Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Sandkorn
M
eðferð rússneskra stjórn-
valda á þremenningun-
um í Pussy Riot hefur vak-
ið athygli um allan heim. 
Þrjár ungar konur sem skil-
greina sig sem femíníska aktívista voru 
dæmdar fyrir pólitískan gjörning í rúss-
nesku rétttrúnaðarkirkjunni þar sem 
þær fluttu pönkbæn, ákall til heilagrar 
Maríu um að frelsa Rússland undan 
ofurvaldi Pútíns. Konunum blöskraði 
hvernig Pútín beitir valdi sínu í gegn-
um kirkjuna og vildu mótmæla því 
með táknrænum hætti. Þannig að þær 
fóru með pönkbæn við altarið, sungu 
og dönsuðu, klæddar kjólum og litrík-
um sokkabuxum með andlitið hulið á 
bak við lambhúshettur. 
Þær voru reyndar fleiri sem fram-
kvæmdu gjörninginn og eftir að þær 
fengu fylgd öryggisvarða úr kirkjunni 
voru þær allar frjálsar ferða sinna. Það 
var ekki fyrr en myndband af gjörn-
ingnum vakti umtal á internetinu að 
tvær úr hópnum voru handteknar og 
færðar í fangaklefa, þær virtust hafa 
verið valdar af handahófi og seinna var 
sú þriðja handtekin. Í fangelsi þurftu 
þær að dúsa á meðan þær biðu þess 
að formleg kæra yrði lög fram og fengu 
hvorki að sjá börn sín né maka í fimm 
mánuði. Refsingin var tveggja ára fang-
elsi fyrir óspektir og trúarhatur. 
Um alvarlega atlögu að tjáningar-
frelsinu er að ræða og meðferðin á kon-
unum þremur hefur verið fordæmd 
um allan heim, meðal annars á Íslandi. 
Borgarstjórinn í Reykjavík og ísfirskar 
húsmæður hafa látið mynda sig með 
lambhúshettur. Björk slóst í hóp heims-
þekktra listamanna sem hafa sent frá 
sér stuðningsyfirlýsingu og Bandalag 
íslenskra listamanna sendi frá sér ákall 
til rússneskra stjórnvalda þar sem þess 
var óskað að konurnar yrðu látnar laus-
ar úr haldi. Þá hafa bæði Ögmundur 
Jónasson innanríkisráðherra og Össur 
Skarphéðinsson utanríkisráðherra 
sagt að málið sé brot á mannréttind-
um þessara kvenna. ?Í lýðræðissamfé-
lagi þá eiga borgararnir að geta móðg-
að valdhafana án þess að vera stungið í 
dýflissu. Þannig að ég lýsi hryggð minni 
yfir þessum atburði,? sagði utanríkis-
ráðherrann.
Það skýtur því skökku við að nú hafa 
fjórir Íslendingar verið kærðir fyrir að 
mótmæla meðferðinni á Pussy Riot. 
?Ég var svo bláeygð að halda að maður 
mætti bara mótmæla,? sagði einn fjór-
menninganna, Snærós Sindradóttir. 
Brot þeirra var að draga rússneska fán-
ann niður úr fánastöng sendiráðsins og 
draga upp lambhúshettu í anda Pussy 
Riot í staðinn. Lögreglan hefur það 
hlutverk að vernda erlend sendiráð hér 
á landi og rannsakar nú hvort mótmæl-
endurnir hafi með þessu smánað er-
lenda þjóð opinberlega. Það er refsivert 
samkvæmt lögum en enn er óvíst hvort 
ákæra verði gefin út í málinu. 
Auðvitað eiga allir að fylgja lögum. 
En mótmælin fóru fram með friðsam-
legum hætti og það að smána ein-
hvern er mjög afstætt og teygjanlegt 
hugtak. Rétturinn til þess að tjá skoð-
anir sínar sem varinn er í stjórnar-
skrá Íslands hlýtur að vega þyngra. Í 
ofanálag stóð rússneska sendiráðinu 
eða starfsmönnum þess aldrei ógn af 
þessum gjörningi íslensku mótmæl-
endanna og því synd að sjá málið fara 
í þennan farveg. Það að kalla mót-
mælendur á Íslandi í yfirheyrslur hjá 
lögreglu fyrir að mótmæla skertu tján-
ingarfrelsi í Rússlandi er í senn kald-
hæðnislegt og sorglegt, hreint og klárt 
ofbeldi. 
