Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 17
17 Af Merði lögmanni Mörður gerði stutt hlé á lestrinum og leit upp. Einungis eðlislæg hógværð hans og kurteisivarnaði honum að hrópa upp: „Yó man, ertu vakandi?“ Mörður hafði lagt óvenju mikla vinnu í málflutningsræðuna. Eins mikla og hægt er að krefjast af lögmanni sem gengur í öll störf á skrifstofunni. Nóttin fyrir málflutninginn hafði farið í undirbúning. Hann leit fast á dómarann. Höfðustelling minnti Mörð á styttuna af hugsuðinum. Þessi alvöruþrungni og niðurlúti maður sem hvílir ennið á hnúunum. Hann hlýtur að taka eftir, hugsaði Mörður með sér og hélt áfram. _ _ _ Sér til sárrar gremju áttaði Mörður sig á, við lestur dómsins, að grunur hans reyndist réttur – dómarinn hafði verið steinsofandi í málflutningnum. Hann hafði ekki farið tommu út fyrir greinargerð Marðar og hvergi sá þess stað í dómnum að ítarleg ræða hafi verið flutt til fyllingar henni. Mörður var súrari yfir þessu heldur en þeirri staðreynd að hann tapaði málinu. Umbjóðandi hans var hins vegar bara fúll yfir málalokum. „Áfrýja, hvað sem það kostar“ sagði umbjóðandinn. Síðan bætti hann við: „Og Mörður minn, reyndu nú að finna einhvern almennilegan hæstaréttarlögmann.“ Þetta jók ógleði Marðar. Hann bar ábyrgð á gerðum héraðsdómara og nú átti hann að bera ábyrgð á því hvernig hæstaréttarlögmaðurinn meðhöndlaði málið. Allir sem eitthvað þekktu til Marðar vissu hvað hann beinlínis hataði að þurfa að þramma með sín mál til hæstaréttarlögmanna. Hann hafði aldrei skilið þessa mismunun. Lögmaður er lögmaður. Punktur basta. Kannski er hægt að flokka lögmenn í góða og slæma lögmenn, hugsaði Mörður, en hann vissi að sú flokkun byggði ekki á lögbundinni mismunun milli héraðsdómslögmanna og hæstaréttarlögmanna. Lengi býr að fyrstu gerð, hugsaði Mörður; eiga hæstaréttarlögmenn þá ekki að byrja með málin, er það ekki mikilvægara fyrir umbjóðandann? Mörður vissi að hann yrði að hætta að svekkja sig á þessu. Hann gat nú líka litið í eigin barm. Var hann með tæmandi lista yfir öll mál sem hann hafði flutt? Nei, það varð hann að viðurkenna fyrir sjálfum sér. Hann lofaði sjálfum sér að ganga frá þessum formsatriðum svo hann gæti skreytt sig með titli hæstaréttarlögmanns. Hann huggaði sig við að þegar hann kæmist í hóp lögmanna á hólnum þá mundi þessi skipting ekki virka svo fráleit. Kannski þurftu menn ákveðna reynslu og þjálfun áður en þeir færu að flytja mál fyrir sívökulum augum hins æðsta dómsvalds. _ _ _ Mörður var kominn í mun betra skap þegar hann steðjaði af stað til fundar við hæstaréttarlögmanninn. Þetta var nú ekki svo slæmt. Hann þakkaði guði sínum fyrir að vera ekki laganemi í dag. Hann hugsaði um hvernig lögmenn, í hvorum flokki sem þeir væru staddir, gætu tryggt faglegar kröfur sem gera verður til stéttarinnar. Senn verða útskrifaðir lögfræðingar í hverjum landshluta, hugsaði Mörður. Nei nú dugar ekki að fella liðið í almennri lögfræði. Það verður að hafa alvöru síu, inntökupróf í stéttina. Já, hugsaði Mörður, það verður allt í lagi með okkur lögmennina. En hvað með dómara? Hver tryggir gæðakröfur til þeirra í fjölbreyttri laganámsflóru framtíðar? Mörður fann fyrir sömu ónotatilfinningunni og hann hafði fundið fyrir í málflutningnum um daginn. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð ég á lögmannafélagið að koma upp sambærilegri aðstöðu á fleiri stöðum á landinu. Rekstur lögmannsstofa. Við hljótum að sjá fram á frekari þróun í stækk- unarátt lögmannsstofa á næstu árum. Að mínu mati skiptir þar miklu að okkur verði gert kleift að ná fjármagni inn í reksturinn. Ég skil ekki þær hömlur sem eru á eignarhaldi lögmannsstofa. Per- sónuleg og fagleg ábyrgð lögmanna getur verið til staðar burtséð frá hluthafalista rekstrarfélagsins. Ég fæ ekki séð samfélagsleg rök fyrir þessum hömlum. Mér líður eins og bónda – og þekki ég nokkuð til stöðu margra slíkra – því að stéttin mín rembist við að standa vörð um hagsmuni lög- manna með hömlum og utanumhaldi. Raunveru- lega er verið að skerða afkomumöguleika mína og frelsi.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.