Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						26  Fólk 20. ágúst 2012  Mánudagur 
Pete Burns í reðasafninu
n Tók upp sjónvarpsþátt fyrir BBC
H
inn litríki Pete Burns er stadd-
ur á Íslandi að taka upp efni 
fyrir sjónvarpsþátt sem er í bí-
gerð hjá breska ríkissjónvarp-
inu BBC. Burns var í Hinu íslenzka 
reðasafni á föstudag ásamt tökuliði en 
mikil leynd ríkti yfir tökunum og vildu 
Pete og fylgdarlið hans ekkert segja 
um dagskrárgerðina þegar DV bar að 
garði. Þátturinn mun vera skammt á 
veg kominn og aðeins með vinnuheiti.
Pete Burns er ansi skrautlegur 
persónuleiki og þekktastur sem aðal-
söngvari hljómsveitarinnar  Dead or 
Alive sem sló í gegn með smellinum 
You Spin Me Round (Like a Record) á 
níunda áratugnum. Burns vakti ekki 
síst athygli fyrir kvenlega ímynd sína 
sem hefur ágerst með árunum og hefur 
hann haldið henni við með fjölda lýta-
aðgerða. Burns hefur sagt hörmungar-
sögu sína af lýtaaðgerðum í sjónvarps-
þáttum og í ævisögu sinni en Burns 
eyddi nánast öllum fjármunum sínum 
í aðgerðir eftir að lýtaaðgerð á vörum 
hans mistókst. Burns sakaði Boy Ge-
orge um að hafa stolið ímynd sinni á 
sínum tíma en sá síðarnefndi náði tölu-
vert meiri vinsældum í tónlistinni.
Burns skaut aftur upp á stjörnuhim-
ininn í Bretlandi árið 2006 þegar hann 
tók þátt í Celebrity Big Brother. Þættirn-
ir eru mjög vinsælir þar í landi og þá 
sérstaklega þessi þáttaröð þar sem voru 
einnig fyrirsætan Jodie Marsh, körfu-
boltamaðurinn Dennis Rodman og 
Baywatch-stjarnan Tracy Bingham en 
Burns og bomburnar tvær rifust heift-
arlega í þáttunum. Í kjölfar þáttanna var 
Burns með sinn eigin sjónvarpsþátt og 
hefur unnið við hitt og þetta í tengslum 
við sjónvarp. asgeir@dv.is
Þ
að gerðist kannski í svona tíu 
mínútur. En alls ekki meira 
en það. Ég er svo ótrúlega 
sátt við þann stað sem ég er 
á í lífinu í dag,? segir stangar-
stökkvarinn Þórey Edda Elísdóttir 
þegar hún er spurð hvort hana hafi 
ekki klæjað í fingurna þegar hún 
fylgdist með Ólympíuleikunum í 
London á dögunum. 
Þórey Edda hefur keppt á þrenn-
um ólympíuleikum en hefur nú lagt 
skóna á hilluna eftir langan og far-
sælan feril. Leikarnir í London voru 
hennar fjórðu ólympíuleikar en í ár 
fór hún sem liðsstjóri íslenska frjáls-
íþróttahópsins. ?Ég viðurkenni að 
hafa fengið smá fiðring þegar ég gekk 
fyrst inn á völlinn með Óðni [Birni 
Þorsteinssyni] kúluvarpara,? segir 
Þórey Edda sem fylgdist að sjálfsögðu 
vel með stangarstökkinu. ?Ég þekkti 
nokkrar og hélt auðvitað með þeim. 
Svo sá ég líka gamla þjálfara og fleiri 
sem ég hef kynnst í gegnum íþróttina 
eftir allan þennan tíma. Þetta var 
bara ótrúlega gaman.?
Þórey viðurkennir að hafa stund-
um kviðið fyrir því að hætta á meðan 
hún var ennþá að keppa. ?Ég hugsaði 
oft um það hvernig mér ætti eiginlega 
eftir að líða en sem betur fer ég er 
bara ofsalega sátt. Þetta var yndisleg-
ur tími. Ég lærði svo margt og upplifði 
svo margt. En ég er búin með þenn-
an pakka og er tilbúin að takast á við 
næsta verkefni,? segir Þórey Edda sem 
er tveggja barna móðir í mastersnámi 
í verkfræði auk þess sem hún starfar 
fyrir Frjálsíþróttasamband Íslands. 