Svona fá mótmælendur sem berjast 
fyrir mannréttindum stimpil óeirða-
seggja. Það er það sem gerðist í Rúss-
landi. Konurnar í Pussy Riot mótmæltu 
ógnarstjórn og heimamenn eru margir 
hverjir sammála skilaboðum þeirra, 
en þar sem þeir eru ósáttir við vettvang 
gjörningsins eru þeir ófærir um að 
meðtaka þau eða styðja þær í baráttu 
sinni fyrir auknum réttindum. Þegar 
það skiptir meira máli hvar, hvenær og 
hvernig orð eru sögð en hvað er sagt 
verður ansi auðvelt að afskrifa eða af-
skræma óþægilegan sannleika. 
Til þess að knýja fram breytingar 
og vekja athygli á óréttlæti þarf hins 
vegar stundum að færa víglínur og ögra 
valdhöfum. Í viðtali við Spiegel On-
line sagði eiginmaður einnar úr Pussy 
Riot-hópnum að hann vonaðist til að 
málið myndi vekja athygli umheims-
ins á aðstæðum í Rússlandi og hjálpa 
í baráttunni fyrir bættu samfélagi. 
Ósk hans var sú að fjögurra ára dóttir 
þeirra myndi búa í Rússlandi þar sem 
dómstólar væru sjálfstæðir, lögreglan 
heiðarleg, kosningar lýðræðislegar og 
félagslegt öryggisnet sem hægt væri að 
treysta á væri til staðar. 
Íslendingar sem kenna sig gjarna 
við frið og frelsi ættu frekar að leggja 
lóð sitt á vogarskálarnar en að eltast við 
meinlausa mótmælendur.
Blessun Jóhönnu
n Katrín Júlíusdóttir er vænt-
anleg úr fæðingarorlofi sínu 
á næstu dögum. Víst er að 
hún hefur 
hug á því að 
halda áfram 
í stjórnmál-
um. Hermt er 
að þessa dag-
ana sé hún 
að ráðgast við 
stuðningsmenn sína um það 
hvernig baráttunni verði hátt-
að. Ekki er ólíklegt að hún geri 
atlögu að Árna Páli Árnasyni og 
krefjist oddvitasætisins í krag-
anum. Þá er hún sögð vera 
heit fyrir formannsstólnum að 
því tilskyldu að hún fái bless-
un Jóhönnu Sigurðardóttur, nú-
verandi formanns. 
Bandalag 
þingmanna
n Björgvin Guðni Sigurðsson, 
þingmaður Samfylkingar í 
Suðurkjördæmi, hefur verið 
lítt áberandi allt frá því hann 
hrökklaðist úr ráðherraemb-
ætti. Til eru þeir sem spá hon-
um falli í komandi kosning-
um. Aðrir benda á að hann 
sé sannkallað hörkutól í próf-
kjörum. Vandinn kann að 
verða sá að Oddný Harðardóttir 
fjármálaráðherra er keppi-
nautur hans. Á móti kemur 
að Róbert Marshall færir sig til 
Reykjavíkur og fullyrt er að 
þeir séu í fóstbræðralagi. 
Hanna Birna sterk
n Reiknað er með að Hanna 
Birna Kristjánsdóttir, leiðtogi 
borgarstjórnarflokks Sjálf-
stæðisflokksins, muni taka 
eitt af efstu sætunum í próf-
kjöri sjálf-
stæðismanna 
í Reykja-
vík. Hrollur 
mun vera í 
fjandvinun-
um Illuga 
Gunnarssyni 
og Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem 
fyrir eru á fleti. Hanna tapaði 
tiltölulega naumlega í for-
mannsslagnum við Bjarna 
Benediktsson og stendur því 
sterk. Reiknað er með að hún 
muni gera aðra atlögu að for-
manninum eftir að hún hef-
ur komið sér fyrir á þingi og 
þá jafnvel sem fyrsti þing-
maður Reykvíkinga. En hún 
mun mæta harðri andspyrnu 
Bjarnamanna í komandi próf-
kjöri. 
