Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Sigldi fyrir ÍranS- 
keiSara og gaddafi
24  Viðtal 10.?12. ágúst 2012  Helgarblað 
V
ordagur árið 1947. Hann 
var 17 ára. Sat uppi á þaki 
geymsluhúss Síldarmjöls á 
Siglufirði, horfði út á hafið 
og kom auga á lítið skip sem 
lá við akkeri. 
?Ég hóaði í vini mína, benti á 
skipið og sagði: Strákar, ég fer með 
þessu skipi út í heim, niður til Afríku 
á ljónaveiðar og kem aldrei til baka.? 
Kristján hlær. ?Og ég fór með þessu 
skipi.?
Skipið var gamla, kolakynta skip-
ið Costa Rica. Það sigldi til Banda-
ríkjanna og segir Kristján að áhöfnin 
hafi verið flóttamenn frá Eistlandi og 
Lettlandi sem hafi horfið í land þegar 
komið var vestur um haf. Það gerði 
hann líka. 
?Ég var ekki með passa og átti ekki 
aur en það var heitt og notalegt.?
Hann fékk lánaðan pening hjá 
góðviljuðum manni og fór til New 
York. Boltinn fór að rúlla og fram 
undan var nokkurra áratuga langur 
starfsferill þar sem Kristján sigldi um 
heimsins höf.
Í stýrimanna- og skipstjórnarskóla
Kristján var léttmatrós og háseti 
fyrstu árin á hinum ýmsu skipum 
sem sigldu meðal annars frá New 
York. Scania sigldi til Úrúgvæ og 
Brasilíu, Haf til Ítalíu, Lagos til Kúbu, 
Akersborg sigldi m.a. til Tahítí og 
 Havana, Hörda sigldi til Rio de Jan-
eiro og Sven Salen sigldi til Kína og 
varð Kristján vitni að stríðsátökum 
þegar kommúnistar tóku þar völdin. 
Síðan lá leiðin til Filippseyja þar sem 
átti að lesta sprengiefni sem sprakk 
áður en það komst um borð. 
Kristján var háseti um borð í Emin 
sem hann segir að hafi verið hnoðað 
saman með nöglum og að boltarnir 
hafi átt það til að hrökkva úr plötun-
um þegar skipið var komið af stað.
Hann var háseti á Spalmatori sem 
fór til Japan þar sem maís var lestað-
ur ? hundruð Kínverja komu að hans 
sögn hlaupandi um borð með poka 
fulla af maís á bakinu. 
Hann fór til Bombay á Indlandi 
með Tijuca þar sem hann hélt upp á 
21 árs afmælið með koníaksdrykkju 
þegar áfengisbann var í landinu. 
Hann stundaði nám við stýri-
mannaskóla og síðar skipstjórn-
arskóla í Noregi, varð ástfanginn 
og gekk í hjónaband. ?Hún var af 
Sverdrup-ættinni og heitir land á 
norðurpólnum eftir langafa henn-
ar, Otto Sverdrup. Við vorum saman 
eins og skip sem hittast um nótt og 
fara hvort fram hjá öðru. Það var 
ekki meining mín að giftast en við 
gerðum það. Ég lét byggja hús en ég 
kunni aldrei við mig í Kristiansund. 
Ég var aldrei heima hjá konunni; ég 
var alltaf að sigla.?
Ástin kulnaði og hjónin skildu. 
Kristján hélt lífssiglingunni áfram ? 
einn; eða þar til hann hitti Heidi Hüls 
sem er þýsk. Þau giftu sig, eiga tvö 
börn, fjögur barnabörn og búa í út-
hverfi Hamborgar.
Döðlurnar í hjálminum
Kristján fór um borð í Al-Majet í 
 Basra í Írak í desember 1963. Áhöfn-
in var pakistönsk fyrir utan skipstjór-
ann, sem var danskur, og vélstjórann 
sem var norskur. Engin loftkæling var 
um borð og var um lifandi kost að 
ræða ? hænsni og geitur voru uppi 
á þaki á masthúsinu og var dýrun-
um slátrað eftir þörfum til að hafa í 
matinn.
