Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Söfnunarfé í ríkissjóð
n Söfnunarfé frá þremur forsetaframbjóðendum rennur til ríkisins
F
orsetaframbjóðendurnir Þóra 
Arnórsdóttir, Herdís Þorgeirs-
dóttir og Ástþór Magnússon, 
sem reyndar komst ekki á kjör-
seðilinn, geta átt von á að þurfa að 
endurgreiða hluta af því fé sem safn-
aðist vegna framboða þeirra til ríkis-
sjóðs. Ástæðan er sú að öll nýttu þau 
sér svokölluð 900-númer við söfnun 
en slíkt er ekki heimilt samkvæmt 
lögum um fjármögnun stjórnmála-
flokka en lögin ná einnig utan um 
framboð til forseta.
Þær upplýsingar fengust hjá fram-
boði Þóru Arnórsdóttur að unnið 
væri að uppgjöri en númerið hefði 
aðeins verið opið í skamman tíma 
og því ætti eftir að koma í ljós hversu 
miklu yrði skilað. Herdís Þorgeirs-
dóttir birti reglulega upplýsingar um 
fjárframlög til framboðs síns á vef-
síðu sinni. Þar kemur fram 23 þús-
und króna framlag til framboðsins 
frá Símanum þann 8. júní. Leiða má 
að því líkur að upphæðin renni í rík-
issjóð enda ekki um rekjanlegt fram-
lag að ræða. Ástþór Magnússon nýtti 
slík númer samkvæmt upplýsingum 
frá Símanum. Ekki náðist í Ástþór til 
að spyrjast fyrir um hvernig söfnun-
in hafi gengið fyrir sig né hvað hann 
telji að endurgreiða verði mikið.
Erfitt er að rekja gjafir í gegn-
um síma og því ekki heimilt að nýta 
þá leið til söfnunar. Framboð Ara 
Trausta Guðmundssonar leitað-
ist eftir að nýta sér söfnunarnúmer 
til fjármögnunar á framboðinu en 
féll samkvæmt upplýsingum DV frá 
þeim áformum eftir að ljóst var að 
slíkt væri í raun ekki heimilt. 
Óheimilt er að veita viðtöku fjár-
framlögum frá fyrirtækjum ?að meiri 
hluta í eigu, eða undir stjórn, ríkis 
eða sveitarfélaga?. Við símasöfnun 
getur reynst erfitt að átta sig á hver 
raunverulegur greiðandi reiknings-
ins er og því talin hætta á að farið 
verði fram hjá þessu ákvæði. Sama á 
við um að ekki sé tekið fé frá erlend-
um lögaðilum. Ríkisendurskoðun 
mun fara yfir málið þegar uppgjör 
frambjóðenda liggja fyrir.
atli@dv.is
8  Fréttir 20. ágúst 2012  Mánudagur
M
arkmið okkar er að ýta 
undir þá víðtæku félags-
legu meðvitund sem er að 
verða til úti um allan heim 
í dag.? Þetta segir hinn 25 
ára gamli Pedro Noel frá Brasilíu sem 
undirbýr nú opnun á alþjóðlegri vef-
síðu fyrir uppljóstrara, undir nafn-
inu The Accociated Whistle Blowing 
Press. Áætlað er að samtökin verði 
með höfuðstöðvar hér á landi en 
helsta ástæðan fyrir staðsetningunni 
er hin svokallaða IMMI-löggjöf sem 
nú er í undirbúningi á Alþingi Ís-
lendinga. 
Tillögur IMMI ganga í stuttu máli 
út á það að taka bestu mögulegu lög-
gjöf víðs vegar að úr heiminum og 
búa til heildstæðan pakka sem tryggi 
málfrelsi, tjáningarfrelsi og upplýs-
ingafrelsi. Hugmyndin er til þess fall-
in að umbreyta landinu þannig að 
hér verði kjörið umhverfi fyrir þá fjöl-
miðla sem stunda rannsóknarblaða-
mennsku. The Accociated Whistle 
Blowing Press eru hugsuð sem eins 
konar regnhlífarsamtök utan um 
minni vefsíður sem settar verða á fót 
og munu bjóða uppljóstrurum upp á 
algjöra nafnleynd og tryggingu fyrir 
því að ekki sé hægt að rekja hvaðan 
upplýsingarnar komu. 
