Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 8
8 1 / 2 0 0 4 Af félagsmönnum eru 147 (126) konur og hefur þeim fjölgað um 16,7% frá síðasta starfsári. Af þeim eru 16 (14) hæstaréttarlögmenn. 48 (45) konur eru sjálfstætt starfandi og 37 (27) konur eru fulltrúar sjálfstætt starfandi lögmanna. 62 (54) konur starfa hjá ýmsum fyrir- tækjum og stofnunum, þar af 27 (25) hjá ríki eða sveitarfélögum og 35 (29) hjá fyrirtækjum og félagasamtökum (þar af 16 (14) hjá bönkum og fjármálafyrir- tækjum). Af félagsmönnum eru 520 (502) karlar og fjölgaði þeim um 3,6% á starfsárinu. Af þeim eru 202 (199) hæstaréttarlögmenn. 299 (299) karlar eru sjálfstætt starfandi og 48 (41) starfa sem fulltrúar sjálfstætt starfandi lög- manna. 136 (127) karlar starfa hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum, þar af 49 (47) hjá ríki eða sveitarfélögum og 87 (80) hjá fyrirtækjum eða félagasam- tökum (þar af 32 (31) hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum). Sjálfstætt starfandi 33% Fulltrúar lögmanna 25% Ríki og sveitarfélög 18% Fyrirtæki og félagasamtök 24% Hættir störfum 0% Sjálfstætt starfandi 58%Fulltrúar lögmanna 9% Ríki og sveitarfélög 9% Fyrirtæki og félagasamtök 17% Hættir störfum 7% Skipting (%) kvenkyns félagsmanna í LMFÍ eftir því hvar þeir starfa. Skipting (%) karlkyns félagsmanna í LMFÍ eftir því hvar þeir starfa. ÁRSHÁTÍÐ LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldin laugardaginn 27. mars, í Súlnasal Hótel Sögu, kl. 19:30. Heiðursgestur: Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari. Veislustjóri: Árni Vilhjálmsson, hrl. Dagskrá: Hjálmar Hjálmarsson leikari …eða Haukur Hauksson fyrrverandi „ekki-fréttamaður“ mun kynna nýjan baráttusöng lögmanna og fleira og fleira… Síðast en ekki síst mun ástsælasta hljómsveit fyrr og síðar; STUÐMENN túlka lögin! Miðapantanir í síma 568 5620, í bréfsíma 568 7057 eða með tölvupósti á netfang: eyrun@lmfi.is GREIÐA ÞARF MIÐA FYRIR 24. MARS.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.