Komið var til Jakarta í Indónesíu 
í febrúar árið 1964. Borgarastyrj-
öld var þá í landinu og var legið fyr-
ir utan höfnina í sex vikur og var 
lítið um mat um borð. Kristján fór 
einn daginn í land með vélstjóran-
um og skipstjóranum og fóru þeir 
á gamlan, hollenskan klúbb með 
grasþaki. Boðið var upp á stangir, 
sem líktust saltstöngum, og gæddu 
þremenningarnir sér á þeim. Síðar 
kom í ljós að um var að ræða horn 
af kakkalökkum sem var velt upp úr 
hveitiblöndu og fitu og steikt. 
Skipið var mjög ryðgað og einn 
daginn þegar um 25 múhameðs-
trúarmenn voru að biðja á lúgunni 
duttu allir niður í lest en sem betur 
fer slasaðist enginn. 
Um 2.450 tonn af döðlum voru 
í dunkum og um 650 tonn voru 
borðuð niðri í lestinni. ?Það var verið 
að koma um borð og fara í land og ég 
skipti mér ekkert af því. Það var fullt 
af fólki niðri í lest að stela. Það var 
bara svangt. Stundum getur maður 
lokað augunum þannig lagað; döðl-
ur eru góðar. 
Það voru til dæmis hermenn um 
borð í uniformum með ameríska 
hjálma og gamla byssuhólka. Ég 
sá einn þeirra borða döðlur, greip í 
hjálminn hjá honum, lyfti honum 
upp og þá var hann fullur af döðlum.?
Djúpfrystur flygill
Kristján hélt til Óslóar vorið 1964 eft-
ir að hafa verið á Al-Majet og sá einn 
daginn hvít skip í Akers-skipasmíða-
stöðinni. Hann frétti að Ísraelsmenn 
væru að smíða þau og hafði áhuga 
á að gerast stýrimaður á einu skip-
anna. Hann varð síðar skipstjóri á 
fjórum skipum í eigu Ísraelsmanna: 
Bananacore, Lemoncore, Sabracore 
og Mandarincore. 
Búslóð píanóleikara kom um 
borð í Sabracore í Höfðaborg og þar 
á meðal stór konsertflygill í kassa 
sem flytja átti til Haífa í Ísrael. Siglt 
var til Vigo á Spáni þar sem kassinn 
var aftast á dekkinu og þegar þang-
að kom fréttist að skipið ætti ekki að 
fara til Haífa heldur aftur til Höfða-
borgar. Kassinn tók pláss og var 
ákveðið að setja hann í kælinn þar 
sem var 28 stiga frost. 
Þá lá leiðin til Bandaríkjanna og 
kviknaði eldur um borð í skipinu á 
leiðinni. Skipstjórinn, Kristján Ósk-
arsson, fór niður í reykinn þar sem 
aðrir skipverjar treystu sér ekki. 
Eldurinn var síðan slökktur og skip-
ið hélt sína leið.
Eftir dvöl í Bandaríkjunum var 
haldið til Haifa og var kassinn með 
flyglinum tekinn upp á dekk. Píanó-
leikarinn og kona hans komu síðan 
um borð í Haífa um þremur mánuð-
um eftir að búslóðin kom um borð. 
Ekkert reyndist vera að flyglinum 
sem var búið að djúpfrysta í 28 stiga 
frosti í nokkra mánuði.
Laumufarþegi um borð
Kristján varð skipstjóri á Bidas árið 
1968 og var siglt á milli Rotterdam, 
Antwerpen og Kanaríeyja. Stundum 
var farið til Dakar í Senegal. 
?Stór, myndarlegur Nígeríubúi 
bankaði upp á einn daginn í Dakar 
og spurði hvort hann gæti fengið 
djobb. Ég sagði nei. Við fórum frá 
landi og næsta morgun kom stýri-
maðurinn og sagði að við værum 
með farþega. Náð var í manninn og 
ég spurði hvort hann hefði gleymt að 
fara í land. ?Nei,? sagði hann, ?ég hef 
áður verið laumufarþegi.? Ég sagði að 
Hann var 17 ára þegar hann réð sig um borð í kola-
kynta skipið Costa Rica. Næstu áratugina sigldi 
Kristján Hólm Óskarsson meðal annars á skipum 
í eigu Íranskeisara og Gaddafis Líbíuleiðtoga.
hann fengi klefa og yrði að vinna og 
ætti að haga sér eins og maður. Vél-
stjórinn, sem var þýskur, sagðist hins 
vegar ekki vilja sjá manninn og vildi 
að honum yrði stungið inn og benti 
á að við vissum ekkert hvaða mað-
ur þetta væri; þetta gæti þess vegna 
verið morðingi á flótta. Ég heyrði 
síðan gauragang en þá var maður-
inn tekinn og settur inn í járnklefa 
sem var notaður sem geymsla fyrir 
kaðla og fleira. Síðan var logsuðu-
tæki notað til að festa dyrnar aft-
ur. Skipverjar voru svo hræddir við 
manninn að þeir gáfu honum mat á 
löngu priki í gegnum gluggann. 
