Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Page 32
32 Menning Vikublað 10.–12. júní 2014 17 fengu styrk Sautján verkefni fengu styrk úr hönnunarsjóði Hönnunarmið- stöðvar Íslands. Upphæðin nam alls 17,5 milljónum króna og voru flestir styrkir um ein til tvær millj- ónir króna. 2,5 milljónir hlaut fatahönnuðurinn Bóas Kristjáns- son fyrir kynningu á vörumerki sínu á alþjóðlegum hátísku- markaði. Meðal verkefna sem hlutu styrki eru þróun á nýjum fata-, vöru- og húsgagnalínum. Þá hlutu fatahönnunarfyrirtæki, grafískir hönnuðir, vöru- og hús- gagnahönnuðir, leirkerahönnuð- ir og hönnunargallerí styrki til markaðssetningar erlendis. Styrkt er til úgáfu á upplýsingariti um hlutverk arkitekta, sem og sýn- ingarhalds á landsbyggðinni. Styrkirnir dreifast jafnt til ungra hönnuða og þeirra reyndari sem hyggja á frekari landvinninga. Óbærileg ást Dúettinn UniJon sendi frá sér ný- lega lagið Falling. Lagið samdi, Uni eða Unnur Lárusdóttir, til eiginmanns síns, Jóns Tryggva, sem skipar hinn helming dúetts- ins. Lagið má nálgast á síð- unni unijon.com en þar segir: „Hefurðu einhvern tímann elskað einhvern svo mikið að tilhugs- unin um meiri ást verður óbæri- leg? Svo óbærileg að hjartað þolir ekki lengur við en svo vaknarðu degi síðar enn meira ástfangin! Í andardrætti ástarinnar felst í senn vegur undrunar, hamingju og sorgar ... UniJon skorar á þig til að fljúga á vængjum ástarinn- ar og opna á alla möguleika og treysta því að lífið færir þér allar veigar til að verða hamingusöm manneskja!“ W akka Wakka er brúðu- leikhús sem sérhæfir sig í leiksýningum fyrir full- orðna og hefur starfað síðan 2001 með aðsetur í New York. Aðstandendur þess koma úr ýmsum áttum, en ein helsta sprautan að þessu sinni sem áður er Norðmaðurinn Kirjan Waage sem hannar brúðurnar og íslenska leik- konan Andrea Ösp Karlsdóttir sem bæði leika í sýningunni. Leikhúsið hefur unnið til margvíslegra viður- kenninga og verðlauna fyrir verk sín enda er hér um einstaklega frumlegt og hugmyndaríkt leikhús að ræða. Wakka Wakka sýndi sýningu sína Sögu á Listahátíð og eins og titillinn gefur til kynna var á ferðinni saga, ansi vel þekkt saga, sem ekki aðeins talaði beint inn í íslenskan samtíma og jafnvel langt aftur í aldir, heldur er yrkisefnið beinlínis sprottið upp úr íslenskri sögu á tímum efnahags- hruns og bankakreppu. Barnaleg óskhyggja Saga er sögð með brúðum og gæti verið raunsönn saga margra Ís- lendinga, einkum þeirra sem í bjart- sýniskasti, meira í ætt við barnalega óskhyggju en örugga vissu um vel- gengni, reyndu að hagnast og efnast á uppgangstímanum sem var undan- fari hrunsins. Aðalpersónan í Sögu heitir auðvitað Gunnar, (þó ekki Hámundarson heldur Oddmunds- son) og hann ætlar að græða á upp- gangi túrismans og fjárfestir með bankalánum í ferðaþjónustubrans- anum, nánar tiltekið hestabúgarði. Og hann eins og fleiri er rétt búinn að skrifa undir lánin þegar áfall- ið ríður yfir og tekjurnar nægja ekki lengur fyrir stökkbreyttu lánunum. Við tekur hrakfallasaga af fjölskyldu Gunnars, konu hans Helgu og synin- um Óla, sem verða að sjá á bak öllum sínum draumum um að lifa eins og greifar, akandi um á jeppa og búandi í lítilli höll uppi í sveit með „síns eig- ins“ palli og potti. Efnahagshrunið sundrar ekki aðeins draumnum um að verða ríkur heldur fjölskyldunni einnig og Helga neyðist til að flytja til Noregs í leit að lífsviðurværi á meðan Gunnar reynir að bjarga skuldunum við illan leik. Auðvitað verður hann síðan einn af öskrandi aðalmönnun- um með helvítis fokking fokk skiltin í búsáhaldabyltingunni. Húmor og hugmyndaauðgi Það er gersamlega ótrúlegt og með ólíkindum að sjá hvernig Wakka Wakka-hópnum tekst að segja þessa sögu sem við öll þekkjum svo vel án þess að lenda í gryfju meðaumkun- ar með litla manninum í vonlausri baráttu gegn kerfinu eða túlka sögu hans með hæðni eða fyrirlitningu á barnaskapnum sem einkenndi því miður allt of marga ofur framtaks- sama