Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 33

Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 33
33 Þann 27. maí sl. féll dómur í Hæsta-rétti í máli nr. 482/2003 þar sem tekið var á álitaefni á sviði sérfræðiá- byrgðar þar sem ágreiningurinn varð- aði skaðabótaréttarlega stöðu starfs- manns gagnvart vinnuveitanda sínum. Ágreiningsefni í máli nr. 482/2003 Málið snérist um skaðabótakröfu lífeyrissjóðs A á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra sínum G vegna tjóns af völdum meints gáleysis við lánveitingu. Nánar tiltekið voru mála- vextir eftirfarandi. A taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna lánveitingar til fyrirtækisins B, sem G stóð að fyrir hönd sjóðsins síðla árs 1999, en B var tekið til gjaldþrotaskipta tveimur árum síðar og fékkst ekkert greitt upp í kröfu A við skiptin. Hæstiréttur féllst á með lífeyrissjóðnum, að umrædd lánveiting hafi verið svo óvenjuleg að framkvæmdastjórinn hafi átt að leggja ákvörðun um hana fyrir stjórn sjóðsins til samþykktar, en G hafði ekki sýnt fram á að það hefði verið gert. Taldi rétturinn að þegar málsatvik væru virt í heild yrði að meta það framkvæmdastjóranum til gáleysis, að hann hafi staðið að hinni umdeildu lánveitingu. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu taldi Hæstiréttur með vísan til 23. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 að G yrði ekki gerður ábyrgur fyrir tjóni lífeyrissjóðsins. Staðfesti Hæstiréttur því niður- stöðu héraðsdóms um sýknu. Þó svo að Hæstiréttur eyði ekki löngu máli í efnislega umfjöllun um 23. gr. skaðabótalaga má ljóst vera að hér er á ferð mikilvægt fordæmi varðandi skaðabótaábyrgð starfsmanns gagnvart vinnuveitanda sínum. Hvers vegna var G ekki dæmdur bótaskyldur þrátt fyrir að rétturinn kæm- ist að þeirri niðurstöðu að tjón A yrði rakið til gáleysis hans? Til að svara þessari spurningu er nauðsynlegt að fjalla um 23. gr. skaðabótalaga en um bótakröfu vinnuveitanda á hendur starfsmanni sínum fer samkvæmt þeirri grein. 23. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 „Bætur, sem vinnuveitandi hefur greitt vegna saknæmrar hegðunar starfsmanns, er aðeins unnt að krefja starfsmanninn um að því marki sem telja má sanngjarnt þegar litið er til sakar og stöðu starfsmannsins og atvika að öðru leyti. Skaðabótaábyrgð starfsmanns gagnvart tjónþola má skerða eða fella niður ef það verður talið sann- gjarnt þegar litið er til atvika sem getið er í 1. mgr. og hagsmuna tjónþola. Bætur, sem starfsmaður hefur greitt, getur hann krafið úr hendi vinnuveit- anda að því marki sem bótaábyrgð hvílir endan- lega á vinnuveitanda eftir 1. mgr. Ákvæði 1. mgr. eiga einnig við um kröfu vinnuveitanda á hendur starfsmanni vegna tjóns sem starfsmaðurinn veldur vinnuveitanda í starfi sínu.“ Í 3. sbr. 1. mgr. 23. gr. kemur sú meginregla fram að starfsmaður ber ekki skaðabótaábyrgð gagnvart vinnuveitanda sínum. Þannig segir m.a. eftirfarandi um ákvæðið í greinargerð: „Reglur frumvarpsins um bótaábyrgð starfsmanns eru gerðar á grundvelli þess sjónarmiðs að megin- reglan skuli vera sú að vinnuveitandi beri endan- lega bótaábyrgð á tjóni sem starfsmaður hans veldur þegar hann er við vinnu í þágu vinnuveit- andans.“ 1 Þessi meginregla 23. gr. felur í sér ákveðna grundvallarbreytingu á bótaskyldu starfsmanns vegna tjóns sem hann veldur í vinnu sinni eða í tengslum við vinnu sína. Í greinargerð með skaða- bótalögunum frá 1993, kemur fram að eftir gild- andi rétti fyrir lögfestingu skaðabótalaga var staða starfsmanns formlega sú að hann bar persónulega bótaábyrgð á öllu tjóni sem rekja mátti til gáleysis eða ásetnings hans í starfi. Almennt var ekki laga- L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Dómur Hæstaréttar 27. maí 2004 í máli nr. 482/2003 Bótaábyrgð starfsmanns gagnvart vinnuveitanda sínum Dr. jur. Guðmundur Sigurðsson dósent við lagadeild HR

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.