Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 22
22 lögMannaBlaðið tBl 01/14 Aðsent efni HörðUr felix HArðArson Hrl. í dóMi héraðsdóMs reykjavíkur frá 12. desember sl., í sakamálinu nr. s-127/2012, var fundið að störfum tveggja verjenda með eftirfarandi orðum: „Við aðalmeðferð málsins kom fram að fjögur vitni hefðu átt fund með verjendum ákærðu, Hreiðars Más og Ólafs, fyrir aðalmeðferð málsins og þau kynnt sér gögn málsins á skrifstofu verjendanna. Samkvæmt 3. mgr. 122. gr. laga nr. 88/2008 kynnir dómari ekki fyrir vitni skýrslur þess hjá lögreglu eða önnur sýnileg sönnunargögn fyrr en dómara þykir þess þörf til skýringar eða leiðréttingar skýrslu þess. Með því að ræða við vitnin fyrir aðalmeðferð máls og sýna þeim sýnileg sönnunargögn var farið á svig við greind lagafyrirmæli, auk þess sem sú háttsemi var til þess fallin að rýra trúverðugleika vitnanna, sbr. 7. tl. 122. gr. laga nr. 88/2008. Er það aðfinnsluvert.“ ályktun stjórnar lögmannafélagsins Afstaða dómsins varð tilefni ályktunar stjórnar lögmannafélagsins þar sem látnar voru uppi verulegar efasemdir um að þessi lagatúlkun dómsins stæðist. Þá var vísað til þess að með þessari afstöðu væri stórlega vegið að grundvallarreglunni um réttláta málsmeðferð fyrir dómi og jafnræði málsaðila. Ástæða er til að fara nokkrum orðum um þetta efni enda ljóst að ef þessi framsetning dómsins er rétt þá mun hún takmarka verulega möguleika verjenda og ákærðra til að halda uppi fullnægjandi vörnum í sakamálum. skiptar skoðanir meðal dómara Skiptar skoðanir eru sýnilega meðal dómara um þá afstöðu sem lýst er í tilvitnuðum dómi. Samskipti ákærenda eða verjenda við vitni við undirbúning máls virðast þannig ekki hafa orðið tilefni til sambærilegra athugasemda áður. Í ljósi þeirrar óvissu sem skapaðist við þessar athugasemdir héraðsdóms hafa verjendur í öðrum sakamálum kallað eftir afstöðu dómara til fyrirætlana þeirra um að eiga samskipti við vitni, og eftir atvikum sýna þeim gögn, í þeim tilgangi að afla upplýsinga um atvik málsins og undirbúa málsvörnina. Einn af reyndari dómurum við sama héraðsdómstól lýsti af því tilefni þeirri afstöðu sinni með bókun í þingbók „að alþekkt sé í sakamálum að sækjendur og verjendur hafi samband við vitni, jafnvel eftir að aðalmeðferð hefjist, allt í því skyni að kanna hvort viðkomandi geti orðið til aðstoðar við að upplýsa mál.“ Vísaði dómarinn þessu næst til bókunar sem verjandinn hafði lagt fram af þessu tilefni og taldi að sú tilhögun sem þar kæmi fram væri „í samræmi við þessa framkvæmd og lýsir dómarinn sig samþykkan þeim framgangsmáta sem erí samræmi við það sem tíðkast hefur.“ ákvæði sakamálalaga Í lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008 er engin ákvæði að finna sem innihalda bann við samskiptum verjenda við vitni. Á verjendum hvíla hins vegar margvíslegar skyldur en í iV. kafla laganna er gerð grein fyrir þeim helstu. Í 35. gr. laganna er meginhlutverki verjanda lýst þannig að honum beri að „draga fram í málinu allt sem verða má skjólstæðingi hans til sýknu eða hagsbóta og gæta réttar hans í hvívetna.“ Í rökstuðningi héraðsdóms er í engu vikið að þessum starfsskyldum verjenda. Hins vegar er vísað til 3. mgr. 122. gr. sakamálalaga sem er að finna í XViii. kafla laganna. Í þeim kafla eru ákvæði um vitni, vitnaskyldu og hvernig skýrslutaka fer fram fyrir dómi. tilvitnað lagaákvæði lýtur einungis að framkvæmd skýrslutöku fyrir dómi en hefur ekki að geyma nein fyrirmæli um samskipti verjenda og vitna. Í samræmi við meginregluna um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi er kveðið á um það í ákvæðinu að vitni gefi sjálfstæða skýrslu fyrir dómi og að dómarinn beri ekki undir vitnið skýrslu sem það kann að hafa gefið hjá lögreglu, eða önnur sýnileg sönnunargögn, nema þess gerist þörf til skýringar eða leiðréttingar. Það er því vandséð hvernig sú ályktun verður dregin af lagareglunni að verjendum sé óheimilt að eiga í nokkrum samskiptum við vitni. skyldur verjenda Fram til þessa hefur það talist til góðra lögmannshátta og mikilvægur þáttur í undirbúningi fyrir aðalmeðferð að undirbúa skýrslutökur eins vel og verða má. Samskipti við vitni eru oftar en ekki nauðsynleg við slíkan undirbúning til að framkvæmdin sjálf verði skipulögð og hnitmiðuð og upplýst verði um þau málsatvik sem máli kunna að skipta við úrlausn málsins. lögmenn þekkja það að þessi þáttur aðalmeðferðarinnar er oft vandmeðfarinn og getur í mörgum tilvikum skipt sköpum. Á það ekki síður við í sakamálum en einkamálum. samskipti verjenda við vitni

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.