Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						42 Lífsstíll 10.?12. ágúst 2012 Helgarblað 
Mikið úrval af ullarfötum 
     fyrir börn og fullorðna.  
Tilvalin í útileguna! 
V
ið megum búast við að ork-
an sem við söfnuðum upp í 
sumarfríinu klárist á tveim-
ur til þremur dögum eftir að 
vinna hefst að nýju. Þetta 
segir Thomas Milsted, danskur rit-
höfundur, fyrirlesari og sérfræðingur 
í streitu en sagt er frá þessu í danska 
blaðinu Politiken. 
Ekki hægt að hlaða stressrafhlöðu
Þar segir Milsted að þó að við höf-
um náð að kúpla okkur frá vinnunni 
í fríinu þýði það ekki að við verðum 
lengi að kúpla okkur inn aftur. Heil-
inn muni nákvæmlega hvað vinnan 
snýst um. Það sé hins vegar spurning 
hvernig við tökumst á við stressið því 
ekki sé hægt að hlaða stressrafhlöður 
í sumarfríinu.
?Stress er varnarkerfi sem heilinn 
kveikir á þegar hann skynjar hættu. 
Tilfinningar spila þar stóran þátt. Það 
sem kveikir á varnarkerfi gasellunnar 
er ekki ljónið sjálft, heldur hræðslan 
við ljónið,? útskýrir hann og segir 
að það ætti því að skoða streitu sem 
viðbrögð við ákveðnum aðstæðum 
og full ástæða sé til að undirbúa sig 
fyrirfram. ?Það er hægt að undirbúa 
sig hvernig best sé að koma til vinnu 
aftur eftir frí,? segir hann og veitir 
lesendum fjögur góð ráð til þess:
Undirbúðu heilann
Líkt og reynt er að koma lagi á svefn-
venjur barna áður en fríi lýkur mæl-
ir Milsted með að fullorðna fólkið 
reyni einnig að koma skikki á dag-
legar venjur áður en vinna hefst að 
nýju. Það sé því gott ráð að halda smá 
fund með heilanum nokkrum dög-
um áður en fríinu lýkur og undirbúa 
hann undir hvað koma skal.
?Sálrænn undirbúningur get-
ur hjálpað til við að takast á við það 
óumflýjanlega stress sem við finnum 
fyrir þegar við göngum inn á vinnu-
staðinn. Þetta er spurning um að 
segja heilanum að það sé í raun ekk-
ert að óttast. Við séum bara komin 
aftur í hringiðuna.? Hann bætir við að 
heilinn sé fljótur að aðlagast að nýju 
svo við þurfum ekki að hafa áhyggj-
ur af því hvernig okkur muni ganga. 
?Höfum það hugfast að við verðum 
fljót að detta í hversdagsgírinn aftur.?
Skipulegðu fyrstu vikuna vel
Milsted neitar því ekki að fyrsta vikan 
eftir sumarfrí geti verið strembin. ?Ég 
held að það sé mikilvægt að maður 
viðurkenni fyrir sjálfum sér og geri 
sér ljóst að það er heilmikið sem þarf 
að takast á við þegar maður mætir til 
vinnu, svo sem tölvupóstar sem þarf 
að svara, óunnin verkefni og hlut-
ir sem þarf að setja sig inn í.? Fyrsta 
vikan verði þó alltaf léttari að takast 
á við hafi maður undirbúið hana vel 
og fylgi þeirri góðu reglu að gera einn 
hlut í einu. ?Það getur virst óyfirstíg-
anlegt en þá er mikilvægt að takast á 
við verkefnin á skipulagðan hátt. Það 
er ekki hægt að gera 40 hluti í einu,? 
segir hann og bætir við að oft virðist 
verkefnin erfiðari en þeir eru. 
Gerðu samning við yfirmann 
og vinnufélaga
Það geta verið mörg og mismunandi 
verkefni sem bíða þín eftir fríið og 
margir sem þurfa að ná tali af þér. Mil-
sted mælir með því að þú gerir plan 
með yfirmanni þínum og vinnufélög-
um yfir hverju sé mikilvægast að byrja 
á. ?Komist að því í sameiningu hvað 
er mikilvægast og geymdu önnur ver-
kefni.? Hann vill einnig beina því til 
yfirmanna og fyrirtækja að setja ekki 
of mikla pressu fyrst um sinn og veita 
viðkomandi tíma til að ganga frá því 
sem þarf að gera. ?Best væri ef yfir-
maður og samstarfsfélagar myndu 
láta sem þú værir ekki á staðnum á 
meðan þú ert að klára forgangsmál-
in. Eftir það kæmir þú svo sterkur 
inn,? segir hann. Auk þess ætti ekki að 
skipuleggja fundi með starfsmönnum 
fyrr en allir eru komnir úr fríi. 
Komdu skipulagi á innhólfið
Fullt innhólf getur orsakað streituvið-
brögð að sögn Milsteds. Hvort sem 
byrjað er á því að skoða póstinn eða 
það er geymt þar til í lok vikunnar 
þá er mikilvægt að koma skipulagi á 
hann. Þá er gott að flokka þann póst 
sem skal eyða, þann sem má bíða og 
þann sem þarf að setja í forgang að 
svara. 
Milsted segir að hann hafi sjálf-
ur skipulagt sinn tölvupóst á þann 
hátt að hann er með nokkrar möpp-
ur. Þeim sé skipt upp eftir mánuð-
um, sendendum og hversu mikil-
vægir tölvupóstarnir eru. ?Þegar ég 
fer í gegnum tölvupóstinn minn set 
ég póst strax í ákveðinn hóp og held 
þannig innhólfinu alltaf tómu. Þá er 
enginn póstur þar til að trufla mig.? 
Því næst fer hann í þá möppu sem er 
mest áríðandi og fer yfir hvern ein-
asta póst þar. ?Þegar ég hef lokið því 
af fer ég yfir aðrar möppur í þeirri röð 
sem mér finnst mikilvægust,? segir 
hann að lokum.
Undirbúðu 
þig andlega 
fyrir vinnuna
n Nokkur atriði sem vert er að hafa í huga eftir sumarfrí
Streita Það getur verið stressandi að mæta til vinnu eftir frí og ná ekki yfirsýn yfir þau 
verkefni sem þarf að vinna. MYND CORBIS

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56