Aðspurð segir hún íslensku kepp-
endurna hafa staðið sig með prýði 
á leikunum. ?Þau stóðu sig öll al-
veg ágætlega. Liðið skilar aldrei af 
sér 100 prósent frammistöðu. Það er 
ekki hægt að biðja um það. Krakk-
arnir í frjálsum stóðu sig vel. Allavega 
tvö af þremur. Þótt það hafi engin 
medalía skilað sér í þetta skiptið þá 
var sett Íslandsmet auk þess sem 
Kári Steinn stóð sig vel í maraþon-
inu. Englendingarnir stóðu sig mjög 
vel í skipulagningunni. Þetta mót 
tókst framar vonum. Þeir voru sjálfir 
hálfhissa á hvað þetta heppnaðist allt 
saman vel. Allavega var þetta flottasta 
lokahátíðin sem ég hef séð. Þarna var 
öllu tjaldað til. Allir sjálfboðaliðar 
brostu og voru almennilegir og hjálp-
samir. Fólk tók sér frí frá vinnu til að 
hjálpa. Svo voru sumir heppnir og 
fengu að halda á fötunum hans Bolt 
á meðan aðrir lentu úti á bílastæði.?
Þetta var í fyrsta skiptið sem 
Þórey Edda fer sem liðstjóri. ?Það 
er aldrei að vita nema ég geri þetta 
aftur. Allavega væri ég meira en til 
í það ef ég yrði aftur beðin um það. 
Ég vona að ég hafi staðið mig ágæt-
lega en efast ekki um að það sé hægt 
að verða betri liðsstjóri með æf-
ingunni.?
indiana@dv.is
n Þórey Edda Elísdóttir var liðsstjóri íslenska frjálsíþróttahópsins á ÓL 2012
Alsátt á 
hliðArlínunni
?En ég er búin með 
þennan pakka og 
er tilbúin að takast á við 
næsta verkefni.
Fjórðu ólympíuleikarnir 
Þórey Edda fór á leikana í ár sem 
liðsstjóri frjálsíþróttahópsins.
Stangastökkvari 
hefur hefur lagt skóna 
á hilluna eftir langan 
og farsælan feril.
Liðsstjóri Þórey Edda er 
meira en til í að fá tækifæri til 
að verða enn betri liðsstjóri.
Pete Burns 
Var á reðasafn-
inu á föstudag.
Steig dans á 
Laugaveginum
Högni Egilsson, söngvari 
Hjaltalín og meðlimur Gus 
Gus, var heldur betur hress á 
Laugaveginum í blíðviðrinu á 
föstudaginn. Þrátt fyrir sum-
arhitann var hann klædd-
ur dökkbláum frakka og 
með barðastóran hatt. Hann 
vakti þó ekki bara athygli fyr-
ir klæðaburðinn heldur tók 
hann upp á því að stíga dans 
á Laugaveginum og valhopp-
aði svo áfram með ljóshærða 
stúlku sér við hlið.
Högni hefur vakið tölu-
verða athygli fyrir frumlegan 
klæðaburð upp á síðkastið 
og ber gjarnan hattinn sem 
hann var með á Laugavegin-
um. Hann skartaði honum 
til að mynda á Grímunni og 
töldu einhverjir að hann væri 
að reyna að dulbúa sig.
Safnar skeggi
Hinn sólbrúni og sællegi 
Árni Páll Árnason, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, skart-
ar nú orðið gráleitu alskeggi. 
Það er orðið töluvert meira en 
þriggja daga skegg og virðist 
þingmaðurinn vera að prófa 
sig áfram með nýtt útlit. Hann 
fetar þar í fótspor flokksfé-
laga síns Dags B. Eggertsson-
ar, formanns borgarráðs, sem 
einnig hefur látið sér vaxa 
skegg.
Árni Páll er þekktur fyrir 
að vera ansi dökkur á hörund 
allt árið um kring af Íslendingi 
að vera og hefur gjarnan verið 
skotið á hann vegna þess. Það 
er spurning hvort skeggið er 
útspil hjá honum til að hylja 
sólbrúnkuna.
Emma  
í Einveru
Breska leikkonan Emma 
Watson þykir mikið tísku-
tákn um víða veröld. Eins og 
flestir vita er leikkonan unga 
stödd hér á landi við tökur á 
stórmyndinni Noah. Emma 
notaði frítíma sinn meðal 
annars til að kíkja í búðir á 
Laugaveginum og skoða ís-
lenska hönnun. KALDA 
tískusysturnar í Einveru, þær 
Katrín Alda og Rebekka, 
vöktu athygli leikkonunnar 
en Emma stoppaði í verslun-
inni og leit á úrvalið. Emma 
Watson er frægust fyrir hlut-
verk sitt í Harry Potter en 
hún hefur einnig starfað sem 
fyrirsæta fyrir Burberry.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32