Lögmannablaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 3

Lögmannablaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 3
Lögmannafélagið er deildar-skipt. Annars vegar lög-bundni hlutinn þar sem við lögmenn eigum skylduaðild sam- kvæmt lögum um lögmenn og hins vegar félagsdeildin sem við höfum heimild skv. 5. mgr. 3. gr. sömu laga til að starfrækja. Flestir starf- andi lögmenn eiga aðild að félags- deildinni. Helstu viðfangsefni félagsdeildar eru námskeið, fræðslufundir, fund- arhöld, útgáfa, rekstur bókasafns- ins og almenn félagsstörf. Augljóst er að hjá félagsdeild Lögmannafélagsins er unnið að fræðslu, símenntun, útgáfumálum og fundarhöldum með svipuðum hætti og hjá Lögfræðingafélagi Ís- lands, Dómarafélagi Íslands og Sýslumannafélagi Íslands. Félögin eru vissulega misöflug en í þeim öllum eru lögfræðingar sem nýta menntun sína í starfi og hafa áhuga og þörf fyrir að halda þekkingu sinni við og vilja halda tengslum við aðra lögræðinga. Stjórn LMFÍ hefur rætt hvernig mætti efla frekar félagsdeild okkar en hún þarf að standa undir sér með innheimtum árgjöldum. Kostnaði félagsdeildar verður ekki velt yfir á lögbundna hlutann. Margt funda og fræðsluefni höfðar til allra lögfræðinga meðan annað sérhæfðara efni aðeins til hluta þessa hóps eða aðeins til hluta lögmanna. Stjórn LMFÍ vill kanna hvort vilji er til þess hjá okkar félagsmönnum og félögunum í Lögfræðingafélagi Íslands, Dómarafélagi Íslands og Sýslumannafélagi Íslands að skoða til hlítar skynsemi þess að sameina að einhverju eða flestu leyti verk- efni félaganna fjögurra í fræðslu- og útgáfuverkefnum. Ég hef rætt við formenn hinna félaganna og eru þeir allir áhugasamir að kanna samstarfsmöguleika á þessum svið- um með opnum huga. Lögmannafélag Íslands, Lög- fræðingafélag Íslands og Dómara- félag Íslands hafa um nokkurt skeið staðið sameiginlega að nám- skeiðum sem framkvæmd hafa ver- ið af Endurmenntunarstofnun Há- skóla Íslands og samstarf félaganna þar verið með miklum ágætum. Tekjur félagsdeildar LMFÍ af fé- lagsgjöldum eru árlega tæpar 2.6 milljónir króna. Árgjaldið er 8.000 krónur og félagsmenn 362. Hjá fé- lagsdeild vinnur starfsmaður í 70% starfi. Lögfræðingafélag Íslands er fræðafélag íslenskra lögfræðinga og sjálfsagt flestir lögfræðingar, lögmenn, dómarar og sýslumenn þar félagsmenn eða um 960 talsins. Starfsmaður er þar í 20 til 30% hlutastarfi. Skrifstofuaðstaða er í húsnæði Lögmannafélagsins í Álftamýri 9. Í Dómarafélagi Íslands eru rúm- lega 60 félagsmenn. Það er félag 3Lögmannablaðið Ásgeir Thoroddsen hrl., formaður LMFÍ Fjögur félög lögfræðinga ? Meiri þróttur með auknu samstarfi í fræðslu- og útgáfumálum ? Lögmannafélag Íslands Álftamýri 9, 108 Reykjavík sími (telephone): 568-5620 bréfsími (telefax): 568-7057 tölvupóstur (E-mail): lmfi@lmfi.is heimasíða: www.lmfi.is Stjórn L.M.F.Í. Ásgeir Thoroddsen hrl., formaður Helgi Birgisson hrl., varaformaður Ársæll Hafsteinssson hdl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Helgi Jóhannesson hrl., meðstjórnandi Starfsfólk L.M.F.Í. Ingimar Ingasson, framkvæmdastjóri Jóna Kristjana Kristinsdóttir, félagsdeild Guðný Gísladóttir, ritari Blaðið er sent öllum félags- mönnum. Ársáskrift fyrir utanfélagsmenn: kr. 1.500 + vsk. Verð pr. tölublað kr. 300 + vsk. Netfang ritstjórnar: jks@landslog.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umsjón auglýsinga: Öflun ehf., sími 533 4440 Stjórn LMFÍ vill kanna hvort vilji er til þess hjá okkar félagsmönnum og félögunum í Lögfræðinga- félagi Íslands, Dómarafé- lagi Íslands og Sýslu- mannafélagi Íslands að skoða til hlítar skynsemi þess að sameina að ein- hverju eða flestu leyti verkefni félaganna fjögurra Ásgeir Thoroddsen, hrl., formaður L.M.F.Í.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.