Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 6
6 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/15 LAGADAGUR LAGADEGINUM Í ÁR var ýtt úr vör með málstofu um lögverndun starfsheita. Sest var á rökstólana um morguninn og var þetta fyrsti liður í þéttri dagskrá Lagadagsins. Mæting á fundinn var afar góð – fullur salur lögfræðinga sem mættir voru til að hlýða á erindi þriggja framsögumanna, þeirra Kristjáns Andra Stefánssonar, formanns Lögfræðingafélagsins, Jónasar Þórs Guðmundssonar, formanns Lög ­ manna félagsins og Ingibjargar Þorsteins­ dóttur, varaformanns Dómara félagsins. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, formaður Stéttarfélags lögfræðinga, stýrði fundinum. Í upphafi fór fundarstjóri yfir nokkrar áhugaverðar staðreyndir frá undan förnum árum, svo sem þær að á hverju ári útskrifast 130 einstaklingar úr lagadeildum háskóla landsins auk þess sem 50% fleiri karlar en konur sækja sér hdl­réttindi þrátt fyrir að konur séu 15% fleiri en karlar sem útskrifast úr laganámi. Vegna hinnar miklu fjölgunar í stétt lögfræðinga undanfarin ár hefur umræðan um nauðsyn lögverndunar vaxið jafnt og þétt. Þá benti fundarstjóri á að langflestar akademískar stéttir njóti lögverndunar á Íslandi. Flestir meðmæltir lögverndun Fyrirfram mátti gera ráð fyrir því að flestir fundarmenn, þ.m.t. framsögumenn, væru þeirrar skoðunar að lögverndunar sé þörf, jafnvel nauðsyn. Það fékkst staðfest þegar fundarstjóri gerði óformlega könnun á meðal fundarmanna þar sem í ljós kom að einungis þrír fundarmenn sögðust mótfallnir lögverndun starfs­ heitisins. Óásættanleg staða á markaði Umræðu fundarins má til einföldunar skipta í tvennt. Annars vegar álitaefninu hvort allir megi kalla sig lögfræðinga, óháð menntun, og hins vegar hversu miklu laganámi einstaklingur þurfi að ljúka til að mega kalla sig lögfræðing. Síðara álitaefnið fékk mun meiri athygli, enda lang flestir fundarmenn sammála um hið fyrra. Jónas Þór tók fram í upphafi síns erindis að umræðan um lögverndun væri nátengd skipan laganáms. Hins vegar nálgaðist Jónas umfangsefnið aðallega út frá neytendasjónarmiðum og sjónarhorni lögmannsins. Hann taldi það ótæka stöðu að hver sem er geti auglýst lögfræðiþjónustu til sölu til almennings, hvort sem það væru algjörlega réttinda­ lausir aðilar eða fyrirtæki í eigu lögfræðinga sem hefði fólk í vinnu sem ekki hefði hlotið lagamenntun. Sem dæmi nefndi hann aðila sem bjóða upp á lögfræðiþjónustu á netinu en í mörgum tilvikum lægi ekkert fyrir um það hver væri raunverulega að veita ráðgjöfina. Jónas taldi fólk almennt ekki gera greinarmun á aðilum sem veita lögfræðiþjónustu og við þessu ástandi yrði að bregðast. Tók hann dæmi um það að á lögmönnum hvíla alls kyns kvaðir sem ekki hvíla á öðrum sem veita Rökstólarnir fyrir hádegi voru öllum opnir og mætti á þriðja hundrað manns. Á að lögvernda starfsheitið lögfræðingur? Alda Hrönn Jóhannsdóttir stýrði rökstólum um hvort lögvernda eigi starfsheitið lögfræðingur.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.