Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 10
10 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/15 UMFJÖLLUN „DYGGÐIR LÆRAST EKKI nema með því að iðka þær,“ sagði Reimar Péturs­ son formaður Lögmanna félagsins í viðtali á RÚV þann 25. júní sl. þar sem fjallað var um reynslulitla lögmenn sem reka eigin stofur. Reimar sagði að menn hefðu enga tryggingu fyrir því að þeir sem starfa sem lögmenn kunni sitt fag og það væri áhyggjuefni. Töluverðar umræður sköp uðust hjá lögmönnum vegna ummæl anna og tóku margir undir með Reimari. Aðrir töldu hins vegar ástæðu laust að gera starfs­ reynslu að skilyrði fyrir því að menn stofnuðu sjálfstæðan rekstur, fimm ára laganám auk prófraunar væri nóg. Fjallað var um málið í leiðara Frétta­ blaðsins þann 27. júní síðastliðinn þar sem fram kom gagnrýni á laganám á Íslandi sem væri einsleitt og dýrt fyrir samfélagið ef lögmenn ættu að ljúka þjálfun sinni fyrir dómstólum þar sem mistök geti kallað á frávísun máls. Lögmannablaðið velti fyrir sér hvort setja ætti starfsreynsluskilyrði fyrir lögfræðinga sem vilja verða lögmenn og stofna eigin lögmannsstofu. Krefjandi námskeið og mikið fall Alls útskrifast um 160 manns með meistaragráðu í lögfræði árlega á Íslandi. Síðan lagadeildum fjölgaði hefur ásókn á námskeið til réttinda til að verða héraðsdómslögmaður, hdl. námskeið, aukist mikið og lögmönnum fjölgað að sama skapi. Lögfræðingar sem ekki hafa fengið vinnu að loknu námi hafa sumir farið á hdl. námskeiðið til þess að auka starfsmöguleika sína og því bregður jafnvel við að nýútskrifuðum lögfræðingum finnist þeir ekki hafa lokið námi nema að ljúka fyrst hdl. prófi hvort sem þeir ætli að stunda lögmennsku í framtíðinni eða ekki. Sömuleiðis hækka lögfræðingar, sem starfa hjá hinu opinbera, um launaflokka ef þeir hafa aflað sér lögmannsréttinda jafnvel þótt þeir nýti þau ekki. Hdl. námskeiðið þykir þungt en þrátt fyrir að ekki sé krafist neinnar starfsreynslu af lögfræðingum áður en þeir sækja námskeiðið, segja flestir viðmælendur Lögmannablaðsins að starfsreynsla komi sér vel. Tvö námskeið eru haldin á ári, með um 50 nýjum þátttakendum í hvort sinn. Að meðaltali fellur ríflega helmingur lögfræðinga í einu eða fleiri fögum og þarf því að taka próf upp aftur á næsta námskeiði. Þetta hlutfall er nokkuð hátt en ekki hefur verið gerð könnun á því hvort þeir sem hafa unnið við lögfræðistörf standist prófin frekar en hinir. Bent hefur verið á að hjá læknum og í vel flestum iðngreinum er krafist starfsreynslu áður en starfsréttindi fást og lögmenn, sem sýsla oft á tíðum með aleigu og örlög fólks, ættu ekki að vera þar undanskildir. Mismunandi reglur á Norðurlöndum Í nágrannalöndunum þurfa lögfræðingar að hafa aflað sér starfsreynslu áður en þeir verða lögmenn. Í Danmörku og Svíþjóð er gerð krafa um þriggja ára starfsreynslu af lögfræðistörfum áður en menn fá leyfi til að starfa sem lögmenn og í Noregi er gerð krafa um a.m.k. tveggja ára starfsreynslu af nánar tilteknum lögfræðistörfum áður en menn öðlast heimild til að starfa sem lögmenn. Stóru stofurnar vilja starfsreynslu Nokkrar af stærstu lögmannsstofum landsins vilja að lögfræðingar, sem hjá Hdl. útskrift 2015. Af þjálfun, dyggðum og lögmennsku

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.