Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 12
12 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/14 UMFJÖLLUN Af birtingum dóma og stjórnvaldsákvarðana Á ÁRINU VORU bæði á vettvangi dómstólaráðs og Hæstaréttar settar nýjar reglur um birtingu dóma. Segja má að þar togist á tvenns konar sjónar­ mið, annars vegar mikilvægi þess að dómar séu birtir og hins vegar að vernda persónur sem í hlut eiga í dómsmálum. Almennt séð gegnir opinber birting dóma mikilvægu hlutverki í réttarkerfinu og hið sama má segja um birtingu á úrskurðum og ákvörðunum stjórnvalda. Þróunin hefur verið hröð í þessum efnum með tilkomu netsins, einkum hvað birtingu á vettvangi dómstólanna en einnig hjá stjórnsýslunni. Um 15 ár eru síðan að dómar Hæstaréttar fóru að birtast á vef dómstólsins og frá og með 2006 hófust birtingar á héraðsdómum. Þá hafa rafræn dómasöfn komið til sögunnar og sífellt er unnið að því að bæta þau og gera aðgengilegri. Aukið aðgengi að upplýsingum Fréttaflutningur af dómum hefur að sama skapi stóraukist og þótt sú þróun sé jákvæð í grunninn þá vekur hún upp ýmsar spurningar um hvaða upplýsingar eigi að birta og hvað ekki. Dómar, úrskurðir og ákvarðanir hafa oftar en ekki að geyma margvíslegar upplýsingar um þá sem að málinu koma. Þá gleymir Internetið seint því sem á annað borð fer þar inn. Hafi nafn fólks ratað inn í úrlausnir dómstóla eða stjórnvalda sem birtar hafa verið á netinu er nánast öruggt að þær upplýsingar finnast í „gúgli“ eða annarri leit á netinu um ókomna framtíð og í ákveðnum málum geta þau viðurlög, ef svo má kalla, verið einna þungbærust fyrir þá sem í hlut eiga. Sem fyrr segir voru settar reglur um þessi mál á árinu, bæði á vettvangi dómstólaráðs og Hæstaréttar. Í reglunum kemur m.a. fram að gæta skuli nafnleyndar í einkamálum sem fjalla um viðkvæm málefni. Í reglum Hæstaréttar er heimildin að vísu einskorðuð við heilsufarsupplýsingar en í reglum dómstólaráðs er talað um „viðkvæm persónuleg málefni“ og mál sem varða læknamistök tekin í dæmaskyni. Áhersla á nafnleynd hefur frekar verið á nafnleynd í tengslum við birtingu dóma á sviði saka­, sifja­ og persónuréttar en ljóst er þó í einkamálum geta komið fram margvíslegar upplýsingar um einstaklinga, t.d. tekjur og fjárhag í málum sem varðar skuldir eða upplýsingar um heilsufar í skaðabótamálum. Fullnægjandi vernd? Það getur því varðað miklu að dómar, úrskurðir og ákvarðanir stjórnvalda séu nafnahreinsaðir þegar kemur að birtingu. Því má hins vegar velta fyrir sér hvort sú vernd dugi í öllum tilfellum til, t.d. í fámennari samfélögum, þar sem lítið mál kann að vera að lesa á milli línanna um hverjir eigi í hlut, þótt nafn viðkomandi komi ekki fram með beinum hætti. Í þessu samhengi er einnig áhugavert að velta fyrir sér hvað er birt og hvað ekki. Almennt eru héraðsdómar birtir en á því eru ýmsar óreglubundnar undantekningar. Inn í þetta spilar eflaust mikið álag á dómstólum og aukavinna við að t.d. þurfa að nafnahreinsa dóma fyrir birtingu á netinu. Tekið skal þó fram að ekkert bendir til annars en að úrlausnir héraðsdómstóla eru almennt og í langflestum tilfellum birtar á netinu. Birtingar innan stjórnsýslunnar Í stjórnsýslunni getur verið verulegur munur eftir sviðum og stofnunum um hvað er birt og hvað ekki þótt almennt sé íslenska stjórnsýslan dugleg við að birta. Ekki er fyrir hendi almenn regla um þetta atriði, stjórnsýslulög hafa t.a.m. ekki að geyma aðra skyldu á stjórnsýslunni en að birta fyrir aðilum í hverju máli. Skylda til birtinga getur þó verið í sérlögum. Dæmi um það er t.d. yfirskattanefnd sem ber samkvæmt 14. gr. laga nr. 30/1992 um yfirskattanefnd að birta helstu úrskurði sína á vefsíðu sinni. Ef ekki er kveðið svo á um virðast stjórnvöld þó ekki telja sér ekki skylt að birta niðurstöður sínar þótt vissulega séu mörg dæmi um að slíkt sé gert. Færst hefur í vöxt að úrskurðarnefndir séu settar á stofn innan stjórnsýslunnar og hafa úrskurðir þeirra almennt verið birtir og þá nafnahreinsaðir. Ekkert birt í ákveðnum málaflokkum Svo dæmi sé tekið af einum mála­ flokk, málefnum útlendinga, þá kom sú regla fyrst til á þessu ári að úrskurðir á æðra stjórnsýslustigi (nú innanríkisráðuneytið) skyldu birtir en það hlutverk færðist með breytingu á útlendingalögunum fjárhagsupplýsingar um fyrirtæki aðgengilegri til sérstakrar úrskurðarnefndar sem sett hefur verið á laggirnar og vænta má að birti úrskurði sína. Útlendingastofnun hefur hins vegar ekki birt úrskurði sína í málefnum hælisleitenda og ráðuneytið ekki fyrr en í ár. Annað dæmi og aðeins ólíkt er t.d. Seðlabankinn en engar úrlausnir eða niðurstöður bankans í tengslum við framkvæmd gjaldeyrishaftanna og undanþágur frá þeim hafa verið birtar. Þetta gerir réttarsviðið ógagnsærra en ella og auðvitað erfiðara að átta sig á. Þegar horft er yfir sviðið hvað þessi atriði varðar, er ljóst að þróunin hefur verið mjög hröð og að flestu leyti er hún jákvæð. Þó verður að stíga varlega til jarðar og gæta að því að í mörgum þeirra mála sem dómstólar og stjórnvöld fjalla um eru viðkvæmar persónuupplýsingar til meðferðar og fara verður gætilega í þeim efnum. Ennfremur hefur að einhverju leyti vantað upp á samræmingu að þessu leyti og óeðlilegt hlýtur að teljast að ákveðin svið í stjórnsýslunni birti ekkert af sínum niðurstöðum á meðan aðrar stofnanir birta alla sína úrskurði. ÁH

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.