Fagrar dætur
n Páll Magnússon útvarpsstjóri 
er ekki tæknilega séð falleg-
ur. Þetta fullyrti Gissur Sig-
urðsson, morgunfréttamaður 
Bylgjunnar, í 
Bítinu á föstu-
dag. Kveikjan 
að þeirri pæl-
ingu var sú að 
Gissur slys-
aðist til að sjá 
dóttur Páls, 
Hildi Sif, á sjónvarpsskjánum. 
Þótti fréttahauknum konan 
bera af í þokka og botnaði 
síðan ekkert í því hvaðan feg-
urðin kæmi. Nefndi hann að 
iðulega væri himinn og haf 
á milli útlits feðra og dætra. 
Í framhaldinu viðurkenndi 
hann síðan að hans eigin 
dóttir hefði verið kosin feg-
urðardrottning. 
Hún þekkir 
þessar sögur
Íris Kristinsdóttir söng- og leikkona á fimm börn. ? DV Noomi Rapace heldur upp á Njálu. ? DV
Ofbeldið gegn mótmælendunum
Leiðari
Ingibjörg Dögg 
Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is)  Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) 
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is)  Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)  
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is)  Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is)  Umbrot: DV  Prentun: Landsprent  Dreifing: Árvakur  DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
16  20. ágúst 2012 Mánudagur
V
iðbrögðin við voðaverkunum 
í Osló og Útey í Noregi hinn 
22. júlí í fyrra þar sem alls 77 
einstaklingar féllu fyrir hendi 
fjöldamorðingja hafa vakið 
margar siðferðilegar spurningar.
Í fyrsta lagi hafa sjálf réttarhöldin 
orðið mönnum umhugsunarefni. Var 
það rétt að hafa fjöldamorðingjann 
eins sýnilegan og raun bar vitni þar 
sem hann baðaði sig í kastljósi fjöl-
miðla daglangt vikum saman og virt-
ist njóta þess, sperrtur og drýginda-
legur?
Sjálfur hafði ég um þetta efasemd-
ir í ljósi þess sem gerst hafði. Hitt 
sjónarmiðið heyrði ég líka frá Norð-
mönnum sem vel þekkja til, að með 
sýnileika réttarhaldanna hefði Anders 
Behring Breivik verið raunveruleika-
gerður ? handjárnaður, ósköp smár í 
öllu tilliti ? og þannig komið í veg fyrir 
að hann yrði að hulinni ógn, óþekktur 
maður, ósýnileg ófreskja. Þetta fund-
ust mér sannfærandi rök.
Brotalamir lagaðar
Eftir útgáfu skýrslu um viðbrögð yf-
irvalda við voðaverkunum í Osló og 
Útey hefur þessi umræða kviknað 
enn á ný, að þessu sinni snýr hún að 
brotalömum í kerfinu, hvernig lög-
regla og stjórnmálamenn eigi að axla 
ábyrgð og hvort og þá hvernig koma 
megi í veg fyrir voðaverk sem þetta.
Í skýrslunni kemur fram gagnrýni 
á boðleiðir og langan viðbragðstíma 
innan lögreglunnar, nokkuð sem lög-
reglan norska hefur að sjálfsögðu tek-
ið til gagngerrar skoðunar og endur-
skipulagningar frá því atburðirnir 
áttu sér stað. Í framhaldi af skýrslunni 
hefur lögreglustjórinn í Osló sagt af 
sér og heyra má ákall um að fleiri stígi 
til hliðar. Alltaf má deila um það hver 
réttu viðbrögðin eru að þessu leyti en 
sjálfur er ég ekki fylgismaður afsagnar 
vegna formsins eins. 
Valdstjórnaraðferðin
Krafa um afsögn ?yfirmanna? er ekki 
aðeins af siðferðilegum toga held-
ur byggir hún einnig á kröfum vald-
stjórnar-samfélags þar sem toppur-
inn á píramídanum á að svara fyrir þá 
sem neðar standa.
