Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						?SjálfSvíg eru erfiðaSti 
andStæðingurinn?
Hópkynlíf með nemendum
n Brittni Nicole Colleps misnotaði fimm unglingspilta
H
in 28 ára gamla Brittni Nicole 
Colleps, ensku kennari við 
g agn fræða skóla í bænum 
Kennedale, í Texas í Banda-
ríkjunum var á dögunum sakfelld 
fyrir að hafa stundað kynlíf með 
fimm nemendum sínum og fyr-
ir að hafa stundað hópkynlíf með 
sumum þeirra. Colleps var gert að 
sæta fimm ára fanga vist fyrir brotin, 
en hún þótti hafa misnotað traust 
drengjanna og mis notað þá kyn-
ferðislega. Þrátt fyrir að drengirn-
ir væru orðnir átján ára var ákveðið 
að ákæra Colleps, en lög í Texas 
kveða á um að hvort sem nemendur 
eru orðnir átján ára eða ekki er það 
glæpur ef kennari á í ástarsambandi 
við nemanda. Þykir Colleps í raun 
vera heppin þar sem kviðdómur 
dæmdi hana til lágmarksrefsingar, 
en brot af þessu tagi geta þýtt 20 ára 
fangelsi fyrir hvert brot fyrir sig. 
Colleps, sem er gift og þriggja 
barna móðir, hafði starfað í stutt-
an tíma í gagnfræðaskólanum þegar 
hún fór að misnota drengina. Upp 
komst um ástarsambönd henn-
ar við drengina þegar myndband af 
henni að stunda kynlíf með nokkrum 
drengjanna var sett á internetið. 
Colleps gekk sjálf inn á lögreglu-
stöðina í Kennedale og játaði brot 
sín í kjölfarið og greindi frá því að 
hún hefði boðið nemendum sínum 
að koma á heimili hennar. Á tveggja 
mánaða tímabilið á síðasta ári komu 
fimm drengir heim til hennar þar 
sem þau stunduðu kynlíf. 
Þrír gamlir nemendur hennar, 
sem báru vitni í réttar haldinu, kváð-
ust ekki líta á sjálfa sig sem fórn-
arlömb heldur sögðust hafa verið 
ástfangnir af kennaranum sínum. 
Tveir drengjanna sögðu frá því að 
sambandið hefði hafist með smá-
skilaboðum sem kennarinn og 
nemendurnir sendu sín á milli. Þau 
urðu fljótlega kynferðisleg. Þá lýsti 
einn nemendanna frá því hvern-
ig hann stundaði hópkynlíf ásamt 
Colleps og öðrum nemendum en 
það var hann sem tók upp mynd-
band af einni kynlífs athöfninni á 
farsímann sinn. 
astasigrun@dv.is
14 Erlent 20. ágúst 2012 Mánudagur 
É
g tel að það sé vel hægt að 
koma í veg fyrir að þessi líf 
týnist,? segir bandaríski her-
foringinn Lloyd J. Austin III. 
sem fer fyrir átaki innan Banda-
ríkjahers sem ætlað er til að berj-
ast gegn nýjum óvini. Sjálfsvígum 
hermanna. Óhugnanleg fjölgun 
hefur orðið á sjálfsvígum með-
al hermanna. Staðreyndin er nú 
orðin sú að miklu fleiri hermenn 
falla fyrir eigin hendi en falla í bar-
dögum á vígvöllum víðs vegar um 
heim þar sem Bandaríkin standa í 
stríðsrekstri.
Versti mánuðurinn
Þrjátíu og átta hermenn, sem ým-
ist sinna skyldustörfum eða eru í 
varaliði hersins, sviptu sig lífi í síð-
asta mánuði. Júlí er versti mánuð-
urinn hvað sjálfsvíg hermanna 
varðar síðan Pentagon hóf að birta 
tölur yfir þennan málaflokk árið 
2009. Ef fram heldur sem horfir 
munu 200 hermenn svipta sig lífi 
á árinu. Það yrði langhæsta tíðni 
sjálfsvíga í bandaríska hernum í 
áratug.
?Sjálfsvíg eru erfiðasti and-
stæðingurinn sem ég hef þurft að 
glíma við á 37 ára ferli mínum í 
hernum,? segir Austin. En það er 
ekki bardagi sem hann ætlar að 
tapa.
Í júlí sviptu 26 hermenn í þjón-
ustu sig lífi en við þá tölu bætast 12 
þjóðvarnarliðsmenn og hermenn 
úr varaliði Bandaríkjahers, það er, 
hermenn sem voru ekki í þjónustu 
einmitt þegar þeir frömdu sjálfs-
víg. Þetta eru tvöfalt fleiri hermenn 
en féllu til að mynda í bardögum í 
Afganistan í júlí.
