Lögmannablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 10
10 Lögmannablaðið Skaðabótalög voru lögfest árið1993. Allt frá upphafi hafaskoðanir manna verið mjög skiptar um ágæti þeirra laga. Þetta leiddi m.a. til lagabreytinga árið 1996. Þá liggur nú fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á lögunum sem reikna má með að verði afgreitt á yfirstandandi þingi. Þrátt fyrir að skaðabótalögin séu í raun óþrjótandi uppspretta um- ræðna og efni í margar greinar af því tagi sem hér er skrifuð, taka skrif mín ekki mið af þeim nema óbeint. Fyrir mér vakir að benda á stöðu þeirra tjónþola sem ekki fá tjón sitt bætt samkvæmt skaðabóta- lögunum. Ég mun nálgast spurning- una út frá vinnuslysum. Nú er það svo að umræðan um skaðabótalögin hefur að miklu leyti tekið mið af þeim sem slasast í umferðarslysum. Eins og menn vita er sá munur á þeim sem slasast í um- ferðaslysum og þeim sem slasast í vinnuslysum að í fyrrnefndu tilvikunum byggir bótaréttur á hlutlægum grunni en á sakarreglunni í síðarnefndu tilvikunum. Sé sök ekki fyrir hendi á tjónþoli þannig vanalega ekki rétt á skaðabótum heldur verður að láta sér nægja bæt- ur úr slysatryggingu launþega. Það er ljóst að bótaleg staða tjónþola sem þannig er ástatt um er allt önnur og verri en þess sem á rétt á skaðabótum. Eftirfarandi dæmi er ætlað að sýna fram á þennan mun. Dæmið er að sjálf- sögðu greinarhöfundar, sundurlið- un bótategunda og upphæða er nokkuð einfölduð, í því kunna að vera einhverjar skekkjur, en það gefur engu að síður raunhæfa mynd af stöðunni. Bætur til launþega eru miðaðar við ASÍ launþegatryggingu. Dæmi: Launþegi slasast við vinnu sína þann 1. febrúar 1997. Hann er 25 ára á slysdegi. Afleiðingarnar eru þær að hann er frá vinnu í 8 mán- uði og er metinn til 15% miska og fjárhagslegrar örorku. Hann var rúmliggjandi í 20 daga og veikur án þess að vera rúmliggjandi í 160 daga. Hann hafði kr. 2.500.000 í árs- tekjur árið fyrir slys og fékk greitt kr. 300.000 frá vinnuveitanda í slysalaun. Slysalaunin voru greidd í tvo mánuði eftir slysið. Staðgengilslaun fyrir 8 mánaða tímabilið voru kr. 1.700.000,00. Réttur til bóta úr slysatryggingu laun- þega og frá Tryggingastofnun ríkisins 1. Dagpeningabætur frá Tryggingastofnun ríkisins og tryggingafélagi kr. 286.980,00 2. Örorkubætur (15% örorka) kr. 381.720,00 Heildargreiðslur kr. 668.700,00 Réttur til skaðabóta 1. Tímabundið atvinnutjón kr. 1.113.020,00 2. Þjáningabætur skv. 3. gr. sbl. kr. 152.000,00 3. Miskabætur skv. 4. gr. sbl. kr. 663.075,00 4. Varanleg fjárhagsleg örorka skv. 5-7. gr. sbl. kr. 3.710.623,00 5. Vextir skv. 16. gr. sbl. kr. 178.222,00 Heildargreiðslur kr. 5.816.940,00 Af þessum tveim dæmum sést að sá sem á rétt á skaðabótum fengi kr. 5.816.940,00 hærri bætur en sá sem aðeins fengi bætur úr slysatryggingu launþega. Er breytinga þörf? Það er vafalaust ekki erfitt að fá flesta til að samsinna Dr. jur Guðmundur Sigurðsson, hdl. Dr. jur. Guðmundur Sigurðsson, hdl. Bótaréttur launþega er breytinga þörf? Úrskurðarnefnd Eins og frá var greint í síðasta tölublaði tók Úr- skurðarnefnd lögmanna til starfa um síðustu ára- mót í tilefni af gildistöku nýju lögmannalaganna. Til þessa hefur nefndin haldið einn fund og vinnur nú að mótun starfsreglna sem henni er ætlað að smíða sjálf. Ekkert er enn farið að úrskurða en nefndin mun hafa fengið nokkuð af málum í heiman- mund frá stjórn Lögmannafélagsins vegna laga- skilareglna. Fyrir mér vakir að benda á stöðu þeirra tjónþola sem ekki fá tjón sitt bætt samkvæmt skaðabótalögunum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.