Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						D
V greindi frá því í helgarblaði 
sínu að þrettán einstaklingar 
dvelja nú í fangelsum er-
lendis; flestir vegna fíkni-
efnamála. Þá hafa 17 íslensk-
ir ríkisborgarar í fangelsum erlendis 
óskað eftir að afplána dóma sína hér 
á landi frá árinu 2008; af þeim hafa 
13 verið fluttir til Íslands, tveir höfðu 
hafið reynslulausn erlendis áður en 
að flutningi kom, einum var synj-
að þar sem hann hafði notið fanga-
flutnings áður. Þá er ein beiðni um 
flutning til meðferðar í ráðuneytinu. 
Aðstæður fanganna í fangelsunum 
eru afar misjafnar en sem dæmi má 
nefna að evrópsk fangelsi þykja tals-
vert betri en þau sem eru til dæmis 
í Suður-Ameríku eða Asíu þar sem 
aðstæður þykja afar bágbornar og 
mannréttindabrot eru framin dag-
lega. Þetta er stór baggi á íslensku ut-
anríkisþjónustunni, en miklir pen-
ingar og mikill tími fer í að sinna 
málefnum Íslendinga sem komast í 
kast við lögin erlendis.
Takmörkuð áhrif
Á vef utanríkisráðuneytisins kemur 
fram að ef íslenskur ríkisborgari er 
handtekinn eða settur í fangelsi er-
lendis getur borgaraþjónusta ráðu-
neytisins aðstoðað viðkomandi. 
Samkvæmt alþjóðasamningi um 
ræðissambönd er það er réttur hvers 
manns í samskiptum við erlend yfir-
völd að fá að hafa samband við full-
trúa lands síns. Það er hins vegar al-
gjörlega í þeirra höndum að leita til 
íslenskra stjórnvalda. Ræðismenn 
og sendiráð Íslands víðs vegar um 
heiminn annast þessi mál. Þjónust-
an felst í því að hafa samskipti við 
hinn handtekna eða fangelsaða og 
hafa samband við ættingja, óski hinn 
handtekni eftir því. Þá er það einnig 
hlutverk borgaraþjónustunnar að 
huga að því hvort aðstæður hins 
handtekna eða fangelsaða séu ekki 
í samræmi við almennt viðurkennd-
ar réttarreglur. Ef lög eru brotin á 
honum, hann beittur illri meðferð, 
persónulegu öryggi hans ógnað eða 
honum mismunað getur borgara-
þjónustan haft samband við viðkom-
andi yfirvöld og krafist úrbóta.
Í máli Brynjars Mettinissonar 
hefur íslenska ríkið til dæmis beitt 
sér af miklum þunga, en aðstæður 
Brynjars þykja afar slæmar og ljóst 
að mannréttindi hans eru ekki virt í 
fangelsinu. 
Ríkið borgar ekki
Borgaraþjónustan eða íslenska rík-
ið getur ekki fengið íslenska rík-
isborgara látna lausa úr haldi eða 
borgað fyrir þá sektir en það getur 
aðstoðað þá við leit að lögfræðing-
um eða sérfræðingum sem gætu 
aðstoðað þá. Hins vegar greiðir rík-
ið ekki lögfræðikostnað fangans. Þá 
segir einnig á heimasíðu borgara-
þjónustunnar að að öllu jöfnu sé 
ekki hægt að fá betri meðferð fyrir ís-
lenskan ríkisborgara en aðrir njóta í 
því landi sem um ræðir. 
Að auki getur hún ekki kært 
ákvarðanir stjórnvalda fyrir hönd ís-
lensks ríkisborgara eða að öðru leyti 
haft afskipti af lögmætri meðferð 
mála frammi fyrir viðeigandi stjórn-
völdum eða rannsakað glæpi á er-
lendri grundu. Þá er það ekki í henn-
ar höndum að koma í veg fyrir að 
fanga verði vísað úr landi að lokinni 
handtöku eða fangelsisvistun eða sjá 
þeim fyrir nauðsynjavörum og/eða 
afþreyingarefni í fangelsinu. 