Ég fór með þennan náunga til 
Antwerpen og var hann settur í 
fangelsi, þar sem hann var í nokkra 
daga, á meðan við vorum að losa og 
lesta. Hann var brattur þegar komið 
var með hann aftur, hann var settur 
inn í klefann og skipverjar mötuðu 
hann aftur með löngu priki. 
Það var komið til Tenerífe og ég 
tók eftir að fólk, sem var á bryggj-
unni, horfði mikið á Bidas. Þá hafði 
maðurinn verið bundinn á hönd-
um og fótum uppi í mastri. Hann 
var fokvondur og bablaði eitthvað. 
Hann fór í land og þar sem ég vor-
kenndi honum gaf ég honum skóna 
mína en hann hafði verið í göml-
um skóm og hafði verið skorið 
framan af tánum. Þegar ég kvaddi 
hann sagðist hann oft hafa ver-
ið laumufarþegi en aldrei hengdur 
upp í mastur.?
Eins og New York á nóttunni
Íranskeisari keypti rúmlega 30 
hraðskreið, vönduð flutningaskip 
og var Kristján skipstjóri um borð í 
Arya Far í eitt og hálft ár. Hergögn 
voru flutt til Írans á þessum tíma ? 
skotvopn, skriðdrekar og flugvélar. 
Niðri í lest á Arya Far var til dæm-
is í einni ferðinni 500 kíló af stórum 
fallbyssuskotum og í næstu ferð var 
farið með skriðdreka og skotfæri. 
Kristján segir að á þessum tíma 
hafi engir kranar verið á bryggjum 
í Íran og til dæmis eitt járnbrautar-
spor frá Bandar- Shapour til Teher-
an. Hann bendir á að þar sem flutn-
ingakerfi í landinu hafi ekki verið 
nógu gott og vörugeymslur vant-
að hafi ýmsu verið safnað saman 
í hrúgu í sandinum fyrir ofan 
bryggjurnar. Það kviknaði til dæm-
is í einni hrúgunni og í þrjá sólar-
hringa brunnu kæliskápar, útvarp-
stæki, læknatæki, bílar og dekk. 
Í eitt skiptið lá skipið á legunni 
fyrir utan Shatt al Arab í tæpa 
þrjá mánuði. Í annað skipti var 
það á legunni í Abadan og svo við 
bryggju í Khorramshahr í um fjóra 
mánuði. Eitt kvöldið fannst grill-
lykt leggja frá skipi sem lá líka við 
bryggju; í ljós kom að skipverjar á 
því skipi voru að gæða sér á hár-
lausum og blettóttum  villihundum 
sem  söfnuðust saman á bryggj-
unni. Hrísgrjón voru höfð sem 
meðlæti.
Trúarbragðastríð á bryggjunni
?Fleiri hundruð skip voru á legunni 
úti í Persaflóa vegna þess að það 
gátu bara nokkur skip legið við 
bryggju í einu. Þetta leit út eins 
og New York á nóttunni. Nóg var 
af peningum út af olíunni en það 
gleymdist að aðstæðurnar voru ekki 
?up to date?. Það voru skip sem lágu 
það lengi að þau bara sukku.?
Stríðið á milli Írans og Íraks byrj-
aði á þessum tíma og varð Kristján 
vitni að hernaðarátökum.
?Kom í ljós að 
kasóléttar  konur 
áttu það til að kaupa 
ferð með skipinu til að 
eiga börnin þar í staðinn 
 fyrir að eiga þau kannski í 
bambuskofa á ströndinni.
Flutti hergögn Hergögn voru flutt til Írans á þeim tíma sem Kristján var skipstjóri fyrir keisarann ? skotvopn, skriðdrekar og flugvélar.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56