Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						26  Viðtal 10.?12. ágúst 2012  Helgarblað 
V
ala Grand hefur verið áber-
andi í íslenskum fjölmiðl-
um undanfarin ár. Hún 
hefur rætt opinskátt um 
kynáttunarvanda sinn en 
Vala fæddist karlmaður og gekkst 
undir kynleiðréttingaraðgerð fyrir 
um tveimur árum síðan. Margir hafa 
skoðun á Völu Grand, hvort sem fólk 
þekkir hana eða ekki. Því hún er ör, 
opin og segir nákvæmlega það sem 
henni býr í brjósti.
Fljótlega eftir aðgerðina dró Vala 
sig út úr sviðsljósinu og hefur lítið 
til hennar spurst undanfarið ár. 
Ástæðan er sú að Vala kynntist stóru 
ástinni skömmu eftir aðgerð, Eyjólfi, 
en hann á fjögur börn úr fyrra sam-
bandi. Vala dró sig úr sviðsljósinu 
þeirra vegna.
Vala lauk nýverið við seinni að-
gerðina sem fylgir kynleiðréttingu 
og er hæst ánægð með útkom-
una. Næst á dagskrá hjá Völu er 
brjóstastækkun en hún segist ótt-
ast þá aðgerð meira en sjálfa kyn-
leiðréttinguna. Þegar blaðamaður 
DV hitti á Völu var hún á leiðinni á 
frumsýningu myndarinnar Hrafn-
hildur en hún fjallar um íslenska 
konu sem gekkst undir sams konar 
aðgerð og Vala.
Gæti orðið amma
?Það er alveg ástæða fyrir því að 
ég hef dregið mig út úr allri fjöl-
miðlaumfjölluninni. Mamma stjúp-
barna minna vill ekki að ég sé mjög 
áberandi í fjölmiðlum, barnanna 
vegna,? segir Vala sem virðir þær ósk-
ir og ber hag barnanna fyrir brjósti. 
Vala segir að henni hafi verið tekið 
ótrúlega vel af börnum Eyjólfs og að 
hún finni sig í stjúpmóðurhlutverk-
inu. ?Þau elska mig alveg ofboðslega 
mikið. Þau eru mjög dugleg og hlýð-
in en börn eru samt alltaf börn og 
það geta alveg verið læti í þeim. Þau 
eru mjög orkumikil. Þau eru fimm, 
sjö og níu ára og svo á Eyjólfur son 
sem er tvítugur. Þau eru öll rosalega 
klár og gáfuð. Til dæmis kann sá sem 
er fimm ára fimm sinnum töfluna,? 
segir Vala sem er greinilega stolt af 
krökkunum. ?Svo er stóri strákurinn 
sem er tvítugur kominn með kær-
ustu og er í sambúð. Kærastan hans 
er þremur árum yngri en ég. Svo ég 
gæti alveg farið að verða amma á 
næstu árum, spáðu í það!?
Barnanna vegna
Vala segir að til að byrja með hafi 
barnsmóðir Eyjólfs ekki tekið vel í 
samband þeirra. Það hafi þó lagast 
með tímanum: ?Fyrst voru mikil læti 
og hún hafði rosalega mikið á móti 
mér. Það er alltaf erfitt að sjá fyrrver-
andi maka sinn byrja með einhverj-
um öðrum og sérstaklega ef það eru 
börn í spilinu. En núna í dag þegar 
ég hef sýnt henni að ég er ekki að 
fara neitt, þá hefur þetta lagast mik-
ið. Í dag tölum við reglulega saman 
vegna barnanna og reynum að gera 
allt í sátt og samlyndi.?
Vala er alsæl í þessu nýja hlutverki 
en hún segir mikilvægt hvað tengda-
foreldrarnir hafi tekið sér vel. ?Ég 
er ótrúlega heppin með tengdafor-
eldra,? segir Vala ?Tengdamóðir mín 
er æðisleg! Hún er meira að segja að 
fara að passa börnin fyrir mig á eft-
ir meðan ég fer á frumsýninguna. 
Ég á líka tvo yndislega tengdafeður 
þannig að ég er mjög rík,? bætir Vala 
við en foreldrar Eyjólfs skildu fyrir þó 
nokkrum árum síðan.
Vala setur sig í annað sæti
Líkt og áður sagði hefur Vala rætt sín 
málefni opinskátt en hún átti upp-
haflega að vera viðfangsefni myndar-
innar Hrafnhildur sem Ragnhildur 
Steinunn Jónsdóttir gerði. Vala og 
Ragnhildur voru hins vegar sammála 
um það að Vala væri ekki þessi hefð-
bundna transmanneskja sem að öllu 
jöfnu kærir sig ekki um athygli. Vala 
benti Ragnhildi því á Hrafnhildi. 
?Ég sá í viðtali við Hrafnhildi um 
daginn að hana langaði til að eignast 
börn eins og auðvitað mörgum sem 
hafa farið í svona aðgerð. Þó það sé 
ekki líkamlega hægt. Það má segja að 
ég sé komin með allan pakkann. Ég 
er komin með manninn, börnin og 
húsið, ég hef allt! Við erum samt ekki 
komin þangað í sambandinu að við 
ætlum að fara að ættleiða. Það má 
ættleiða til 45 ára og kallinn minn er 
38 ára svo við höfum nægan tíma til 
að ræða það.?
