Lögmannablaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 28
28 lögmannaBlaðið tBl 04/13 UMfJÖllUn áhugaverðast að fást við mál sem tengjast sögulegum atburðum í evrópu davíð Þór BJörgvinsson hefur nýlega lokið störfum sem dómari við mannréttindadómstól evrópu eftir níu ár í strassBorg í frakklandi. á Þessum tíma hefur hann komið að mörgum mannréttindamálum en einnig lauk hann fyrr í haust doktorsgráðu í ÞJóðarétti við université de strasBourg. ný heimkynni Bíða davíðs en hann hefur nú ráðið sig í stöðu prófessors við lagadeild kaupmannahafnarháskóla Þar sem íslendingar lærðu lög forðum. lögmannaBlaðið ræddi við davíð á Þessum tímamótum. Hvernig var að búa og starfa í Strassborg? Ég er búinn að vera í strassborg frá árinu 2004 og líkaði vel. Framan af var fjölskyldan með mér en síðustu fimm árin bjó ég þar að mestu einn. Það er margt að gerast í strassborg og þótt hún sé ekki stórborg þá er menningarlífið blómlegt og maður naut þess að vera í félagsskap þeirra sem starfa hjá Evrópuráðinu og tilheyra því. Það sem mér hefur þótt áhugaverðast í starfinu er að fást við mál sem tengjast mikilvægum atburðum í sögu Evrópu. til dæmis eru fjöldi mála til meðferðar sem eru afleiðingar af hruni kommúnistaríkjanna. með því að fást við slík mál fæst einstök innsýn í þau vandamál sem þessi lönd hafa verið að glíma við. Einnig tók ég þátt í að dæma fjölda mála frá tyrklandi sem hafa verið mjög forvitnileg. Einkum fékkst ég mikið við mál sem spruttu af innrás tyrkja í kýpur árið 1974, fyrir 40 árum síðan, en það er ennþá verið að fást við eftirmál hennar. Þúsundir manna voru reknir burtu af heimilum sínum og af þessu risu eignaréttarmál, sem og mál er varða rétt til friðhelgi einkalífs, þar sem fólk hefur ekki getað snúið aftur. Einnig hvarf fjöldi manna sporlaust og ættingjar leituðu réttar síns. Þá sætti fólk illri meðferð í fangelsi. svona mætti lengi telja. Afleiðingarnar sem þessi innrás hafði fyrir þúsundir manna voru og eru enn skelfilegar. Eins má geta um einn málaflokk, sem ég hef sinnt mjög mikið síðustu árin, en það eru svokölluð „Rule 39“ mál þar sem kærendur fara fram á lögbann við því að verða snúið aftur til heimalands síns vegna hættu á illri meðferð. mörg þessara mála tóku mikið á. í dómarastarfinu hafði ég einnig tækifæri til að heimsækja mörg þessara landa til að taka þátt í fundum með æðstu dómurum þar, kenna á nám­ skeiðum og halda fyrirlestra. Það má til dæmis nefna lönd eins og kýpur, Azerbaijan, Armeníu, tyrkland, moldóvu og Balkanríkin, þ.e. svartfjallaland, serbíu, makedóníu, Bosníu­Herz­ egovínu, og ýmis fleiri. kannski eru þó eftirminnilegastar ferðir til Bahrain við Persaflóa (sem auðvitað er þó ekki aðildarríki) til að kenna á námskeiði um réttláta málsmeðferð annars vegar og tjáningarfrelsið hins í samstarfi við bandarísku lögmannasamtökin fyrr á þessu ári. mannréttindavernd á þessum slóðum er víða mjög ábótavant. Þannig er vissulega margs skemmtilegs og áhugaverðs að minnast sem vonandi hefur orðið og á eftir að verða einhverjum til góðs. mörg eftirminnileg mál Má segja að dómarastarf hjá MDE snúist um að láta gott af sér leiða? jú, þetta snýst um mannréttindi, snýst um fólk. markmiðið með sáttmálanum er að vernda einstaklinga gegn því að mannréttindi þeirra séu fótum troðin. Það má auðvitað orða þetta svo að

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.