Lögmannablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 24
24 lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13 Af VettVAnGi fÉlAGsins jóN steiNAr GuNNLAuGssON hrL. og fyrrum dómari við hæstarétt íslands gaf á dögunum út ritgerðina Veikburða Hæstiréttur, verulegra úrbóta er þörf. ritgerðin er áhugaverð fyrir margar sakir en þó einkum vegna þess að þar eru lagðar fram hugmyndir að breytingum á skipan dómstóla á íslandi auk þess sem í henni má finna harða gagnrýni á störf hæstaréttar og þá dómara sem þar sitja. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrum dómari við hæstarétt íslands talar opinskátt um reynslu sína og upplifun af æðsta dómstól landsins. hvort sem lesendur ritgerðarinnar eru sammála eða ósammála hugmyndum jóns steinars og framsetningu gagnrýni hans, þá hljóta flestir að vera sammála um það að skrifin eru merkileg. Það vekur því furðu að umræða um ritgerðina hafi ekki verið meiri en raun ber vitni á opinberum vettvangi. „málefni Hæstaréttar eru málefni sem þarf að ræða“ Þann 28. maí sl. var haldinn hádegis­ verðarfundur á vegum Lögmannafélags íslands þar sem jón steinar gerði grein fyrir helstu atriðum ritgerðar sinnar. fundinn hóf jón steinar á framangreindum orðum. hann lýsti vonbrigðum sínum með þá tregðu íslenskra lögfræðinga við að gagnrýna störf hæstaréttar. tregðuna telur jón steinar að vissu leyti skiljanlega, sérstaklega á meðal lögmanna, en engu að síður sé gagnrýni á störf réttarins afar mikilvæg. hæstiréttur íslands er ein valdamesta stofnun landsins og þeir aðilar sem þar sitja þurfa aldrei að endurnýja umboð sitt eða standa neinum reikningsskil á verkum sínum. nýr Hæstiréttur Að mati jóns steinars er málafjöldi við hæstarétt á hverjum tíma slíkur að engin leið sé fyrir einstaka dómara að sinna verkefnum sínum af þeirri kostgæfni sem nauðsynlegt er. Þetta ástand er óviðunandi, að mati jóns, og hefur leitt til þess að dómarar við réttinn hafa treyst um of á meðdómendur sína við dómsúrlausnir, einkum frummælandann í málinu. Nefnir jón nokkur dæmi þess í ritgerðinni en hann bendir á að þetta kunni að vera óhjákvæmileg afleiðing þess álagsvanda sem rétturinn stendur frammi fyrir. Þá telur jón það vera óásættanlegt að tæplega 80% mála við hæstarétt skuli vera dæmd af þremur dómurum, sem er aðeins þriðjungur skipaðra dómara og nú um stundir raunar einungis fjórðungur. hæstiréttur íslands er æðsti dómstóll landsins og því sé mikilvægt að dómar hans hafi styrkar stoðir, ekki síst vegna fordæmisgildi þeirra. til að leysa þann álagsvanda sem blasir við hæstarétti vill jón steinar að Áfram deilt á dómarana Jón steinar gunnlaugsson fv. hæstaréttardómari á hádegisverðarfundi 28. maí sl. Hjörtur torfason fv. hæstaréttardómari tók undir orð Jóns steinars. F.v. ólafur gústafsson hrl., Hjörtur torfason og magnús thoroddsen fv. hæstaréttardómari.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.