Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 42

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 42
Á fundi Vinnuréttarfélagsins þann 20. janúar 2006 var fjallað um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu frá 11. janúar í sameinuðum málum Sörensen og Rasmussen gegn Danmörku og for- dæmisgildi hans hér á landi. Í málinu reyndi á gildi aðildarskylduákvæða kjarasamninga (closed shop) í Dan- mörku. Erindi héldu Björg Thoraren- sen, prófessor við lagadeild Háskóla Ís- lands, og Elín Blöndal, dósent við Við- skiptaháskólann á Bifröst en hún er jafnframt forstöðumaður Rannsókn- arseturs vinnuréttar og jafnréttismála. Málsatvik Sørensen réði sig í tveggja mánaða sumarvinnu í fyrirtæki og var tilkynnt um leið að honum væri skylt að vera meðlimur í tilteknu stéttarfélagi, SID. Hann vildi hins vegar vera í öðru stétt- arfélagi, neitaði að greiða félagsgjöld til SID og var í framhaldi af því sagt upp störfum. Rasmussen, sem er garðyrkjumaður, var atvinnulaus þegar honum var boð- ið starf við garðyrkju með því skilyrði að hann gerðist félagi í SID en at- vinnurekandinn hafði gert kjarasamn- ing með aðildarskylduákvæði við það stéttarfélag. Hann tók starfinu og gekk aftur í SID sem hann hafði áður sagt sig úr, enda þótt hann væri enn sömu skoðunar varðandi pólitíska afstöðu þess. Ágreiningslaust var í málinu að Rasmussen mundi missa starfið ef hann segði sig úr SID. Báðir kærendur töldu að þeir væru þvingaðir til að vera í stéttarfélagi og að sú þvingun sem þeir sættu bryti í bága við rétt þeirra til að standa utan stéttar- félaga sem verndaður væri í 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Niðurstaða dómsins Í málinu reyndi á löggjöf í Danmörku frá 1982 þar sem lagt er bann við brott- rekstri starfsmanna á grundvelli félags- aðildar þeirra. Lögin heimiluðu þó frá- vik frá þeirri meginreglu og stóðu ekki í vegi fyrir brottrekstri þeirra Sörensen og Rasmussen á grundvelli stéttarfé- lagsaðildar. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á rétti beggja kærenda til að standa utan félaga skv. 11. gr. Mannréttinda- sáttmálans. Vísaði dómstóllinn m.a. til þess að lítill stuðningur væri í aðildar- ríkjum Evrópuráðsins við að viðhalda slíkum ákvæðum í kjarasamningum og tók sérstaklega fram að utan Dan- merkur væri slík ákvæði aðeins að finna á Íslandi. Áhrif dómsins Á fundinum gerði Björg Thorarensen grein fyrir efni málsins og útskýrði af- stöðu Mannréttindadómstólsins í ljósi fyrri dómaframkvæmdar. Sagði hún svör dómsins við þeirri spurningu hvort rétturinn til að standa utan félags njóti jafnrar verndar, og rétturinn til að vera í félagi, ekki nægilega skýr en dómstóllinn tók fram að það réðist einfaldlega af atvikum máls hverju sinni. Þá benti hún á að samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadóm- stólsins séu málefni vinnumarkaðarins eitt þeirra sviða þar sem ríki hafa venjulega meira svigrúm til mats en al- mennt gerist. Dómstóllinn hafi þó ekki talið það eiga við í þessu máli án þess að færa fram sérstök rök fyrir því. Loks taldi hún athyglisvert að það réði ekki úrslitum í málinu, eins og fyrri málum af svipuðum toga, hversu þungbær þvingunin hefði verið fyrir kærendur og hvaða afleiðingar hún hafði. Björg taldi óvarlegt að slá því föstu að dómurinn hafi engin áhrif hér á landi en ekki væri hægt að draga af- dráttarlausar ályktanir af honum. Dómstóllinn virtist nú leggja meiri áherslu en áður á valfrelsi launþeganna en minni áherslu á afleiðingar þess að neita að ganga í félag. Með því stígi dómstóllinn skrefi lengra en áður varð- andi túlkun 11. gr. sáttmálans. Þá stað- festi dómurinn fyrri afstöðu sína að að- ildarríkjum beri að hafa afskipti af því hvernig aðilar vinnumarkaðarins skipi þessum málum en verði ella dregnir til ábyrgðar fyrir brot á ákvæðum sátt- málans. Elín Blöndal fjallaði um aðildarskyldu og forgangsréttarákvæði hér á landi í ljósi dómsins. Hún gerði grein fyrir þeirri aðgreiningu sem gerð hefur ver- ið á síðustu árum hér á landi á aðildar- skylduákvæðum kjarasamninga annars vegar og forgangsréttarákvæðum hins vegar en sambærileg aðgreining hefur ekki verið gerð í Danmörku. Elín tók fram að enda þótt dómurinn fjalli út af fyrir sig um aðildarskyldu að stéttarfé- lögum, sem sé hverfandi hér á landi, bendi rökstuðningur dómstólsins til þess að hann geri ekki greinarmun á slíkum ákvæðum og forgangsréttar- ákvæðum. Það sem skipti máli sé hvort skylda til að vera í félagi feli í sér slíka 42 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 Fundur Vinnuréttarfélags Íslands um nýjan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu: Brjóta forgangsréttarákvæði kjarasamninga gegn Mannréttindasáttmála Evrópu? Elín Blöndal.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.