Opna bókhald heimsins
Pedro kom til Íslands í lok apríl ásamt 
samlanda sínum Aldo Falconi, en 
þeir hafa síðan þá unnið að verkefn-
inu í lítilli stúdíóíbúð á höfuðborgar-
svæðinu. Þeir eru þegar í sambandi 
við blaðamenn, lögfræðinga og 
áhugafólk um uppljóstranir og opna 
fjölmiðlun frá um fimmtán lönd-
um, en samtök þeirra eru þegar byrj-
uð að starfa á Spáni, í Frakklandi og 
Brasilíu. ?Ég er á því að hegðun fólk 
markist einna helst af því hvaða upp-
lýsingum það hefur aðgang að hverju 
sinni,? segir Pedro í samtali við DV. 
Með því að opna bókhald heimsins, 
það er opna á það sem falið er í skýr-
slum stórfyrirtækja og ríkisstjórna, 
megi breyta hegðun fólksins og 
þannig heiminum. ?Það er grunnur-
inn að því sem við viljum gera.?
Svo virðist sem IMMI-löggjöfin 
hafi þegar vakið mikla athygli utan 
landsteinanna en DV hefur fengið 
veður af því að fleiri aðilar séu komn-
ir til landsins gagngert til að fræðast 
meira um það sem hér er í undir-
búningi. Þingkonan Birgitta Jóns-
dóttir er einn helsti talsmaður IMMI 
á Alþingi, en þar hefur hún bent á að 
með því að innleiða löggjöfina geti 
Ísland boðið upp á framsækið um-
hverfi fyrir skráningu og starfsemi al-
þjóðlegra fjölmiðla og útgáfufélaga, 
sprotafyrirtækja, mannréttindasam-
taka og gagnaversfyrirtækja.
Forðast miðstýringu
Þegar talað er um uppljóstran-
ir tengja flestir það við lekasíðuna 
Wikileaks sem vakið hefur heil-
mikla athygli úti um allan heim síð-
ustu ár. Pedro segist alls ekki vera í 
samkeppni við Wikileaks sem hafi 
staðið sig með prýði, munurinn sé 
sá að samtök þeirra muni einbeita 
sér í meiri mæli að því að byggja 
sig upp í hverju samfélagi fyrir sig. 
Þannig er þegar til sérstök vefsíða 
fyrir Frakkland, Ítalíu, Spán og Bras-
ilíu og íslensk síða er vonandi í bí-
gerð. Samtökin hyggjast þannig forð-
ast miðstýringu, með því að fá hópa 
blaðamanna í mismunandi löndum 
til þess að koma á fót minni lekasíð-
um í hverju landi fyrir sig. 
Þannig er hugmyndin að íslensk-
ir blaðamenn samtakanna geti fjallað 
ítarlega um íslenska leka rétt eins og 
þeir frönsku takast á við það sem kem-
ur inn á borð til þeirra. Allir tengjast 
síðan undir regnhlíf The Accociated 
Whistle Blowing Press sem starfar eft-
ir íslenskum lögum. Pedro, sem hef-
ur verið sjálfboðaliði fyrir Wikileaks, 
tekur ekki fyrir samstarf með þeim. 
?Nei, við höldum öllum dyrum opn-
um, algjörlega.? Hann bætir við að 
nú þegar sé ákveðið samstarf í gangi 
á milli aðilanna en blaðamenn á veg-
um The Accociated Whistle Blowing 
Press eru sumir hverjir að rýna í leka 
frá Wikileaks og munu samtökin birta 
umfjallanir um það á næstunni. 
?Ísland er staðurinn?
?Þó að Ísland sé kannski ekki hinn 
fullkomni staður fyrir okkur í augna-
blikinu þá er þetta samt í rauninni 
besti staðurinn sem við gætum ver-
ið á,? segir Pedro og tekur fram að 
þrátt fyrir að IMMI sé ekki ennþá 
orðið að lögum þá sé allavega verið 
að reyna að koma afar metnaðarfull-
um breytingum í gegnum þingið hér 
á landi. Hann segir gríðarlega spill-
ingu ríkja í Brasilíu, þaðan sem hann 
kemur, og bendir á að löggjöf eins og 
IMMI myndi aldrei nokkurn tímann 
fara fyrir þingið þar í landi. 
Þá bendir hann á nýjustu fregnir af 
Julian Assange sem verið hefur í ein-
hvers konar stofufangelsi í sendiráði 
Ekvador síðustu mánuði. ?Samtök 
sem hvetja til uppljóstrana og hlúa að 
þeim eiga sífellt á hættu að á þau verði 
ráðist með pólitískum hætti. Þegar ég 
virði fyrir mér það sem er að gerast í 
tengslum við Wikileaks núna verð ég 
alltaf sannfærðari um að ég sé á rétta 
staðnum.? Hann minnist fregna frá 
eigin landi þar sem blaðamenn og 
uppljóstrarar hafa horfið í tengslum 
við skrif þeirra um viðkvæm mál. Slík-
ar sögur ítreki hversu mikilvægt það 
sé að hlúa að IMMI-löggjöfinni og því 
sem hún stendur fyrir ? frjálst flæði 
upplýsinga. 
