Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 9
9L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Rekstrarform lögmannsstofa hefur lengst af verið tengt við einyrkjabúskap- inn þar sem lögmenn hafa þurft að vera á sólarhringsvaktinni allan ársins hring. Samstarf milli lög- manna hefur að mestu verið bundið við sameiginlega skrif- stofuaðstöðu, símsvörun og bók- hald þar sem menn hafa ekki stigið skrefið til fulls í sameiningu fyrirtækja. Síðustu misseri hafa lögmenn hins vegar í auknum mæli verið að breyta rekstrar- formi sínu í stærri einingar þar sem tveir eða fleiri lögmenn reka fyrir- tæki og deila sameiginlega þeirri ábyrgð sem því fylgir. Ritstjóri Lögmannablaðins, Guðrún Björg Birgisdóttir hdl., fékk lögmennina Dögg Pálsdóttur hrl., Gunnar Sturluson hrl., Helga Jóhannesson hrl. og Þórð Bogason hdl. í hringborðsumræður um þetta málefni. Verkefnin kalla á stærra bakland Guðrún: Ákveðin þróun er að eiga sér stað þar sem einyrkinn virðist á undanhaldi og lög- mannsstofur eru að sameinast eða stækka. Hvers vegna á þessi þróun sér stað og getur einyrki veitt stórum fyrirtækjum góða þjón- ustu? Helgi: Ég held að lögmannsstofurnar séu að stækka af því að fyrirtækin eru að stækka. Verkefnin kalla á að það sé sterkara bakland frá fleiri en einum lög- manni. Ungir stjórnendur í fyrirtækjum í dag eru vanari því að fyrirtæki sjái um þeirra mál, t.d. eru endurskoðunarfyrirtækin orðin stærri en þau voru og það sama gildir um lögmannsstofurnar. Þórður: Það er staðreynd að stærri fyrirtæki versla frekar við hin ýmsu ráðgjafarfyrirtæki, þróunin hefur verið í þá átt og það er spurning hvort lög- mannsstofurnar stækki og einyrkinn hverfi í fram- tíðinni. Svo má einnig spyrja hvort stærri lög- mannsstofurnar einbeiti sér að fyrirtækjum og þjónusti ekki einstaklinginn eða lítilmagnann. Kæra stærri lögmannsfyrirtækin sig ekki um þessa aðila og skilja þá eftir handa einyrkjanum? Ég velti þessu fyrir mér. Gunnar: Víðast hvar erlendis hefur þróunin verið þessi sem Þórður talar um. Ég held að helsti hvat- inn fyrir því að lögmannsstofurnar séu að stækka sé sá að lögmenn eru að átta sig á að þessi rekstur gengur ekki nema ákveðin hryggsúla sé í starfsem- inni. Ef ætlunin er að bjóða upp á breiða ráðgjöf þá þarf að hafa þekkingu á öllum sviðum. Stærri stofur hafa breiðara bak til að byggja upp þekkinguna, t.d. öflugri endurmenntun. Ef lögmaður hefur ekki • H R IN GB OR ÐSUMRÆ ÐUR U M LÖGMANNSSTO FU R EINYRKI Á UNDANHALDI? Hringborðsumræður um lögmannsstofur

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.