Í mínum huga felst hin raunveru-
lega ábyrgð í því að laga þær brotala-
mir sem komið hafa í ljós, eins og 
Norðmenn leitast við að gera og hafa 
gert. Öðru máli gegnir ef menn hafa 
gerst brotlegir við lög í sínu starfi. Slíkt 
á að sjálfsögðu að leiða til afsagna 
og uppsagna og eftir atvikum til rétt-
arhalda. 
Menn vilja ganga mislangt í kerfis-
lægum lagfæringum. Það á við hér á 
landi ekkert síður en í Noregi. Sjálf-
um finnst mér eðlilegt að búa svo um 
hnúta að drápstól, byssur og sprengj-
ur séu ekki auðveldlega aðgengileg. 
Tillögur að slíkum lagabreytingum hef 
ég lagt fram á Alþingi með frumvarpi 
til vopnalaga. Þá hef ég viljað efla 
heimildir til rannsókna á skipulegri 
glæpastarfsemi. En þar dreg ég mörk-
in. Að mínu mati eiga kerfislægar 
breytingar sér takmörk. Við þurfum 
að spyrja þeirrar grundvallarspurn-
ingar hversu langt eigi að vera hægt að 
ganga í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn 
voðaverkum. 
Öllum refsað
Slíkar aðgerðir geta kallað á þannig 
eftirlit að þjóðfélaginu yrði umbylt 
í lögregluríki í neikvæðri merkingu 
þess orðs, þar sem allir yrðu undir eft-
irliti öllum stundum.
Þannig brugðust bandarísk yfir-
völd við í forsetatíð George W. Bush 
í kjölfar hryðjuverkaárásanna á New 
York í september 2001. Þar var grip-
ið til víðtækra eftirlitsaðgerða. Þannig 
varð refsingin allra.
Betur hugnast mér leið Norð-
manna. Frelsi og lýðræði var þeirra 
svar við ofbeldinu, ekki að loka sam-
félaginu og stórauka eftirlit. Voðaverk-
ið skyldi ekki verða til þess að veikja 
lýðræðið heldur þvert á móti ætti að 
leitast við að styrkja það og efla; það 
mætti ekki undir neinum kringum-
stæðum láta þennan hryllilega atburð 
verða til þess að grafa undan opnu 
lýðræðissamfélagi. 
Þess vegna skýtur skökku við þegar 
norska stjórnarandstaðan setti fram 
þá kröfu eftir að fyrrnefnd skýrsla kom 
út að forsætisráðherrann, Jens Stol-
tenberg, segði af sér vegna málsins. 
Með slíku er verið að draga umfjöllun 
um hræðilegt mál ofan í hefðbundnar, 
pólitískar skotgrafir; fjöldamorðingi 
gerður að tæki til að ?veikja? ríkis-
stjórn. Samkvæmt skoðanakönnun-
um er norska þjóðin þó á öðru máli. 
Yfirveguð viðbrögð norskra stjórn-
valda hafa þegar á heildina er litið 
vakið aðdáun fremur en hitt. 
Ekki á kostnað lýðréttinda
En jafnan þegar áföll dynja yfir rísa 
upp öfl sem vilja nota tækifærið til að 
fá sínu framgengt. Kanadíski þjóð-
félagsrýnirinn Naomi Klein skrifaði 
fræga bók um þetta, Shock Doctrine. 
Í þeirri bók voru menn á borð við Ge-
orge W. Bush í aðalhlutverki. Hann 
notaði hryðjuverk sem vöktu óhug til 
að efla eftirlitsþjóðfélagið á kostnað 
almennra lýðréttinda. Það hafa Norð-
menn ekki látið henda sig. Þess vegna 
dáist ég að Norðmönnum.
Dáist að Norðmönnum?Í mínum 
huga felst 
hin raunverulega 
ábyrgð í því að laga 
þær brotalamir sem 
komið hafa í ljós
Kjallari
Ögmundur Jónasson 
innanríkisráðherra skrifar
Hún hjálpar 
mér mikið

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32