Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 6
6 LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 Á Lagadaginn 4. apríL síðastliðinn var boðið uppá málstofu fyrir hádegi sem bar yfirskriftina „við hvað eiga lögfræðingar að starfa í framtíðinni?“ Þátttakendur voru þau eyvindur g. gunnarsson, forseti lagadeildar Háskóla íslands, Helga kristín auðuns dóttir, sviðsstjóri lögfræði sviðs Háskólans á Bifröst, guðmundur Sigurðsson, forseti lagadeildar Háskólans í reykjavík og Ágúst Þór Árnason, formaður lagadeildar Háskólans á akureyri. í panil sátu Bergur ebbi Benediktsson, lögfræð­ ingur og uppistandari og Fanney Birna Jónsdóttir, hdl. og blaðamaður hjá Fréttablaðinu. málstofustjóri var Finnur Beck, hdl. hjá Landslögum. Kveikja umræðunnar er mikil fjölgun í stétt lögfræðinga en á síðustu fimm árum hafa að meðaltali 154 lögfræðingar útskrifast með meistara- gráðu úr laga deildunum fjórum á ári. Atvinnuleysi var áður svo til óþekkt meðal lögfræð inga en undanfarin tvö ár hafa að meðaltali 60 - 70 verið skráðir atvinnulausir. Til að svara spurningu málstofunnar héldu fulltrúar lagadeildanna stutta tölu um þeirra framtíðarsýn í lagakennslu, breytt starfsumhverfi lögfræðinga og horfur í atvinnumálum. Fanney Birna Jónsdóttir, hdl. og Bergur ebbi Benediktsson, sem fóru bæði óhefðbundnar leiðir að loknu laganámi, ræddu um ástæður þess og hvort lögfræðin hefði nýst í þeim störfum sem þau sinna. nýsköpun í lögfræði Helga Kristín Auðunsdóttir kynnti alþjóðlega samstarfsverkefnið „Law Without Walls“ sem Bifröst er þátt- takandi í. markmið verkefnisins er að bregðast við breyttri stöðu lögfræð- inga á vinnumarkaði og umbylta þekktum aðferðum í lagakennslu. dæmi um verkefni er þróun gervi- greindarlögfræðings þar sem notast er við gervigreind til þess að leysa úr lögfræðilegum álitaefnum. Verkefnið krefst þess t.d. að lögfræðingar og tölvunarfræðingar vinni náið saman. Að mati Helgu er tæknin það sem koma skal og lögfræðingar þurfi að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Helga telur að fækkun lagadeilda eða takmörkun á inngöngu laganema sé ekki svarið við atvinnuleysi. Það sé hins vegar hlutverk skólanna að undirbúa nemendur til að takast á við nýjar áskoranir og aðstæður vinnumarkaði. Háskólinn á Bifröst hefur brugðist við með því að skerpa sérstöðu sína og endurskipuleggja námið. Helga vill að háskólarnir búi til sitt eigið „Law Without Walls“ verkefni, þar sem nemendur úr ólíkum deildum starfi saman. mikilvægt að horfa út fyrir „boxið“ guðmundur Sigurðsson sagði mikilvægt að lögfræðingar hefðu trú á menntun sinni og að þeir mættu ekki tala fagið niður. Lögfræðingar yrðu að læra horfa út fyrir boxið og það væri í góðu lagi að þeir yrðu ekki lögmenn eða dómarar eða ynnu jafnvel ekki við lögfræðistörf. Það sé röng hugsun að menntun þeirra aðila sem vinna ekki við hefðbundin lögfræðistörf hafi mistekist. guðmundur telur að fækkun lAGADAGUrinn 2014 „við hvað eiga lögfræðingar að starfa í framtíðinni?“ F.v. Bergur ebbi Benediktsson, Fanney Birna Jónsdóttir, eyvindur g. gunnarsson, Ágúst Þór Árnason, guðmundur Sigurðsson og Helga kristín auðunsdóttir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.