Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 10
10 lögmannaBlaÐiÐ tBl 01/13 undAnfArið HEfur vErið talsverð umræða um birtingu dóma og úrskurða á heimasíðu dómstólanna í kjölfar þess að dómstólaráð setti nýjar reglur um birtingu þeirra1. Samkvæmt nýju reglunum verður nafnleynd viðhöfð í dómum sem birtast á netinu í mun ríkari mæli heldur en áður hefur verið og færri dómar munu birtast. reglurnar eru umdeildar bæði innan og utan dómstóla en gildistöku þeirra var frestað um fjóra mánuði, til ársbyrjunar 2014. engin skylda til birtingar úrlausna Héraðsdómstólunum er lögum sam- kvæmt ekki skylt að birta úrlausnir sínar opinberlega en þeim er það þó heimilt með vissum takmörkunum sbr. inntak 16. gr. laga nr. 88/2008. Byrjað var að birta dómsúrlausnir héraðsdómstólanna á heimasíðu dómstólaráðs árið 2006 og var þá megintilgangur birtingarinnar „... að gefa hinum almenna borgara kost á að kynna sér milliliðalaust dómsniðurstöður í hinum ýmsu málum, en þurfa ekki að treysta á fjölmiðlaumfjöllun, frekar en þeir sjálfir kjósa,“ eins og segir í fréttatilkynningu dómstólaráðs frá árinu 20072. Síðan þá hafa skoðanir héraðsdómara um birtingarnar verið skiptar þó svo flestir telji nú að þar sem dómsúrlausnir hafi verið birtar um nokkurra ára skeið, sé ótækt að hverfa alfarið frá þeirri tilhögun. Birting dóma á netinu: sjálfsögð upplýsingagjöf eða brot á persónuvernd? UMfJöllUn Í 16. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, er dómara skylt gegn greiðslu gjalds að láta þeim sem óska í té staðfest endurrit úr dómabók og af úrskurðum og ákvörðunum sem færðar hafa verið í þingbók. Áður en endurrit eru afhent skuli afmá úr þeim þau atriði sem eðlilegt er að fari leynt m.t.t. almanna­ eða einkahagsmuna. Hið sama eigi við ef dómar eða aðrar úrlausnir eru birtar opinberlega, svo sem á vefsíðum.“ 1 „reglur um birtingu dóma og úrskurða á heimasíðu héraðsdómstólanna.“ tilkynning dómstólaráðs nr. 1/2013. 2 heimasíða dómstólanna: http://www.domstolar.is/greinar/nr/271/ Prentað út 23. september 2013.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.