Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 10
10 Óhætt er að segja að hið nýja frumvarp um breytingu á lögum um lögmenn nr. 77/1998, mælist misjafnlega fyrir meðal lögmanna. Þann 22. janúar sl. hélt LMFÍ félagsfund til að kynna efni frumvarpsins. Fram kom í máli félagsmanna að þeim þætti undirbúningur frumvarpsins meingallaður og að dómsmálaráðuneytið hefði viðhaft slæleg vinnubrögð. Óánægja var með kröfur sem gerðar eru til lögmanna sem vilja öðlast réttindi til málflutn- ings fyrir Hæstarétti, breytingar á úrskurðarnefnd voru umdeildar og nokkrir lögmenn töldu að með þeim breytingum sem fram kæmu í frumvarpinu, á 12. og 29. gr. lögmannalaganna, væri vegið að innanhússlögmönnum, þar sem þeim væri bannað að kenna sig við starfsréttindi sín. Gunnar Jónsson, hrl., formaður LMFÍ, kynntifrumvarpið fyrir félagsmönnum og sagði að auk lögfestingar á staðfesturétti lögmanna og fjölgun háskóla sem geta útskrifað lögfræðinga, sneru helstu breytingar á lögunum samkvæmt frumvarpinu, að úrskurðarnefnd lögmanna, öflun lögmannsréttinda, bæði fyrir héraðsdómstólum og fyrir Hæstarétti, notkun lögmannstitilsins, auk þess sem skerpt væri á heimildum Lögmannafé- lagsins í tengslum við eftirlitshlutverk þess. Einnig væri að finna tilteknar orðalagsbreytingar sem ráðuneytið hefði talið nauðsynlegt að gera. Gunnar gerði grein fyrir þeim ákvæðum lög- mannalaganna sem koma til með að breytast, verði frumvarpið samþykkt, og rakti stuttlega þau sjónarmið sem að baki þeim liggja, bæði frá sjón- arhóli ráðuneytisins og félagsins. Hann benti hins vegar á að þrátt fyrir að félagið hefði verið þátt- takandi í gerð frumvarpsins væri margt í því sem stjórn LMFÍ hefði kosið að hafa með öðrum hætti. Þannig hefðu ekki allar tillögur félagsins náð fram að ganga né heldur hefði tekist að hindra allt sem ráðuneytið hafi sett fram og félagið ekki talið rétt að taka inn í frumvarpið. Þá hafi ráðuneytið gert veigamiklar breytingar á frumvarpsdrögunum eftir að félagið taldi að endanleg útgáfa lægi fyrir. Því hafi efni þess frumvarps sem lagt var fram á Alþingi komið stjórninni nokkuð á óvart. Stjórnin gæti því ekki tekið heilshugar undir þá fullyrð- ingu, sem kemur fram í greinargerð, um að frum- varpið hefði verið unnið sameiginlega af starfs- mönnum dómsmálaráðuneytisins og stjórn Lög- mannafélags Íslands. Hins vegar ætlaði stjórnin ekki að þvo hendur sínar af því að hafa komið að samningu frumvarpsins. Óánægja lögmanna með frumvarpið. Flestir þeirra fundarmanna sem tóku til máls lýstu óánægju með frumvarpið eða einstaka þætti 1 / 2 0 0 4 Lögmannafrumvarpið umdeilda FUNDUR Í FÉLAGINU

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.