Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Sandkorn
U
m helgina fagna Íslendingar 
frelsi einstaklingsins til þess að 
vera eins og hann er, elska og 
sofa hjá án þess að kyn skipti 
þar sköpum. Þetta er helgin þar 
sem allir elska alla og Íslendingar flykkj-
ast í tugþúsunda tali niður í bæ til þess 
ganga saman í gleðigöngu. 
Þar klappa gagnkynhneigðir fjöl-
skyldufeður með samkynhneigðum, 
tvíkynhneigðum og transfólki. Karl-
ar klæðast bleiku og konur haldast í 
hendur. Í gleðigöngunni er ekkert tabú. 
Meira að segja borgarstjóranum er 
fagnað þegar hann setur upp rauðan 
varalit og fer í kjól í tilefni dagsins. 
Það er líka tilefni til að fagna. Einu 
sinni flúðu hommar land vegna for-
dómanna. Í dag er þeim hampað með 
gleðigöngu. Lagaleg réttindi þeirra eru 
í flestum atriðum tryggð, meðal annars 
rétturinn til að ganga í hjónaband. Þar 
skipar Ísland sér sess í fámennum hópi 
þjóða. Íslendingar eiga líka fyrsta lýð-
ræðislega kjörna þjóðarleiðtogann sem 
er opinberlega samkynhneigður. 
Í 76 löndum er það glæpsamlegt að 
vera samkynhneigður, tvíkynhneigð-
ur eða transgender. Í tíu löndum varðar 
glæpurinn dauðarefsingu eða fangels-
isvist. Í nýlegu lagafrumvarpi í Úkra-
ínu var lagt til að umræða um samkyn-
hneigð yrði einnig gerð refsiverð. Þar 
gekk enginn gleðigöngu, gangan var 
stoppuð af og aðstandendur hennar 
barðir á götum úti. 
Hér eru allir glaðir, hamingjusamir 
og frjálsir. 
Bara ef það væri þannig alla daga, 
umburðarlyndið er ekki alltaf algjört. 
Að vera hinsegin þýðir að vera ekki eins 
og normið gerir ráð fyrir. Enn heyrum 
við af hommum sem hafa fengið nóg af 
háðsglósum. Það krefst kjarks að standa 
með sjálfum sér og enn frekar að taka 
þátt í opinberri umræðu. Þeim sem 
gera það ber að þakka.
Umræðan er nefnilega afar mikil-
væg, ekki síst fyrir ungt fólk sem upplifir 
sig öðruvísi, stúlkur sem skilja ekki af 
hverju þær verða ekki skotnar í strák-
um og drengi sem horfast í augu við 
sjálfa sig í speglinum en sjá stelpu. Það 
þarf að koma því til skila að þau séu jafn 
eðlilegir og heilbrigðir einstaklingar og 
aðrir, litróf lífsins sé bara svona. Sum-
ir heillast af konum, aðrir af körlum, 
enn aðrir af einstaklingum óháð kyni. 
Stundum vilja strákar ganga um í kjól-
um og setja á sig naglalakk þótt þeir 
upplifi sig sterkt sem stráka og vilji líka 
spila fótbolta. 
Þetta þurfa börnin að heyra. Ekki 
bara vegna þess að þau eiga rétt á því 
að vera eins og þau eru en ekki eins 
og samfélagið ætlast til af þeim út frá 
staðalmyndum um hlutverk kynjanna, 
heldur líka vegna þess að í íslenskri 
rannsókn kom fram að andleg heilsa 
samkynhneigðra ungmenna er verri 
en gagnkynhneigðra jafnaldra þeirra. 
Samkynhneigð ungmenni eru 25 sinn-
um líklegri til að hafa endurtekið reynt 
að svipta sig lífi og um 40 prósent 
samkynhneigðra stúlkna hafa gert til-
raun til þess. 
Baráttan er ekki unnin enn. 
Þess vegna er gleðigangan svo mikil-
væg. Hún gefur okkur ástæðu til að líta 
um öxl, fagna þeim áföngum sem hafa 
náðst, horfa fram á veginn og senda 
þau skilaboð til umheimsins að það sé 
meira en í lagi að vera svolítið hýr á brá. 
Gutti í náðinni
n Einn vinsælasti sam-
kvæmisleikurinn innan 
Samfylkingar í dag er að 
stinga upp á nýjum for-
mannsefnum í stað Jóhönnu 
Sigurðardóttur, fari svo að 
hún hætti. Standi Jóhanna 
upp úr stólnum er talið að 
henni væri þóknanlegt að 
Guðbjartur Hannesson vel-
ferðarráðherra tæki við. 