Gleymast ekki
Yfirleitt eru það ræðismenn Íslands 
sem sjá um að hafa samband við og 
beita sér í málum íslenskra fanga á 
erlendri grundu. Ræðismennirn-
ir starfa fyrir hönd Íslands, þeir eru 
gjarnan heimamenn í sínu landi, en 
eru almennt ólaunaðir starfsmenn 
og ræðismannstitillinn er yfirleitt að-
eins heiðurstitill. Þeir fá í einhverjum 
tilfellum greiddan útlagðan kostn-
að. Þeir vinna því að málefnum Ís-
lendinga launalaust. Sendiráðum 
Íslands hefur verið fækkað umtals-
vert á undanförnum árum og treyst-
ir utanríkisráðuneytið því í miklum 
mæli á ræðismenn sína í þeim ríkj-
um þar sem ekki eru sendiráð. Á 
Spáni má sem dæmi nefna finna 10 
ræðismenn eða vararæðismenn sem 
sinna þeim fjórum 
föngum sem utan-
ríkisþjónustunni er 
kunnugt um að dvelji á Spáni. Það 
hefur komið fyrir að Íslendingar eru 
handteknir eða lendi í vandræðum 
þar sem ekki eru starfandi ræðis-
menn Íslands. Í slíkum tilfellum er 
leitað til ræðismanna eða sendiráða 
annarra ríkja og þeir beðnir um að 
huga að málinu. Ræðismennirnir 
bera oft og tíðum upplýsingar á milli 
frá fjölskyldu til fanga og öfugt; koma 
til þeirra nauðsynjum eða gjöfum 
sem fjölskyldan vill senda og heim-
sækir þá í fangelsið og minnir þá á 
að þó svo að þeir dvelji í fangelsum 
langt frá vinum og fjölskyldu séu þeir 
enn íslenskir ríkisborgarar. n
Beita sér  
fyrir fanga
12  Fréttir 20. ágúst 2012 Mánudagur
n Íslenskir fangar eru ekki gleymdir n Ræðismenn vinna launalaust
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is
Með amfetamín
í sjampóbrúsa
Karlmaður á þrítugsaldri hefur 
að undanförnu setið í gæslu-
varðhaldi eftir að hann var 
stöðvaður við komu til landsins 
með mikið magn af amfetamíni. 
Maðurinn, sem er pólskur og 
hefur verið búsettur hér, var 
að koma frá Varsjá þegar toll-
gæslan stöðvaði hann við hefð-
bundið eftirlit í Leifsstöð. Hann 
reyndist vera með tæpt kíló af 
amfetamíni, sem hann hafði að 
hluta til innvortis og að hluta í 
tveimur sjampóbrúsum. Lög-
reglan á Suðurnesjum rannsak-
ar málið og er rannsókn vel á 
veg komin.
Níræður og 
ölvaður á bíl
Lögreglan á Suðurnesjum stöðv-
aði bifreið á ferð um umdæmið 
á fimmtudag þar sem grunur lék 
á að ökumaðurinn væri ölvaður. 
Lögreglumenn voru við umferð-
areftirlit þegar sást til bílsins 
sem ekið var yfir á öfugan 
vegarhelming, þannig að bifreið 
sem kom úr gagnstæðri átt 
þurfti að hægja á sér og víkja. 
Eftir að lögreglan hafði stöðvað 
för mannsins kom í ljós að hann 
var auk þess að vera ölvaður rétt 
tæplega níræður að aldri. Hann 
var handtekinn og sviptur bíl-
prófinu á staðnum.
Kannabisefni
og loftbyssur
Lögreglan á Suðurnesjum fann 
kannabisefni og tvær loft-
skammbyssur við húsleit í 
íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ 
á miðvikudag. Naut lögreglan 
liðsinnis fíkniefnaleitarhund-
ar sem vísaði á staðina þar sem 
efnin voru falin.
Í Reykjanesbæ hefur lög-
reglan einnig þurft að glíma 
við þó nokkur mál undanfarið 
þar sem reiðhjólum hefur ver-
ið stolið. Þrjár tilkynningar þess 
efnis hafa borist lögreglunni á 
Suðurnesjum á síðustu dögum. 
Á einu hjólanna var barnastóll, 
sem þjófurinn tók einnig. Um 
er að ræða dýr og góð reiðhjól 
og tjónið því tilfinnanlegt fyrir 
eigendur þeirra. 
Sýknaður Brynjar Mettinisson var fyrir nokkrum vikum sýknaður í Taílandi af ásökunum 
um fíkniefnamisferli. Hann bíður nú áfrýjunar en dvelur í fangelsi þar sem hann hefur sætt 
slæmri meðferð. 
Afplána erlendis Ræðismenn Íslands heimsækja fangana og minna þá á að þó svo að þeir dvelji í fangelsum langt frá 
vinum og fjölskyldu séu þeir enn íslenskir ríkisborgarar.
  17. ágúst sl.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32