Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 26
26 SAMÞYKKT var á síðasta aðalfundiLögmannafélagsins að fela stjórn þess að vinna tillögur að reglum um endurmenntunarskyldu lögmanna, þar sem höfð yrði hliðsjón af sambæri- legum reglum nágrannaþjóða þar um og starfi CCBE að endurmenntunar- málum. Hefur stjórn félagsins nú skipað sérstakan starfshóp til þess að gera tillögur að slíkum reglum, sem stefnt er á að kynntar verði félags- mönnum á sérstökum félagsfundi og síðan bornar upp til samþykktar eða synjunar. En hvers vegna að taka upp skyldu til endur- menntunar lögmanna? Eiga ekki lögmenn, og reyndar aðrir þeir sem bjóða fyrirtækjum og ein- staklingum sérfræðiþjónustu, að finna hjá sér hvöt til þess að bæta við sig þekkingu og auka hæfni sína í starfi án þess að á þeim hvíli sérstakt lagaboð þar að lútandi? Er hægt að þvinga menn til að læra og hefur þessi endurmenntunarskylda einhverja raunhæfa þýðingu fyrir lögmannastétt- ina? Án efa munu margar efasemdaraddir heyrast meðal lögmanna og spurningar eins og hér að framan, koma fram, þegar tillögur vinnuhópsins verða kynntar. En það er líka hið besta mál. Umræða um fram- þróun og framtíð lögmanns- starfsins á sífellt að vera í gangi og lögmenn eiga að hafa skoðun á og bera ábyrgð á því umhverfi sem þeir starfa í. Félagið mun því fagna skoðanaskiptum um málið og hvetur þá félags- menn sem koma vilja sjónar- miðum sínum á framfæri, að tjá sig um efnið. En hvernig hugsa menn sér að stilla kröfunni um endurmenntunar- skyldu upp? Eins og fram kemur í inngangi greinarinnar er gengið út frá því að tekið verði mið af sambæri- legum reglum og gilda í nágranna- ríkjum okkar en endurmenntunar- skyldu lögmanna hefur þegar verið komið á í Noregi og Finnlandi að frumkvæði lögmannafélaganna þar, auk þess sem slíkar reglur taka að öllum líkindum gildi í Svíþjóð síðar á þessu ári. Þá er danska lögmannafé- lagið, líkt og það íslenska, að skoða þessi mál hjá sér. Loks má nefna að endurmenntunarskyldu lögmanna er víða að finna utan Norðurlandanna, t.d. í Belgíu, Bretlandi og í Bandaríkjunum, þar sem slík skylda hefur verið tekin upp í 40 fylkjum af 50. Sé litið til fyrirkomulags skylduendurmennt- unar í Noregi, þá þurfa lögmenn þar í landi að ljúka minnst 80 stunda endurmenntun á 5 ára tímabili. Þeir sem starfað hafa skemur innan þessa tímabils, þurfa að ljúka tímafjölda í hlut- falli við þann árafjölda sem þeir hafa starfað innan tímabilsins. Af þessum 80 tímum þurfa að a.m.k. 55 að vera á sviði lög- fræði, en heimilt er að taka 25 tíma í fögum sem snúa að rekstri lögmannsstofa og/eða í tungumálum. Þá er einnig hægt að fá metið inn kennslu á sviði lögfræði, ritun fræði- greina, setu í tilteknum nefndum o.fl., sem sérstök viðurkenningarnefnd ákveð- ur hvort og þá hversu mikið gildi hefur í tímafjölda. Þannig fá þeir sem starfa í laganefnd eða úrskurðar- nefnd norska lögmanna- 2 / 2 0 0 3 Á AÐ TAKA UPP ENDURMENNTUNARSKYLDU LÖGMANNA? Ingimar Ingason framkvæmdastjóri LMFÍ Með því að taka upp endurmenntunarskyldu telur stjórn Lögmanna- félagsins að hægt verði að efla þekkingu lögmanna, hæfni þeirra og vellíðan í starfi.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.