til maður hefur ekki tök 
á þessu lengur. Ég þjappaði þessu 
saman og læsti þetta niðri. Á endan-
um verður kistan full og hún spring-
ur.? Halldóra segir mikilvægt að leita 
sér hjálpar strax. Hún segist hvetja 
konur til að kæra þó að reynsla henn-
ar sé slæm af því ferli. ?Það er mikil-
vægt að senda þau skilaboð til nauð-
garans að hann komist ekki upp með 
þetta,? segir hún að lokum.
Fréttir  19Helgarblað  10.?12. ágúst 2012
Getur ekki gefist upp 
Fjölskylda Halldóru segist ekki 
skilja hvernig hún standi upprétt 
eftir slík áföll. Halldóra segist 
einfaldlega verða að hugsa um 
börnin sín. Það þýði ekkert að 
gefast upp.  MynD Eyþór ÁrnaSon
?Ég er ótrúlega 
misskilin mann-
eskja og á oft í samskipta-
örðugleikum.
Hvað er nauðgun?
Halldóra kærði nauðgun til lögreglu en málið var fellt niður hjá ríkissaksóknara. Svo 
virðist sem fagaðilar skilgreini nauðgun með eilítið öðrum hætti en gert er í íslenskum 
hegningarlögum. Skilgreining Stígamóta er til dæmis svo hljóðandi:  
n Kynferðislegt ofbeldi er þegar einhver þrengir sér eða gerir tilraun til að þrengja 
sér inn í líkama annarrar manneskju gegn vilja hennar og brýtur þar með sjálfs­
ákvörðunarrétt og sjálfsstjórn hennar á bak aftur. 
Drekaslóð skilgreinir nauðgun með svipuðum hætti og Stígamót, nema að þar 
er gerð sú breyting á að tala um að þröngva sér inn í eða á líkama annarrar persónu 
gegn vilja hans eða hennar.
n Í íslenskum hegningarlögum er nauðgun hins vegar skilgreind þannig að hver sem 
með ofbeldi eða hótunum þröngvar manni til holdlegs samræðis eða annarra kyn­
ferðismaka skuli fara í fangelsi. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, 
lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.
n Þá er það einnig refsivert að þröngva manni til samræðis eða annarra kynferðis­
maka með annars konar ólögmætri nauðung, en í þeim tilvikum er refsingin mildari. 
Það á einnig við um þá aðferð að notfæra sér geðveiki, aðra andlega annmarka 
manns eða ástand sem er þess valdandi að viðkomandi getur ekki spornað við 
verknaðinum eða skilið þýðingu hans, til þess að hafa við hann samræði eða önnur 
kynferðismök.    ingibjorg@dv.is
Sögðu nauðgunina sér að kenna
Ársskýrsla Stígamóta 2011 inniheldur margar ansi sláandi staðreyndir. 
n Árið 2011 voru ný mál á borði Stígamóta alls 313 talsins. Þar af 143 vegna nauðgana, 29 
vegna nauðgunartilraunar og 12 vegna gruns um nauðgun. 
n Það var 13 prósenta aukning frá árinu 2010 þegar ný mál voru samtals 275. Árið 2009 
voru þau hins vegar 231. Í raun hafa ekki verið svo mörg ný mál á borði Stígamóta frá 
árinu 1994, þegar nýjabrumið var enn yfir starfseminni og uppsöfnuð þörf var til staðar. 
n 18 hópnauðganir voru framdar árið 2011. Í þremur málum voru gerendurnir fjórir eða fleiri. 
n 8 lyfjanauðganir áttu sér stað árið 2011. 
n Alls voru ofbeldismennirnir 452. Þeir voru flestir vinir eða kunningjar fórnarlamba 
sinna. Ókunnugir skipuðu næststærsta hópinn, þar á eftir komu makar, frændur, feður 
og stjúpfeður, í þeirri röð sem þeir eru taldir upp hér. 
n 34 prósent ofbeldismannanna voru í sambandi eða sambúð þegar þeir frömdu glæpina. 
n Langflest brotin voru framin á heimili gerandans, eða 133. Þá voru 68 brot framin á 
sameiginlegu heimili geranda og brotaþola og 57 á heimili brotaþola. 