Gutti, eins og Jóhanna kall-
ar hann, þykir að mörgu 
leyti hafa landsföðurlegt 
yfirbragð. Vandinn er hins 
vegar sá að hann hefur ekki 
náð almennri hylli innan 
flokksins. 
Harðorður Jón
n Jón Sigurðsson, fyrrver-
andi formaður Framsóknar-
flokksins, er á meðal þeirra 
sem hafa gríðarlegar efa-
semdir um getu Sigmund-
ar Davíðs Gunnlaugssonar 
formanns til að vinna sigra 
í þágu samvinnustefn-
unnar. Jón skrifaði grein 
á Eyjuna sem ekki verð-
ur metin öðruvísi en sem 
breiðsíðuárás á formann-
inn sem hann segir halda 
uppi áherslum sem minni 
á ?handaflspólitík og vin-
sældastefnu?. Jón segir 
lausnir Sigmundar í skulda-
málum ?skólatöfluæfingar 
um almenna niðurfærslu 
skulda? sem ekki leysi nein 
vandamál. Það hitnar undir 
núverandi formanni. 
Jónína vonarstjarna
n Þótt Sigmundur Davíð 
Gunnlaugsson, formaður 
Framsóknar-
flokksins, sé í 
þó nokkrum 
mótbyr um 
þessar mund-
ir standa 
vonir til þess 
að gæfuhjól-
ið snúist honum í hag. Þar 
er ekki síst horft til inn-
komu Jónínu Benediktsdóttur 
heilsufrömuðar sem ætlar 
að leggja flokknum til krafta 
sína. Mikið var um dýrðir 
þegar tilkynnt var um inn-
göngu Jónínu í flokkinn. Og 
víst er að henni verði komið 
fyrir í fremstu víglínu í von 
um atkvæði. 
Góðæri í Eyjum
n Sú ákvörðum Páls Schev-
ing, fráfarandi formanns 
Þjóðhátíðarnefndar Eyja-
manna, að fá poppar-
ann Ronan Keating til að 
skemmta á Þjóðhátíð fyr-
ir níu milljónir króna var 
eitt þeirra atriða sem felldu 
hann. Mörgum þótti þetta 
ráðslag vera einkenni um 
bruðl af sama toga og gerð-
ist á útrásarárunum þegar 
íslenskir víkingar leigðu 
skemmtikrafta á borð við 
Elton John sem skaust yfir 
hafið fyrir milljónir til að 
syngja í frystiskemmu Ólafs 
Ólafssonar í Samskipum. 
Það hafðist 
fyrir rest
Það hefur ekkert 
staðið til
Haraldur Freyr fékk tengdamömmu með sér í lið þegar hann bað kærustunnar ? DV Ari Edwald forstjóri 365 segir Lífsleikni Gillz ekki á dagskrá ? DV
Karlar í kjólum
E
nn langar mig að fá að brýna 
fyrir lesendum mínum hagnýt-
ar ástæður til að greiða atkvæði 
með frumvarpi stjórnlagaráðs 
til nýrrar stjórnarskrár í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni 20. október n.k. 
Nú kalla ég Alþingi til vitnis.
Einróma samþykkt Alþingis
Það hefur sárasjaldan gerst í sögu Al-
þingis, að tillögur séu þar samþykkt-
ar einum rómi. Það gerðist þó tveim 
árum eftir hrun, sjaldan slíku vant, 
að 28. september 2010 samþykkti Al-
þingi ályktun einum rómi, þ.e. með 
63 atkvæðum gegn engu. Ályktunin 
var um viðbrögð Alþingis við skýr-
slu rannsóknarnefndar Alþingis og 
hljóðaði svo:
?Alþingi ályktar að skýrsla rann-
sóknarnefndar Alþingis sé vitnis-
burður um þróun íslensks efnahags-
lífs og samfélags undangenginna ára 
og telur mikilvægt að skýrslan verði 
höfð að leiðarljósi í framtíðinni.
Alþingi ályktar að brýnt sé að 
starfshættir þingsins verði teknir til 
endurskoðunar. Mikilvægt sé að Al-
þingi verji og styrki sjálfstæði sitt og 
grundvallarhlutverk.
Alþingi ályktar að taka verði 
gagnrýni á íslenska stjórnmála-
menningu alvarlega og leggur 
áherslu á að af henni verði dreginn 
lærdómur.
Alþingi ályktar að skýrsla rann-
sóknarnefndar Alþingis sé áfellis-
dómur yfir stjórnvöldum, stjórn-
málamönnum og stjórnsýslu, 
verklagi og skorti á formfestu.
