Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 35

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 35
Sagan CCBE, Samtök lögmannafélaga í Evr- ópu, voru stofnuð árið 1960. Full- gilda aðild að samtökunum eiga 28 fé- lög, eitt frá hverju aðildarríki ESB og EES. Að auki eiga lögmannafélög sjö annarra Evrópuríkja áheyrnarfulltrúa og á þeim félögum án efa eftir fjölga umtalsvert á næstu árum með stækk- un Evrópusambandsins. Lögmannafé- lag Íslands hefur verið fullgildur aðili að CCBE frá árinu 1994 en hafði ári áður fengið áheyrnaraðild. Stjórnun Þrír forsetar, aðalforseti og fyrsti og annar varaforseti, stýra CCBE hverju sinni ásamt sérstakri nefnd, Standing Committee, en aðrar nefndir og starfshópar hafa einnig mikil áhrif á stefnumótun samtakanna. Þá sér framkvæmdastjóri um daglegan rekst- ur ásamt öðru starfsfólki, sem sam- anstendur af níu manns. Þeir aðstoða nefndir og vinnuhópa auk þess að annast undirbúning viðburða sem samtökin skipuleggja. Staðsetning Aðalstöðvar CCBE eru í Brussel í Belgíu og lúta samtökin belgískum lögum. Staðsetning aðalstöðvanna, þ.e. í nálægð við höfuðstöðvar Evr- ópusambandsins, er engin tilviljun og má rekja beint til þess megin hlut- verks samtakanna að hafa áhrif á laga- þróun og aðra ákvarðanatöku innan stofnana sambandsins, sem snúa að hagsmunum lögmanna, réttarkerfinu og framþróun réttarins. Þá er vert að nefna að vel flest af stærri lögmanna- félögum Evrópu, sem aðild eiga að CCBE, hafa sérstaka fulltrúa eða sendinefndir á sínum vegum í Brussel sem sinna þessum hagsmunamálum gagnvart Evrópusambandinu sam- hliða þátttöku í CCBE. þróun laga og lagaframkvæmdar, rétt- arkerfið og grunvallarþróun réttarins. Einnig er samtökunum ætlað að vera ráðgefandi og hafa milligöngu í tengslum við milliríkjamál, hvort heldur sem er milli aðildarfélaga inn- byrðis eða milli aðildarfélaga annars vegar og stofnana Evrópusambandsins hins vegar. Sama á reyndar við um mál einstakra aðildarfélaga gagnvart stjórnvöldum hlutaðeigandi heima- ríkis. Loks er það hlutverk samtak- anna að fylgjast með og verja réttar- kerfið, standa vörð um grundvallar réttindi borgaranna, þ.m.t. réttinn til aðgengis að dómstólum, sem og að tryggja vernd skjólstæðinga og þau lýðsræðislegu gildi sem samofin eru slíkum réttindum. Samtökin fá til umsagnar drög að fjöl- mörgum tilskipunum og öðrum regl- um frá Evrópusambandinu eða stofn- unum þess, auk þess sem það hefur frumkvæði að slíkum umsögnum eða ábendingum til sambandsins. Þá er CCBE ráðgefandi aðili gagnvart Evr- ópuráðinu og hefur fasta fulltrúa við Mannréttindadómstól Evrópu, Evr- ópudómstólinn og EFTA-dómstól- inn. Innan CCBE starfa fjölmargar nefnd- ir og vinnuhópar sem fjalla um hin ólíkustu mál og má þar nefna nefndir á sviði siðareglna, reglna um frjálst flæði lögmanna innan EES, réttarað- stoðar, aðgerða gegn peningaþvætti, menntunar lögmanna, starfsábyrðar- LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 > 35 Ingimar Ingason: CCBE SAMTÖK LÖGMANNAFÉLAGA Í EVRÓPU Hlutverk Hvað er CCBE og hvert er hlutverk samtakanna? Það er kannski erfitt að svara þessum spurningum í stuttu máli en í hnotskurn má segja að CCBE sé sameiginlegur vettvangur fyrir lögmannafélög í Evrópu og eiga um 750.000 lögmenn frá 35 ríkjum aðild að samtökunum gegnum félög sín. Hlutverk CCBE er að koma fram fyrir hönd þeirra lögmannafélaga, sem aðild eiga að því, í málefnum er varða sameiginlega starfstengda hagsmuni,

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.