Lögmannablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 6
6 lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13 Af VettVAnGi fÉlAGsins ÞANN 26. ApríL sl. fór fram útskrift af námskeiði til öflunar réttinda til að vera héraðsdómslögmaður. Alls útskrifuðust 36 lögfræðingar að þessu sinni ­ 16 konur og 20 karlar. til fróðleiks má geta þess að af þeim 39 sem þreyttu próf á fyrri hluta námskeiðsins í fyrsta sinn, náðu aðeins 12 þátttakendur fullnægjandi árangri, eða 31%, en 27 þátttakendur ­ 69% ­ þurfa hins vegar að reyna að nýju. Þá náðu 23 þátttakendur (66%) af þeim 35, sem skráðir voru í endurtektarpróf vegna falls á fyrri námskeiðum, fullnægjandi árangri. II AðALfuNdir LöGMANNAféLAGs íslands og félagsdeildar LMfí 2013 fóru fram á hilton hótel Nordica miðvikudaginn 8. maí s.l. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf, auk þess sem tillaga lá fyrir um hækkun árgjalds til lögbundna hluta félagsins og félagsdeildar. formaður félagsins, jónas Þór Guðmundsson, hrl., gerði grein fyrir skýrslu félagsstjórnar og stiklaði á stóru úr starfi félagsins á liðnu starfsári. Að því loknu kynnti ingimar ingason, framkvæmdastjóri LMfí, ársreikninga félagsins og félagsdeildar fyrir árið 2012. Afkoma félagsins og félagsdeildar á síðasta ári var í heild jákvæð. hagnaður af rekstri lögbundna hluta félagsins nam kr. 1.253.370, en hins vegar var lítilsháttar tap af rekstri félagsdeildar upp á kr. 134.594. jónas Þór Guðmundsson hrl. var endurkjörinn formaður félagsins. jóna Björk helgadóttir hdl. og karl Axelsson hrl., voru kjörin í stjórn í stað Borgars Þórs einarssonar hdl. og óskars sigurðssonar hrl. Auk þeirra þriggja sitja áfram þær Guðrún Björk Bjarnadóttir hrl., og Guðrún Björg Birgisdóttir hrl. í varastjórn voru kjörin jóhannes rúnar jóhannsson hrl., Berglind svavarsdóttir hrl. og óttar pálsson hrl. Gústaf Þór tryggvason hrl., og Othar örn petersen hrl., voru kjörnir skoðunarmenn félagsins og Þorbjörg i. jónsdóttir hrl., til vara. Þá voru kjörin í laganefnd félagsins næsta starfsár þau jón sigurðsson hrl., sigurður Guðmundsson hdl., Grímur sigurðarson hdl., reimar pétursson hrl., Arnar Þór stefánsson hrl., Marta Margrét ö. rúnarsdóttir hdl. og eiríkur s. svavarsson hrl. Á fundinum var samþykkt tillaga um hækkun árgjalds til skyldubundna hlutans úr kr. 42.000 í kr. 49.000. jafnframt var samþykkt hækkun árgjalds félagsdeildar úr kr. 9.500 í kr. 10.500. koma þessar hækkanir til framkvæmda á árinu 2014. II Hdl.-námskeið aðalfundur lmFÍ nýkjörin stjórn lögmannafélags Íslands. F.v. Karl axelsson hrl. gjaldkeri, Jóna Björk Helgadóttir hdl. varaformaður, Jónas Þór guðmundsson hrl. formaður og guðrún Björk Bjarnadóttir hdl. ritari. Á myndina vantar guðrúnu Björgu Birgisdóttur hrl. meðstjórnanda en hún situr jafnframt í stjórn námsjóðs lmFÍ.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.