Alþingi ályktar að stjórnendur og 
helstu eigendur fjármálafyrirtækja á 
Íslandi beri mesta ábyrgð á banka-
hruninu.
Alþingi ályktar að eftirlitsstofnan-
ir hafi brugðist.
Alþingi ályktar að mikilvægt sé að 
allir horfi gagnrýnum augum á eigin 
verk og nýti tækifærið sem skýrslan 
gefur til að bæta samfélagið.
Alþingi ályktar að fela forsætis-
nefnd, viðkomandi nefndum Al-
þingis, stjórnlaganefnd, sbr. lög um 
stjórnlagaþing, nr. 90/2010, og for-
sætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórn-
ar að ráðast í eftirfarandi:
I. Endurskoða löggjöf og eftir 
atvikum undirbúa löggjöf á 
tilgreindum sviðum: 
1. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, 
nr. 33/1944. 
2. Lög um þingsköp Alþingis, nr. 
55/1991. 
3. Lög um ráðherraábyrgð, nr. 
4/1963, og lög um landsdóm, nr. 
3/1963. 
4. Lög um Stjórnarráð Íslands, nr. 
73/1969, stjórnsýslulög, nr. 37/1993, 
upplýsingalög, nr. 50/1996, og lög 
um réttindi og skyldur starfsmanna 
ríkisins, nr. 70/1996. 
5. Löggjöf um starfsemi á fjármála-
markaði. 
6. Lög um skyldutryggingu lífeyris-
réttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 
129/1997. 
7. Löggjöf um eftirlit með fjármála-
starfsemi á vettvangi Seðlabanka 
Íslands, Fjármálaeftirlitsins og 
annarra eftirlitsaðila. Tiltæk verði 
viðbragðsáætlun við fjármálaáfalli. 
8. Löggjöf um háskóla og fjölmiðla. 
9. Löggjöf um reikningsskil og bók-
hald. 
10.  Lög um endurskoðendur, nr. 
79/2008. 
11. Stofnuð verði sjálfstæð ríkisstofn-
un sem fylgist með þjóðhagsþróun og 
semji þjóðhagsspá. 
12. Aðra löggjöf sem nauðsynlegt er 
að endurskoða með hliðsjón af til-
lögum þingmannanefndar, sbr. 15. 
gr. laga nr. 142/2008, um rannsókn 
á aðdraganda og orsökum falls ís-
lensku bankanna 2008 og tengdra 
atburða. 
II. Eftirfarandi rannsóknir og 
úttektir fari fram á vegum 
Alþingis:
1. Sjálfstæð og óháð rannsókn á 
starfsemi lífeyrissjóða á Íslandi frá 
setningu laga um skyldutryggingu 
lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyris-
sjóða, nr. 129/1997, og síðar. Í kjölfar 
þess fari fram heildarendurskoðun á 
stefnu og starfsemi lífeyrissjóðanna. 
2. Sjálfstæð og óháð rannsókn á að-
draganda og orsökum falls spari-
sjóða á Íslandi frá því að viðskipti 
með stofnfé voru gefin frjáls. Í kjölfar 
þess fari fram heildarendurskoðun á 
stefnu og starfsemi sparisjóðanna. 
3. Stjórnsýsluúttekt á Fjármála-
eftirlitinu og Seðlabanka Íslands. Á 
grundvelli hennar verði metnir kost-
ir og gallar þess að sameina starf-
semi stofnananna í þeim tilgangi 
að tryggja heildaryfirsýn yfir kerfis-
áhættu, fjármálalegan stöðugleika 
og ábyrgð á samræmingu viðbragða. 
III. Eftirlit:
Nefnd á vegum Alþingis hafi eftirlit 
með að úrbótum á löggjöf sem þing-
mannanefndin leggur til í skýrslu 
sinni verði hrint í framkvæmd. Mið-
að skal við að þeim úrbótum verði 
lokið fyrir 1. október 2012.? 
Ég tek fyrir mína parta undir 
hvert orð í einróma ályktun Alþingis. 
Frumvarp stjórnlagaráðs miðar að 
sama marki. 
Enn fleiri hagnýtar ástæður
Leiðari
Ingibjörg Dögg 
Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Kjallari
Þorvaldur 
Gylfason
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is)  Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) 
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is)  Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)  
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is)  Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is)  Umbrot: DV  Prentun: Landsprent  Dreifing: Árvakur  DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALNÚMER
RITSTJÓRN
ÁSKRIFTARSÍMI
AUGLÝSINGAR
22  10.?12. ágúst 2012 Helgarblað 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56