Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 30

Lögmannablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 30
inGólfUr Kr. MAGnússon HDl. Aðsent efni deilt á hæfi dómarans ­leiðir þekking og reynsla til vanhæfis?­ Í ÞESSari grEin er að finna hugleiðingar greinarhöfundar um hæfi sérfróðra meðdómenda í líkamstjónamálum. til einföldunar verður talað um stefnanda og átt við stefnanda í héraði, eða tjónþola. Þegar talað er um stefnda er átt við stefnda í héraði, eða tryggingarfélag. Þann 21. október 2010 staðfesti þriggja manna dómur Hæstaréttar niðurstöðu héraðsdóms um ósönnuð orsakatengsl milli umferðarslyss og líkamstjóns stefnda í máli Hrd. 21/2010. Vísaði Hæstiréttur sérstaklega til þess að í héraði hefði málið verið dæmt, auk dómara, af tveimur sérfróðum með dómendum þar sem finna mætti ítarlegan rökstuðning fyrir niðurstöðunni. niðurstaðan fór gegn dómkvöddu yfirmati sem hafði staðfest orsakatengsl. Hæfnin var því óumdeild og engar athugasemdir gerðar við hæfi þeirra. Sérfróðu meðdómsmennirnir eru báðir vanir matsmenn og hafa metið líkamstjón fyrir ýmis tryggingafélög, hvort sem það er með dómkvaðningu eða ekki. Vafalaust líka fyrir stefnda, sem hefur ríflega þriðjungs hlut á vátryggingamarkaði. Í máli Hrd. nr. 201/2007 frá 6. desember 2007 var m.a. fjallað um vinnuferli annars meðdóms- mannsins í óskyldu matsmáli fyrir stefnda, svo hann hefur a.m.k. komið að einu máli fyrir stefnda. Viku fyrr eða þann 14. október 2010 vísaði sami þriggja manna dómur Hæstaréttar máli aftur í hérað í máli Hrd. nr. 781/2009 vegna vanhæfis annars hinna sérfróðu meðdómsmanna í því máli. Ástæðan var að hann hafði metið 74 slysamál fyrir stefnda á árunum 2008-2010 án þess að fyrir lægi í hve mörg skipti meðdómandinn hafði verið tilnefndur af stefnda eða af umboðsmönnum tjónþola. Segir því í reifun Hæstaréttar: „... að leggja yrði til grundvallar að V hefði á greindu tímabili oft tilnefnt m af sinni hálfu til trúnaðarstarfa við örorkumat. Yrði að fallast á með J að hann þyrfti ekki við þessar aðstæður að sæta því að m tæki á sama tíma sæti sem meðdómsmaður í málinu, sbr. g. lið 5. gr. laga nr. 91/1991.“ athyglisvert er að fallist hafi verið á vanhæfi meðdómanda í Hrd. nr. 781/2009. mat í 74 slysmálum á þriggja ára tímabili fyrir félag með ríflega þriðjungs markaðshlutdeild (tölur fengnar frá félaginu sjálfu) telst ekki vera mikill fjöldi. matslæknar á Íslandi skipta ekki hundruðum heldur skipta þeir örfáum tugum. Þá hafa örfáir s.k. CimE-réttindi (Certified indipendent medical Examiner) sem er sérnám í mati á afleiðingum líkamstjóna. Árið 2007 voru þeir 5 og nú eru þeir nokkru fleiri. meðdómandinn hefur haft slík réttindi lengi. Þegar slys eru metin hjá vátrygginga- félögum fer það þannig fram að félagið og tjónþoli, eða lögmaður hans, koma sér saman um 1-2 hæfa matsmenn. reynum að setja tölur í Hrd. nr. 781/2009 í samhengi: Samkvæmt heimildum umferðarstofu slösuðust 1299 í umferðarslysum árið 2009, 1585 árið 2008 og 1673 árið 2007. Þá eru umferðarslys ekki tæmandi talning þeirra líkamstjóna sem tryggingafélög gera upp með örorkumati. Vinnuslys, frítímaslys og önnur slys eru vafalítið a.m.k. jafnmörg. Sem dæmi má nefna að fjöldi samþykktra slysmála hjá slysatryggingum almannatrygginga var yfir 1200 á hverju þessara ára skv. staðtölum Sjúkratrygginga Íslands. Opinberar tölur hjá umferðarstofu og Sjúkratryggingum liggja ekki fyrir vegna ársins 2010. Sérfróði meðdómandinn hafði því metið fjölda sem samsvarar um 1,6% af heildarumferðarslysafjölda þessara ára fyrir stefnda. Það er u.b.b eitt mál af hverju 61. tölfræðilega er það lægra hlutfall en ef slysum hefði verið skipt jafnt á virka matsmenn og því hafði meðdómandinn í raun minni tengsli við félagið en meðalmatslæknirinn. Ítrekað er að bótaskyld slys eru vafalaust fleiri hjá tryggingafélögum en bara fjöldi umferðarslysa. Einnig er athyglisvert að í máli Hrd. nr. 21/2010 þótti ekki ástæða til að gera athugasemd við hæfi meðdómenda enda var þess ekki krafist. allar líkur eru á að a.m.k. annar hinna sérfróðu matsmanna í því máli hafi unnið nokkrar matsgerðir fyrir tryggingafélög. óhætt er að fullyrða að einhverjar þeirra hafa verið fyrir stefnda í málinu, mögulega fleiri en ein af hverrri 61 matsgerð, án þess að nokkuð liggi fyrir um það enda var það ekki kannað af réttinum. dómarnir eru kveðnir upp með viku bili af sömu dómurum Hæstaréttar. Í Hrd. 781/2009 eru gerðar mjög strangar kröfur til sérfróðra meðdómenda. Þeir áðurgreindu örfáir tugir (á bilinu 20- 30) virku matslæknar sem eru að meta fyrir tryggingafélög og tjónþola, eða umboðsmenn þeirra, að tilnefningu annars aðilans, eru þeir sem hafa mesta þekkingu og reynslu í mati á afleiðingum líkamstjóna. með dómnum slær rétturinn því föstu að þeir læknar séu vanhæfir til að taka sæti sem sérfróðir meðdómsmenn vegna tengsla við vátryggingafélögin. Ég spyr því: Hverjir eru þá eftir sem sérfróðir meðdómsmenn þegar kemur að því að meta afleiðingar líkamstjóns fyrir dómi? Einnig spyr ég: Leiðir þekking og reynsla meðdómenda (hæfni) til vanhæfis í þeim tilvikum?

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.