lántakendur í aðdraganda kreppunnar. Sagan af Gunnari og fjölskyldu hans í meðförum Wakka Wakka leiftrar fyrst og fremst af dá- samlegum húmor og hugmynda- auðgi en er jafnframt flutt af næmum mannskilningi og hlýju. Handritið er skemmtilega skrifað á ofurein- faldri ensku, svipaðri þeirri sem margir Íslendingar tala í þeirri trú að þeir kunni tungumálið. Séríslenskur framburður leikaranna varpar enn sterkara ljósi á amatörismann eða skortinn á þekkingu og fagmennsku sem einkenndi botnlausa trúna á mátt peninganna sem voru aldrei til. Strax upp í rúm Brúðunum er stjórnað af fimm leikurum (og þar af eru tvær ís- lenskar leikkonur) sem allir leika líka hesta sem ríða dansandi um sviðið. Framvindan er hröð og gáskafull, oftar en ekki var eins og áhorfendur yrðu vitni að lítilli kvik- mynd á sviðinu þegar klippt var snögglega milli atriða, flogið milli staða, riðið um sveitir og ekið á jeppa um hrikalegt landið. Brúður þeirra Gunnars og Helgu drógu upp mynd af týpískum íslenskum hjón- um sem kynnast auðvitað drukk- in á bar, hálfgubbandi á milli þess sem þau kyssa hvort annað oní kok. Og eins og sannir Íslendingar sem kynnast við slíkar aðstæður er ekkert verið að tvínóna við ákvarðanir sem skipta máli, auðvitað skellir maður sér strax upp í rúm sama kvöld og maður kynnist. Sem er önnur saga af Íslendingum, ekki beinlínis róman- tísk, en afar sönn og lýsandi og alveg sérstaklega hér í meðförum Wakka Wakka, eiginlega óborganlega sönn og fyndin. Vonsvikin þjóðarsál Að sjálfsögðu ásækja draugar og djöflar blessaðan manninn hann Gunnar, ekki síst þegar lánar- drottnarnir fara að herja á hann og selja ofan af honum húsið. Brúð- urnar sem þar komu við sögu voru sömuleiðis snilldarlega hugsaðar, sannfærandi og vel útfærðar í skop- stælingu sinni eins og allt annað sem leikhópurinn sýndi af sér í þessari sýningu. Brúðustjórnun og leikur sem og viðeigandi músík, sviðs- hreyfingar og ljósabeiting framköll- uðu afar trúverðuga og skemmti- lega sögu af ástandi sem kallaði fram reiði og neikvæðar tilfinningar hjá ís- lensku þjóðinni og enn sér ekki fyr- ir endann á. Enn bullar og kraum- ar í vonsvikinni þjóðarsál sem þyrfti fyrst og fremst að leiðrétta sjálfa sig svo annað hrun drekki henni ekki að nýju. Wakka Wakka er greinilega leikhópur sem ekki aðeins kann að segja sögu, heldur hefur lygilega næmt auga og eyra fyrir beittri þjóð- félagsádeilu þar sem engum er hlíft, hvorki vonda kerfi kapítalismans né meintum fórnarlömbum þess. Fag- mennska fram í fingurgóma á öll- um sviðum, fagmennska sem lýsir vel litla amatörþjóðfélaginu hér við heimskautsbaug. n Leiftrandi, sönn og fyndin n Saga Wakka Wakka á Listahátíð n Frumlegt og hugmyndaríkt verk Saga Brúðuhönnun: Kirjan Waage Hönnun búninga og sviðsmyndar: Gwendolyn Warnock. Ljósahönnun: Jan Erik Skarby. Hljóðmynd: Wakka Wakka. Leikendur: Kirjan Waage, Andrea Ösp Karlsdóttir, Andrew Manjuck, Fergus J. Walsh & Conan Magee. Wakka Wakka Productions á Listahátíð Hlín Agnarsdóttir ritstjorn@dv.is Dómur „Wakka Wakka er greinilega leik­ hópur sem ekki aðeins kann að segja sögu, heldur hefur lygilega næmt auga og eyra fyrir beittri þjóðfélagsádeilu. Saga Wakka Wakka er brúðuleikhús sem sérhæfir sig í leiksýningum fyrir fullorðna og hefur starfað síðan 2001 með aðsetur í New York. Salóme vann á Skjaldborg Kvikmyndin Salóme hlaut Einarinn, aðalverðlaunin á kvikmynda hátíðinni Skjald- borg sem fram fór um helgina. Myndin er eftir Yrsu Rocu Fann- berg en Helga Rakel Rafnsdóttir framleiðir ásamt Mörtu Andreu og Emelie Carlsson Grass. Stef- anía Thors klippti ásamt Nuria Esquerra. Myndin fjallar um móður Yrsu en á vefsíðu hátíðar- innar er myndinni lýst sem verki þar sem kvikmyndagerð og móðir og dóttir takast á. „Mamma hefur ekki mikinn áhuga á að vera kvik- mynduð. Hér takast ekki aðeins á móðir og dóttir, heldur leikstjóri og viðfangsefni með sinn eigin vilja.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.