Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 24
24 lÖgmaNNaBlaÐIÐ tBl 02/11 Aðsent efni Hinn 25. MarS síðastliðinn minntist Félag kvenna í lögmennsku auðar auðuns sem frumkvöðuls og fyrir- myndar á aldarafmæli hennar. Haldið var veglegt málþing í tjarnarsal ráðhúss reykjavíkur og héldu þar erindi, auk undirritaðrar Hanna Birna kristjánsdóttir forseti borgarstjórnar og fyrrv. borgarstjóri og ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Landsvirkjunar og fyrrv. dómsmálaráðherra, Þóranna Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá auði Capital og kjarnorkukonurnar og mæðgurnar Guðrún Sesselja arnardóttir hæstaréttarlögmaður og Guðrún erlendsdóttir fyrrv. hæstaréttardómari. Félaginu til fulltingis við undir- búning og framkvæmd málþingsins voru fjölskylda auðar, reykjavíkurborg og auður Capital ásamt nokkrum lögmannsstofum sem styrktu mál- þingið rausnarlega. Það voru Logos lögmannsþjónusta, Lex lögmannsstofa, Juris, Fulltingi, advel lögfræðiþjónusta og acta lögmannsstofa. þegar fyrsti „meydómur“ féll á íslandi Haustið 1930 innritaðist auður auðuns í lagadeild Háskóla Íslands. Á þessum tíma var háskólinn í fjórum deildum, en auk lagadeildar var læknadeild, guðfræðideild og deild norrænna fræða. Fáeinar konur voru í læknadeildinni, engin í guðfræðideild né í norrænu deildinni en alls voru stúdentar Háskóla Íslands 250, þar af 40 í lagadeildinni. Hinn 11. júní 1935 þreytti auður auðuns embættispróf í lögum frá Háskóla Íslands, fyrst kvenna. eftir útskrift bjó hún í heimabæ sínum Ísafirði og vann þar við ýmis lögfræðitengd störf og praktíseraði, en var þó aldrei með málflutningsstofu eða málflutningsréttindi. Strax árið 1935, útskriftarárið, var auður sett sem dómari í einu máli við skiptaréttinn í Ísafjarðarsýslu en sitjandi bæjarfógeti og sýslumaður varð að víkja sæti vegna tengsla við aðila. var það í fyrsta sinn sem kona settist í dómarasæti á Íslandi og mikill tímamótaviðburður. var síðar haft eftir auði sjálfri að gamansamur skólabróðir hennar hafi kallað þennan atburð „þegar fyrsti meydómur féll á Íslandi“. stjórnmálaþátttaka auðar Árið 1936 giftist auður Hermanni Jónssyni hæstaréttarlögmanni og eignuðust þau fjögur börn. Haustið 1945 lét auður tilleiðast að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í reykjavík. varð hún þar í þriðja sæti. var það í fyrsta sinn sem prófkjör var haldið á Íslandi og má það teljast verulega óvænt að kona skyldi hafa náð svo langt sem raun ber vitni. eftir nauman félag kvenna í lögmennsku minnist aldarafmælis: auður auðuns, frumkvöðull og fyrirmynd

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.