Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Sport  47Helgarblað  10.?12. ágúst 2012
Bestu atvikin í sögu 
Ólympíuleikanna
Berfætti 
maraþon-
hlauparinn
Það hafði enginn trú á Afríkubú-
anum Abebe Bikila þegar hann 
mætti til leiks í maraþonhlaupi 
á Ólympíuleikunum í Róm árið 
1960. Tvennt sá til þess. Í fyrsta 
lagi var hann svartur á hörund en 
svertingjar höfðu á þeim tíma ekki 
hlaupið til sigurs í langhlaupum 
áður. Hin ástæðan var sú að hann 
ætlaði að keppa berfættur. Það 
kom reyndar ekki til af góðu þar 
sem Bikila hafði einfaldlega ekki 
fundið þægilega skó í Rómarborg, í 
aðdraganda mótsins. Hann ákvað 
því að hlaupa berfættur, eins og 
hann gerði alltaf á æfingum. Til að 
gera langa sögu stutta sáu keppi-
nautarnir aðeins undir iljarnar á 
Eþíópíumanninum þegar hann 
stakk þá af. Hann vann hlaupið 
og var sannarlega ekki síðasti 
Afríkubúinn til þess.
Ian Thorpe bjargaði Áströlum
Yfirleitt er það þannig að sú þjóð sem heldur Ólympíuleikana hverju sinni vinnur til 
fleiri verðlauna en hún gerir alla jafnan á Ólympíuleikum. Sú varð ekki raunin í Sidney, 
þegar leikarnir voru haldnir þar árið 2000 ? framan af. Ástralir unnu varla neitt og 
það var farið að vekja athygli fjölmiðla um allan heim. Ástralir voru um það bil að 
verða sér til skammar. Þeir vissu þó að þeir áttu efnilegan sundmann. Ian Thorpe var 
haldreipið, 18 ára undrabarn. Eins og gefur að skilja var pressan á þennan unga mann 
mikil ? hann hafði þjóðina á herðunum.
Og þvílíkar herðar. Hann byrjaði á því að setja heimsmet í 400 metra skriðsundi 
þar sem hann hirti gullverðlaun. Hann fékk tvö önnur gullverðlaun í 4x200 metra 
og 4x400 metra skriðsundi. Að auki vann hann til tveggja silfurverðlauna. Thorpe 
bjargaði heimamönnum svo um munaði.
Færði Írum 
gullverðlaun
Mary Peters var ef til vill ekki þekktasti keppandinn 
á Ólympíuleikunum í München í Þýskalandi árið 
1972. Hún var hins vegar líklega sá mikilvægasti. 
Peters, sem er Norður-írsk keppti í fimmtarþraut 
og vann til gullverðlauna. Árið 1972 hafði ríkt mikill 
ófriður í heimalandi Peters í um þrjú ár. Hermenn 
höfðu meðal annars drepið 27 Íra í kröfugöngu í 
Derry, í upphafi ársins 1972. Atburðurinn leiddi til 
langvarandi átaka í Norður-Írlandi sem stóðu í þrjá 
áratugi.
Íbúar Belfast þurftu sannarlega á einhverjum 
gleðilegu að halda; einhverju til að dreifa huganum 
frá ólgunni heima fyrir, sem til var komin vegna 
deilna á milli sívaxandi hreyfingar fólks sem 
barðist fyrir réttindum kaþólikka og mótmælenda. 
Hún var reyndar um tíma sökuð um að tilheyra hópi 
mótmælenda og var hótað lífláti þess vegna. En 
sannleikurinn var sá að Peters var guðleysingi.
Peters hafði sjálf látið hafa eftir sér að ef hún 
myndi sigra gæti það haft jákvæð áhrif heima 
fyrir. Hún fór heim með verðlaunin og sýndi íbúum 
Belfast sem (allavega einhverjir) sameinuðust um 
stund um þjóðhetjuna Mary Peters.
Setningarathöfnin í Kína
Þó Kínverjar skori ekki alltaf hátt á alþjóðlegum mælikvörðum, til dæmis þegar mann-
réttindi eru annars vegar, sýndu þeir fyrir fjórum árum að þeir kunna svo sannarlega að 
skipuleggja stórviðburði. Í Peking voru haldnir einhverjir eftirminnilegustu Ólympíuleikar 
sögunnar ? í það allra minnsta í hugum okkar Íslendinga.
Setningarathafnir Ólympíuleika eru alla jafnan ekki viðburður sem fólk bíður eftir með 
mikilli eftirvæntingu. Hún snýst um að fanga Ólympíuandann og gera menningu og hefðum 
gestgjafaþjóðar skil. Oftast eru þessar hátíðir langdregnar og fá ekki mikið áhorf.
Kínverjar brugðu ekki út af vananum hvað formið snertir en bjuggu þó til hátíð sem 
lengi verður í minnum höfð. Samhæfingin, frumlegheitin og sjónarspilið var slíkt að fólk 
raunverulega horfði á setningarathöfnina. Það var þó svartur blettur á kvöldinu að sjö ára 
stúlku, sem söng eins og engill, var skipt út fyrir ?sætari? stúlku sem fékk það hlutverk að 
mæma lagið.
10 í fimleikum
Rúmenska undrabarnið Nadia Comaneci heillaði heimsbyggðina 
á Ólympíuleikunum í Montreal í Kanada árið 1976. Þar keppti hún, 
14 ára gömul, í fimleikum. Hún keppti fyrst á tvíslá en fram að því 
hafði engum fimleikamanni tekist að hljóta fullkomna einkunn 
fyrir æfingu sína. Raunar var það svo að rafrænu stigatöflurnar 
voru ekki gerðar fyrir slíka einkunn. En Nadia sló í gegn. Hún fékk 
10 í einkunn fyrir sex æfingar sínar og hafði, áður en kvöldið var 
úti, unnið til þriggja gullverðlauna. Að auki vann hún til silfur- og 
bronsverðlauna. Hún vann líka fleira: hug og hjörtu heimsbyggðar-
innar. Nadia varð síðar erindreki fyrir íþróttina og andlit hennar 
varð að einskonar einkennistákni fyrir ótrúleg ólympíuafrek.Mjúkbolti kvenna á Ól 2016
Í Peking í Kína, árið 2008, var í síðasta sinn keppt í mjúkbolta (e. softball). Greinin varð 
þátttökugrein á Ólympíuleikunum í fyrsta skipti árið 1996 en aðeins var keppt í kvennaflokki. 
Þegar úrslitaleikurinn fór fram í Kína, á milli Bandaríkjamanna og Japana, lá fyrir að þetta 
yrði í síðasta sinn sem keppt yrði í greininni. Japanir unnu úrslitaleikinn öllum að óvörum, 
3?1. En það var ekki það sem vakti mesta athygli, jafnvel þó Bandaríkin hefðu unnið í öll 
3 skiptin fram til þessa. Eftir leikinn tóku keppnisliðin þrjú sem höfnuðu í efstu sætunum 
þremur; Japan, Bandaríkin og Ástralía, sig saman og sendu Ólympíunefndinni skýr skilaboð, 
þau vildu að keppni í mjúkbolta yrði aftur á dagskrá Ólympíuleikanna árið 2016.
baldur@dv.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56