Lögmannablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 17
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2006 > 7 Í 2. tölublaði Lögmannablaðsins 2006 birtist grein eftir Björn Þorvaldsson, löglærðan fulltrúa hjá RLS, undir heit- inu „Gagnrýni á lögreglu og ákæruvald svarað.“ Grein Björns var rituð til andsvara við grein minni sem birtist í 1. tölu- blaði Lögmannablaðsins 2006, þar sem ég gagnrýndi störf ákæruvalds á sviði efnahagsbrota og tvo dóma Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2005 í því sambandi. Í svargrein sinni fer Björn töluvert geyst, sakar mig um rangfærslur og rakalausar fullyrðingar. Ég ætla ekki að þreyta lesendur Lögmannablaðsins með því að elta ólar við allt það í grein Björns sem ég tel rangt eða mér mislíkar, en sé mig hins vegar knúinn til að benda á eftirfarandi: - Hinn 15. júní 2006 kvað Hæstiréttur upp dóm í öðru af þeim málum sem um ræðir (Hæstaréttarmál nr. 38/2006). Með þeim dómi var staðfest réttmæti þeirrar gagnrýni sem ég hafði uppi í grein minni um málatil- búnað ákæruvaldsins og niðurstöðu héraðsdómsins í því máli. – Niðurstaða í framangreindum dómi Hæstaréttar, um að brotin væru ekki stórfelld og brottfall fangelsisrefsingar af þeim sökum, hafði ekkert að gera með þær breyting- ar sem gerðar voru á skattalögum við setningu laga nr. 134/2005. – Það eru ný sannindi fyrir mér, og líkast til fleirum, ef það felst í hlutverki ákæruvalds „að láta á það reyna“ hvort til- tekin háttsemi fellur undir refsilagaákvæði. Það er dálítið uggvekjandi tilhugsun, ef þeir sem með ákæruvald fara eru á þeirri skoðun. Skort hefur á að vinnubrögð síðustu misseri við útgáfu ákæra í efnahagsbrotamálum hafi verið nægilega vönduð eins og dómar sýna. Það er vissulega vont og verður enn verra ef fulltrúar ákæruvaldsins vilja ekki taka málefnalegri gagnrýni á slík vinnubrögð. Ákæruvaldinu fylgja gríðarleg völd en samfara þeim mikil ábyrgð, m.a. um að vandað sé til allra verka. Garðar G. Gíslason hdl. Að gefnu tilefni

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.