Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 14
14 Lögmannsstarfið er afskaplegakrefjandi starf og oftar en ekki vanmetið. Sá sem því gegnir þarf að búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sviði lögfræði en auk þess gerir starfið margvíslegar aðrar kröfur til viðkom- andi, s.s. um skarpa hugsun, víðsýni, útsjónarsemi, skipulagshæfileika, ábyrgðarkennd, sjálfsögun og færni í mannlegum samskiptum. Ábyrgð lög- manna er sömuleiðis mikil og mistök geta verið kostnaðarsöm. Það er því afar mikilvægt að vel sé staðið að undirbúningi lögmannsefna og að mínu mati brýnt að hvergi verði vikið frá þeim kröfum sem hingað til hafa verið gerðar í þessu efni. Ákvæði 4., 5. og 6. gr. frumvarps dómsmála- ráðherra til laga um breytingu á lögum um lög- menn nr. 77/1998 hafa sætt gagnrýni af hálfu lög- manna og laganema, en í þessum ákvæðum er fjallað um öflun starfsréttinda lögmanna í héraði og fyrir Hæstarétti. Eitt af því sem gagnrýnt hefur verið eru skilyrðin um lágmarksstarfsreynslu lög- mannsefna áður en þau fá að þreyta prófraun til héraðsdómslögmannsréttinda. Hefur því meðal annars verið stillt upp þannig að þessi ákvæði frumvarpsins séu sett til höf- uðs laganemum við lagadeild Háskólans í Reykjavík og að verið sé að vernda hagsmuni lögmanna með þeim hætti að takmarka aðgang að lög- mannastéttinni. Hvort tveggja er alrangt að mínu mati. Ég er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að gera þá kröfu til þeirra sem sækja námskeið til öflunar héraðs- dómslögmannsréttinda, og þreyta þá prófraun, að þeir hafi aflað sér nokkurrar þekk- ingar á störfum lögmanna og ekki síður starfsreynslu áður en þeir öðlast lögmannsréttindi. Þessi skoðun mín hefur ekkert með tilkomu laga- deildar Háskólans í Reykjavík að gera enda þekki ég þá deild, kennara hennar og nemendur, af eigin raun og hef mikla trú á því starfi sem þar fer fram ekki síður en á starfi lagadeildar Háskóla Íslands. Þá get ég heldur ekki séð að það geti verið hagsmunir lög- manna sem nú þegar stunda sjálf- stæðan rekstur að takmarka aðgengi að stéttinni. Þeir hafa þvert á móti hag af því að þeir fulltrúar sem þeir ráða til starfa hafi lögmannsréttindi eða að þeir afli sér þeirra eins fljótt og kostur er. En hvað er það þá sem kallar á skilyrði um til- tekna starfsreynslu áður en prófraun til héraðs- dómslögmannsréttinda er þreytt og hagsmuni hverra er verið að gæta? Svarið er einfalt í mínum huga. Það eru fyrst og fremst hagsmunir við- skiptavina lögmanna sem eru í húfi, en einnig hagsmunir lögmanna sjálfra og laganema. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra að hér á landi starfi aðeins góðir og vandvirkir lögmenn sem eru vel í stakk búnir til að uppfylla margbreytilegar þarfir og kröfur viðskiptamanna á hverjum tíma. Hagsmunir viðskipta- manna lögmanna krefjast þess að lögmenn hafi yfir að ráða viðamikilli þekkingu og færni. Þekkingar má að nokkru leyti afla með nám- skeiðum, en færnin fæst ein- ungis með reynslu. Þegar ég hóf störf í lögmennsku var mér tjáð af mér reyndari mönnum að það myndi taka mig þrjú ár að öðlast lág- marksfærni í faginu. Mér þótti þetta langur tími á þeirri stundu en eftir á sé ég að þessi orð voru á engan hátt ýkjur. Ég er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að gera þá kröfu til þeirra sem sækja námskeið til öflunar héraðs- dómslögmannsréttinda, og þreyta þá prófraun, að þeir hafi aflað sér nokkurrar þekkingar á störfum lög- manna og ekki síður starfs- reynslu áður en þeir öðlast lögmannsréttindi. Fáein orð um öflun lögmannsréttinda Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl. 1 / 2 0 0 4

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.