Lögmannablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 12
12 Í opinberri umræðu hefur töluvertverið fjallað um hvort dómsmálaráð- herra hafi brotið reglur stjórnsýslunnar með skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstaréttardómara. Ég ætla að varpa ljósi á þá hlið málsins sem snýr að öðrum lögum og hugsanlegu broti á þeim; lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í Hæstarétti eru nú níu dómarar, tvær konur og sjö karlar. Hvað segja fordæmin? Dómar Hæstaréttar frá 1993 bls. 2230, 1996 bls. 3760, 1998 bls. 3599 og 10. október 2002 í málinu nr. 121/2002 fjalla allir um stöðuveitingar, þar af þrír um embætti og stöðu sem ráðherra skipaði í. Í þeim eru nokkurn vegin samhljóða ummæli réttarins þess efnis að valdi við- komandi veitingarvaldshafa hafi verið „þau mörk sniðin, sem leiddi af [jafnréttis]lögum […] og almennum grundvallarreglum í stjórnsýslurétti um undirbúning stöðuveitingar og mat á hæfni umsækjenda. Íslenska ríkið átti aðild að öllum þessum málum og í þremur þeim elstu sló Hæstiréttur því föstu að brotið hefði verið gegn jafnréttislögum. Í öllum málunum var um að ræða starfssvið þar sem fáar konur voru og málin voru höfðuð af konum. Starfssviðin voru á sviði háskólakennslu, stjórnunar hjá ríkisstofnun, héraðsdýralækninga og í síð- asta málinu var fjallað um veitingu sýslumannsstöðu. Í elsta dóminum segir Hæstiréttur svo um þau ákvæði jafnréttislaga sem byggt var á: „… með lögunum er leitast við að stemma stigu við mismunun. Erfitt er oft og tíðum að sanna, að um hana hafi verið að ræða. Lögin yrðu að þessu leyti þýðingar- lítil, nema meginreglurnar […] séu skýrðar svo við núverandi aðstæður, að konu skuli veita starf, ef hún er að minnsta kosti jafnt að því komin að því er varðar menntun og annað, sem máli skiptir, og karlmaður, sem við hana keppir, ef á starfssviðinu eru fáar konur.“ Þessi ummæli eru svo endurtekin í dómunum frá 1996 og 1998. Í öllum fjórum dómsmálunum var óumdeilt að bæði sá karl sem fékk stöðuna og konan sem taldi framhjá sér gengið töldust hæf til að gegna starf- inu. Í dómunum frá 1993 og 1998 lá fyrir formlegt mat á hæfni umsækjendanna og taldi Hæstiréttur í öðru tilvikinu að konan væri að minnsta kosti jafn hæf karlinum, og í hinu tilvikinu var því slegið föstu að menntun og starfsreynsla skipaði konunni „eftir almennum mælikvarða“ „skör framar“ en karlinum. Í dómunum frá 1996 og 2002 leit Hæstiréttur til þess hvað gefið var til kynna í auglýsingunum um störfin og til fleiri gagna um eðli starfanna þegar hann komst að nið- urstöðu um hvað réttmætt hefði verið að gefa vægi við mat á hæfni umsækjendanna. Í eldra málinu voru ekki efni til að gera mun á umsækjendunum tveimur en í nýrri dóminum taldist konan ekki hafa sýnt fram á að hún væri jafnhæf eða hæfari en kar- linn til að gegna starfinu og var íslenska ríkið því sýknað í Hæstarétti. Í báðum síðast- töldu málunum skiluðu tveir dómendur sératkvæði og komust að öndverðri niður- stöðu við meirihlutann. Hvernig mat Hæstiréttur hæfni umsækjenda? Í umsögn Hæstaréttar til dómsmálaráðherra frá 5. ágúst sl. um umsækjendur um embætti hæstaréttardómara, kemur fram að þeir uppfylli allir almenn hæfisskilyrði og fullnægi allir að auki lág- 3 / 2 0 0 3 Braut dómsmálaráðherra sett lög með skipun í embætti hæstaréttardómara? Sif Konráðsdóttir hrl. Í auglýsingu um starfið er ekki að finna neina leið- beiningu um það hvaða hæfni sérstaklega hafi verið leitað eftir. Er því ekki við mikið annað að styðjast en lög um dóm- stóla um verkefni hæsta- réttardómara og hvaða sjónarmið eigi að ráða við val á umsækjenda.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.