n 14 nauðganir voru framdar á vinnustað og 15 í opinberum stofnunum. 
n 6 brot voru framin þar sem viðkomandi var að iðka íþróttir eða aðrar tómstundir. 
n Af þeim sem leituðu til Stígamóta á árinu 2011 höfðu 45 einstaklingar reynt að svipta 
sig lífi. Sumir oftar en einu sinni. 
n Aðeins 52 af þessum málum voru kærð til lögreglu. Sum brotanna voru fyrnd, aðrir 
treystu sér ekki í yfirheyrslu hjá lögreglunni en í flestum tilfellum voru þolendur svo 
þjakaðir af skömm, sektarkennd og lélegri sjálfsmynd að þeir treystu sér ekki til að kæra 
og töldu sig jafnvel bera einhverja ábyrgð á ofbeldinu. 
n Í könnun frá árinu 2006 kom fram að 75 prósent þeirra kvenna sem var nauðgað litu 
svo á að nauðgunin hefði verið þeim sjálfum að kenna. 
Elta uppi brotna einstaklinga
n Vel þekkt að þolendur kynferðisglæpa verði aftur fyrir ofbeldisglæpum
Um leið og Halldóra segir sögu sína er hún einnig að segja sögu fleiri einstaklinga. Sagan er 
sláandi en hún er ekkert einsdæmi þar sem það þekkist að þolendur ofbeldis verði marg­
sinnis fyrir ofbeldi af hálfu mismunandi aðila. ?Sem betur fer er það ekki algengt en ég hef 
alveg séð svona alvarleg dæmi áður,? segir Thelma Ásdísardóttir, ráðgjafi á Drekaslóð. ?Það 
er algengt að fólk eigi sögu um fleiri en eina tegund af ofbeldi.?  
auðveldari fórnarlömb 
Hún segir að ástæðuna megi að hluta til rekja til afleiðinga ofbeldisins, þess að nauðgun 
brýtur fólk niður, sjálfsmyndin skekkist, sjálfsmatið versnar og getan til þess að standa með 
sjálfum sér og á sínu skerðist. En léleg sjálfsmynd, kvíði, skömm, depurð og sektarkennd 
eru á meðal algengustu og erfiðustu afleiðinga kynferðisofbeldis. Það er samt rétt að 
undirstrika að þolendur leita ekki uppi nauðgara heldur er það öfugt, þeir leita uppi brotna 
einstaklinga sem þeir geta ráðist á. ?Auðvitað er það þannig að þegar maður hefur ekki trú á 
sjálfum sér, manni þykir ekki vænt um sig og er fullur af skömm, sjálfshatri og sjálfsfordóm­
um þá passar maður ekki alltaf vel upp á sig. Ég þekki það sjálf, af því að eitthvað var brotið 
í mér var ég verr stödd varðandi það að passa upp á mig í hinum ýmsu aðstæðum, standa 
með mér og verja mig.?
Finna veikleikana 
?En fólk bankar ekki upp á hjá nauðgurum og býður sig fram. Í Bandaríkjunum er notað orðið 
?predator? yfir kynferðisglæpamenn, en það þýðir líka rándýr. Mér finnst það ná ágætlega 
yfir þetta því rándýr fara á veiðar, leita uppi veikasta dýrið og elta það uppi og ég trúi því að 
það eigi einnig við um kynferðisglæpamenn. Sumir geta séð hverjir eru með slæma sjálfs­
mynd og lélegt sjálfstraust á því hvernig þeir birta sig. Þegar ég var brotin áttuðu sumir sig á 
því að ég var með minnimáttarkennd, að mér leið illa og að ég gat ekki staðið með sjálfri mér, 
jafnvel þótt ég reyndi að fara í hlutverk og þykjast vera önnur en ég er. Auðvitað sáu sumir í 
gegnum það.?  ingibjorg@dv.is
rándýr Þessir menn 
fengu fjögurra ára fangelsi 
fyrir að nauðga konu með 
hrottalegum hætti við 
Reykjavíkurflugvöll.
?Rándýr fara á veið-
ar, leita uppi veikasta 
dýrið og elta það uppi og ég 
trúi því að það eigi einnig við 
um kynferðisglæpamenn. 
?Ég á þrjú  
börn sem 
þarfnast mín

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56