Ekki sátt um leiðir
Sérfræðingar eru heldur ekki á 
einu máli um hvernig bregðast 
megi við þessu. Washington Post 
hefur eftir félagsráðgjafanum Kim 
Ruocco að herinn reyni allt hvað 
hann geti, en það þurfi meiri pen-
ing, meiri mannafla til og að gera 
geðheilsu hermanna hærra undir 
höfði. ?Það eru enn of mörg göt í 
þjónustunni sem veitt er og of löng 
bið fyrir hermenn sem þó leita sér 
aðstoðar.?
Frank Ochberg, prófessor í 
klínískum geðlækningum við 
Michigan State-háskólann, tel-
ur að vandinn sé annar og meiri. 
?Ég tel að við getum ekki bara hent 
fleiri geðlæknum, sálfræðingum 
og félagsráðgjöfum í vandann og 
það lagi allt.?
Hann telur að til að fækka sjálfs-
vígum í hernum þurfi að útrýma 
fordómum og skömm sem ríki 
gagnvart geðrænum vanda í sam-
félagi hermanna. ?Kúltúrinn auð-
veldar engum að leita sér aðstoð-
ar,? segir Ochberg í Washington 
Post. Herforinginn Austin tekur 
undir þetta og segir að hvetja þurfi 
hermenn enn frekar til að leita sér 
aðstoðar þegar svartnættið sækir 
að þeim. Bandaríski herinn verður 
seint sagður halda að sér höndum 
hvað þetta varðar. Ákveðið hefur 
verið að verja 50 milljónum dala, 
nær sex milljörðum króna, í bar-
áttuna gegn sjálfsvígum.
Sláandi tölur
Í fyrra greindu bandarískir fjöl-
miðlar frá því að árið 2010 hefði 
?Kúltúrinn 
auðveldar 
engum að leita 
sér aðstoðar
n Miklu fleiri hermenn svipta sig lífi en deyja á vígvellinum        n Júlí versti mánuðurinn í áratug
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Fallnir félagar Banda-
rískir hermenn glíma við sinn 
erfiðasta andstæðing hingað 
til. Geðræn vandamál sem 
ásækja þá marga eftir áratug 
á og við vígvöllinn. Vandamál 
sem draga þá marga til 
dauða.
Áföll og streita Margir hermenn ná 
sér aldrei eftir þjónustuna. Það sem þeir 
hafa reynt og séð í blóðugum átökum er 
erfitt að losna við úr martröðunum.
Fór sjálf og játaði 
Brittni játaði brotið eftir að 
myndband þar sem hún sást 
stunda hópkynlíf fór á netið.
Chapman 
vill frelsi
Mark David Chapman, morðingi 
Johns Lennon, mun í næstu viku 
í sjöunda skipti síðan árið 2000 
geta sótt um reynslulausn. Á hann 
bókaðan fund með fangelsismála-
yfirvöldum í New York í næstu 
viku þar sem ákvörðun verður tek-
in um hvort hann hljóti frelsið á 
nýjan leik. Samkvæmt fréttaveitu 
Reuters er búist við að ákvörðun 
um málið liggi fyrir í síðasta lagi á 
föstudag. 
Það eru 32 ár síðan Chapman 
skaut Lennon fjórum sinnum 
fyrir utan íbúð tónlistarmanns-
ins goðsagnakennda í New York-
borg. Hann hlaut dóm til 20 ára 
til lífstíðar. Síðast sótti hann um 
reynslulausn árið 2010 og miðað 
við afstöðu skilorðsnefndarinnar 
þá, á hann ekki von á góðu í vik-
unni.
Harmleikur 
í Súdan
Á fjórða tug manna létust þegar 
farþegaflugvél hrapaði í suður-
hluta Súdan á sunnudagsmorgun. 
Meðal hinna látnu er minnst einn 
ráðherra úr ríkisstjórn landsins 
og er óttast að hugsanlega hafi 
fleiri ráðamenn verið í vélinni, að 
því er Reuters-fréttastofan grein-
ir frá. Voru þeir á leið á íslamska 
trúarhátíð þegar slysið varð. Þegar 
þetta er skrifað liggur ekki fyr-
ir hvort vélin sem fórst var í eigu 
ríkisflugfélagsins Sudan Airways 
en vélar þess hafa undanfarin ár 
 ítrekað lent í slysum.
Drepnir í 
verkfalli
Mikil reiði ríkir í Suður-Afríku eftir 
að lögreglumenn skutu á námu-
menn í verkfalli á fimmtudag. 34 
voru skotnir til bana og 78 særðir. 
Um er að ræða starfsmenn hvíta-
gullsnámu breska fyrirtækisins 
Lonmin í norðvesturhluta Suð-
ur-Afríku. Námumennirnir krefj-
ast betri kjara en atburðirnir hafa 
magnað reiðina til muna. Ættingj-
ar hinna látnu segja að yfirvöld 
hafi ekki gefið út lista yfir nöfn 
þeirra sem létust en samkvæmt 
BBC hefur fjöldi kvenna farið á 
milli spítala og líkhúsa til að leita 
að látnum fjölskyldumeðlimum 
sínum án árangurs.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32