Aðspurður um fyrstu mánuðina á 
Íslandi og hvernig þeir hafi reynst hon-
um segist Pedro vissulega hafa átt erfitt 
með að venjast allri birtunni í sumar. 
?En fólkið er okkur gott og velviljað og 
við ætlum að vera hérna áfram. Ísland 
er staðurinn fyrir okkur í dag.? n
?Ísland er 
staðurinn  
fyrir okkur í dag
Lekasíða verður 
til í stúdíóíbúð
n Félagar frá Brasilíu eru komnir til Íslands til að byggja upp fjölmiðlaveldi
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Vinna heima Brasilíumennirnir Pedro og Aldo leigja stúdíóíbúð á höfuðborgarsvæðinu en 
þar vinna þeir nótt og dag við undirbúning lekasíðu.
Fá ekki féð Þóra, Herdís og Ástþór nýttu 
sér 900-númer til að safna fé vegna fram-
boða sinna en slíkt er ekki heimilt samkvæmt 
lögum um fjármögnun framboða.
Áfengisauglýs-
ingabann hert
Viðlög við brotum á áfengisaug-
lýsingabanni verða hert veru-
lega gangi frumvarp Ögmundar 
Jónassonar innanríkisráðherra 
í gegn á Alþingi í haust. Sam-
kvæmt frumvarpinu verður sekt-
in allt að tíu milljónum króna auk 
þess sem reynt verður að koma í 
veg fyrir tilraunir til að fara fram 
hjá lögunum. Bannað verður að 
auglýsa vöru með ríkri tilvísun til 
áfengra vara. Þannig verður til að 
mynda bannað að auglýsa léttöl 
ef það er í sams konar umbúðum 
og sama tegund af bjór. Þá verður 
eftirlit með áfengisauglýsingum 
fært frá lögreglu til Neytendastofu 
og heimilt verður að ljúka málum 
með sekt. Neytendastofu verður 
einnig heimilt að leggja á 500 þús-
und króna dagsekt á fyrirtæki sem 
láta ekki af brotum.
Gnarr útnefnir 
borgartré
112 ára gamall gljávíðir var á 
sunnudag útnefndur borgartré 
Reykjavíkur af Jóni Gnarr borgar-
stjóra við hátíðlega athöfn í garði 
Hressingarskálans við Austur-
stræti. ?Garðurinn við Hressingar-
skálann er einn þekktasti einka-
garður frá lokum nítjándu aldar og 
stóð við hús Árna Thorsteinsson-
ar landfógeta í Reykjavík frá 1862. 
Garðurinn var nýttur til skrauts 
og nokkurra nytja og var jafnan 
kallaður Landfógetagarðurinn,? 
segir í tilkynningu frá Reykjavíkur-
borg. ?Gljávíðirinn hefur á þeim 
112 árum sem liðin eru séð tím-
ana tvenna og lifað af breytingar á 
öllu umhverfi sínu. Fyrir nokkrum 
árum hallaði hann sér út af í mikl-
um stormi og hvílir á styrkum 
stoðum og hefur náð að skjóta 
rótum að nýju. Hinir þykku armar 
jötunsins gamla eru börnum 
einstakt ánægjuefni við klifurleiki 
í garðinum,? segir enn fremur. Það 
er Skógræktarfélag Reykjavíkur í 
samstarfi við borgina sjálfa sem 
fer með val á borgartrénu.
Styttist í 
styrki
Umsóknarfrestur eftir styrk 
úr framkvæmdasjóði ferða-
mannastaða rennur út innan 
skamms, eða 10. september. 
Markmið og hlutverk sjóðsins 
er að stuðla að uppbyggingu, 
viðhaldi og verndun ferða-
mannastaða í opinberri eigu 
eða umsjón. Þá er sjóðnum 
ætlað að fjölga viðkomustöð-
um ferðamanna til að draga 
úr álagi á fjölsóttustu stöðun-
um. Verkefni til uppbyggingar, 
viðhalds eða verndunar á 
ferðamannastöðum koma öll 
til greina. Sjóðurinn er í hönd-
um innanríkisráðuneytisins og 
ferðamannastofu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32