Lögmannablaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 12
12 lögmannaBlaðið tBl 04/13 LögmAnnsstARFið ER VAndAsAmt. meðal þess sem lögmaður þarf að hyggja vel að eru samskipti hans við skjólstæðing sinn. Reynt getur á fjölmörg atriði sem sum hver koma iðulega upp og heyra til hefðbundinna þátta í starfi lögmanns. önnur eru sem betur fer sjaldgæfari. Eitt þeirra er þegar umbjóðandi óskar eftir að lögmaður geri eitthvað sem stríðir gegn lögum eða láti eitthvað ógert sem honum ella bæri lögum samkvæmt að gera. sem dæmi um fyrrnefnda tilvikið má nefna að umbjóðandi óski eftir að lögmaður útbúi skjal um ráðstöfun eignar í aðdraganda gjaldþrots sem felur í sér skilasvik samkvæmt 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ýmis önnur dæmi mætti nefna um beiðnir frá umbjóðanda lögmanns um verk sem lögmanni er óheimilt að vinna. í slíkum tilvikum getur myndast þrýstingur frá umbjóðanda sem lögmaður má ekki láta undan. skiptir þá að sjálfsögðu engu máli þótt um sé að ræða viðamikið verk og há þóknun í boði eða að hörð samkeppni ríki milli lögmanna á því sviði sem umbjóðandinn starfar á og lögmaðurinn missi ella önnur viðskipti við umbjóðandann til annars lögmanns. Þegar sú staða kemur upp sem lýst er að framan er þess fyrst að geta að lögmenn geta vitaskuld ekki, frekar en aðrar starfsstéttir, í skjóli starfa sinna fyrir umbjóðendur sína sér að refsilausu gerst brotlegir við þau lög sem gilda í landinu. í því sambandi er þvert á móti rétt að hafa í huga að lögmenn eru opinberir sýslunarmenn og bera skyldur samkvæmt því, eins og fram kemur í 3. mgr. 1. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998, sbr. 1. gr. laga nr. 93/2004. um starfsskyldur lögmanna segir í 18. gr. lögmannalaga að þeim beri í hvívetna að rækja af alúð þau störf sem þeim er trúað fyrir og neyta allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna. Þá skal minnt á að í siðareglum Lög­ manna félags íslands (codex ethicus), sem félagið setur lögmönnum, sbr. nú 2. mgr. 5. gr. lögmannalaga, er meðal annars að finna reglur um góða lögmannshætti almennt og skyldur lögmanns gagnvart skjólstæðingi sínum. Að því er varðar mál af því tagi sem hér eru gerð að umræðuefni má einkum vekja athygli á ákvæði 1. gr. siðareglnanna, sem geymir grundvallarreglu. Þar segir að lögmanni beri að efla rétt og hrinda órétti. Hann skuli svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku. í 2. gr. er tekið fram að lögmaður skuli gæta heiðurs lögmannastéttarinnar, jafnt í lögmannsstörfum sínum sem öðrum athöfnum. Þá mælir 3. gr. svo fyrir að lögmaður skuli vera óháður í starfi og megi ekki láta óviðkomandi hagsmuni, hvort heldur eigin eða annarra, hafa áhrif á vinnu sína í þágu skjólstæðings síns. Loks er beinlínis sagt í 10. gr. að lögmaður skuli ætíð gefa skjólstæðingi hlutlægt álit á málum hans. samkvæmt 20. gr. lögmannalaga er lögmanni aldrei skylt að taka að sér verk sem leitað er til hans um, nema um sé að ræða skipun eða tilnefningu sem verjandi eða réttargæslumaður í sakamáli. Þá getur lögmaður á öllum stigum sagt sig frá verki, enda gæti hann þess að umbjóðandi hans verði ekki af þeim sökum fyrir réttarspjöllum, sbr. 6. mgr. 21. gr. laganna. í 3. mgr. 3. gr. siðareglnanna er þessi regla áréttuð, en þar segir að lögmaður ráði því sjálfur hvort hann taki að sér verk eða ekki, nema lög bjóði annað. Pistill forMAnns „... sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku“ JónAs Þór GUðMUnDsson Hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.