Vala segist heldur ekki tilbú-
in alveg strax til þess að bæta barni 
við fjölskylduna. ?Ég er manneskja 
sem var barnlaus en núna á ég þrjú 
lítil stjúpbörn. Svo það er ákveðin 
breyting. Það getur verið erfitt fyr-
ir manneskju sem er vön því að vera 
alltaf númer eitt að vera allt í einu 
númer tvö. Mig langar svo að koma 
því á framfæri fyrir þá sem eru að 
fara að verða stjúpforeldrar að leyfa 
ykkur aldrei, aldrei að líða illa yfir því 
að þið séuð númer tvö. Það er alltaf 
þannig að þegar börnin eru hjá okk-
ur, þá eru þau númer eitt. Það er 
endalaust mikilvægt að vera alltaf 
góður við börnin og börnin eru guðs 
blessun. Ég þurfti sjálf að læra þetta 
og það var erfitt og tók mig nokkra 
mánuði og ég er ennþá að læra 
þetta,? segir Vala og slær svo á létta 
strengi: ?Ef Vala Grand getur sett sig í 
annað sæti, þá geta það allir!?
?Ástin mín, þú ert sú eina 
sanna?
Vala er nýkomin úr seinni aðgerðinni 
sem fylgir kynleiðréttingunni og er 
hún hæstánægð með útkomuna. ?Ég 
fór í aðgerðina í júlí og þetta er að-
gerð þar sem klárað er að móta kyn-
færin. Það sést ekkert núna að ég hafi 
verið með typpi. Nú er ég komin með 
innri barma.?
Þegar Vala var á sjúkrahúsinu 
sendi Eyjólfur henni bréf sem hitti 
hana beint í hjartastað. ?Það hljóm-
ar svona: Elsku litla hjartað mitt. Ég 
óska þér þess að þér líði sem best og 
náir fullum bata fljótt og um leið vil 
ég óska þér til hamingju með tveggja 
ára afmælið þitt. Þú kannski fæddist 
ekki eins og hinar stelpurnar en ástin 
mín, þú ert sú eina sanna, svo lang-
flottust bæði á líkama og sál. Til að 
halda upp á baráttuna sem vannst 
loks fyrir tveimur árum ætla ég að 
gefa þér þennan dag sem sérstak-
an auka afmælisdag á hverju ári svo 
lengi sem ég lifi. Til hamingju með 
daginn elsku dúllan mín, þinn fram-
tíðarmaður Eyjólfur Svanur.?
C, D eða DD
En þó Vala hafi lokið kynleið-
réttingunni segir hún ferlinu ekki 
lokið enn. Eitt atriði sé eftir og það 
hræðist hún mest af öllu. Vala er á 
leiðinni í brjóstastækkun. ?Í nóvem-
ber fer ég í brjóstastækkun, Eyjólf-
ur vill hafa mig með risastór brjóst!? 
segir Vala og skellihlær. ?Nei, nei. 
Hann hefur samt alveg sagt að hann 
vilji hafa konuna sína með stór 
brjóst svo ég hugsa að ég fari í skála-
stærð C, D eða jafnvel DD. Ég er 
samt skíthrædd við þessa brjóstaað-
gerð, miklu hræddari við brjóstaað-
gerðina heldur en ég var við pjöllu-
aðgerðina,? segir Vala hreinskilin.
Sexí gefur öryggi
Almennt séð segir Vala að umræð-
an um kynleiðréttingar hafi opn-
ast mjög mikið síðan hún fór í að-
gerðina fyrir tveimur árum. Hún 
segir að ein ástæða þess að hún var 
mjög áberandi þegar hún fór í kyn-
leiðréttinguna hafi verið að gera 
þessa umræðu almennari. ?Ég hef 
sjálf vitað að ég er kona frá því að ég 
var um fjögurra ára gömul og aldrei 
efast um það. Ég fékk svo gott upp-
eldi að ég var nógu sterkur einstak-
lingur til að ganga í gegnum þetta og 
hef aldrei séð eftir neinu.? En ekki eru 
allir jafn öryggir með sig og Vala og 
því mikilvæg þróun sem hefur átt sér 
stað. Til að mynda hefur Hrafnhildur, 
viðfangsefni samnefndu heimilda-
myndarinnar, sagt að fyrir hana hafi 
aðeins verið tvær leiðir í boði: kyn-
leiðrétting eða sjálfsvíg.
En aukinni umræðu fylgja líka 
neikvæðar hliðar og hún getur oft 
og tíðum verið óvægin. Vala hefur 
sjálf þurft að lesa ótrúlegustu hluti 
um sjálfa sig og undrast hversu 
hatursfullt fólk getur verið. ?Það er 
fullt af fólki sem er alltaf að skrifa 
eitthvað um mig á síðum eins og 
bland.is. Fólk sem felur sig bara á 
bakvið tölvuna og myndi aldrei geta 
sagt þessa hluti við mig augliti til 
auglitis. Það sem hefur reynst mér 
best gagnvart öllu því neikvæða 
sem ég hef lesið um mig er að brosa 
Kidda Svarfdal
kidda@dv.is
Viðtal
Ennþá að læra á 
móðurhlutverkið
Vala Grand lauk fyrir skömmu seinni aðgerðinni sem fylgir kynleiðréttingu. 
Hún er yfir sig ástfangin og hefur dregið sig út úr sviðsljósinu ? stjúpbarna sinna 
vegna. Vala segir börnin vera númer eitt en hún hafi þurft að læra það af því að 
hún var vön að vera í fyrsta sæti. Vala lætur ósmekkleg ummæli um sig á netinu 
ekki trufla sig og dansar fyrir framan spegil til að auka sjálfstraustið. Næst á dag-
skrá hjá Völu er að koma sér fyrir á nýja heimilinu og að fara í brjóstastækkun.
Vala og Eyjólfur Eru ástfangin upp fyrir haus.
Á leið í brjóstastækkun ?Ég hugsa að ég fari í skálastærð C, D eða jafnvel DD.?
?Ef Vala 
Grand  
getur sett sig í 
annað sæti, þá 
geta það allir!

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56