Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 126

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 126
Náttúrufræðingurinn 126 Árni Hjartarson Alfred Wegener og samskipti hans við Íslendinga F yrir réttri öld, þann 12. júní 1912, sigldi danska flutninga-skipið Flóra inn Eyjafjörð og lagðist að bryggju við Torfunef á Akureyri. Um borð voru þátttak- endur í Grænlandsleiðangri Jóhanns P. Kochs, höfuðsmanns í danska hernum. Einn af þeim átti síðar eftir að verða heimsfrægur þótt nafn hans væri fáum kunnugt þegar þarna var komið sögu. Það var þýski veðurfræðingurinn Alfred Wegener, faðir landrekskenningar- innar. Þennan dag hófust samskipti hans við Íslendinga og samvinna sem stóð með hléum allt þar til hann lést. Wegener hafði raunar komið til landsins áður sem aðstoðarmaður í Grænlandsleiðangri Mylius-Erich- sens árið 1906, en þá var aðeins gerður stuttur stans á Eskifirði til að taka vatn og vistir. Í þriðja og síðasta sinn kom hann til Íslands 1930 í sinni hinstu för til Grænlands. Markmið þeirra Kochs og félaga vorið 1912 var að fara þvert yfir Grænlandsjökul þar sem hann er hvað breiðastur og gera ýmsar jökla- fræðilegar og veðurfarslegar athug- anir í leiðinni. Wegener og Koch voru við þriðja mann um borð í Flóru og á Akureyri beið fjórði leið- angursmaðurinn, Íslendingurinn Vigfús Sigurðsson. Jóhann P. Koch fararstjóri var þekktur maður og hafði unnið hérlendis í mörg sumur við landmælingar. Þá kynntist hann íslenska hestinum og þrautseigju hans á ferðalögum. Hann hafði því ákveðið að treysta á hesta í þess- ari erfiðu ferð þvert yfir Grænland. Vigfús hafði útvegað hross víða um Eyjafjörð og allt var nú til reiðu, en áður en áfram skyldi haldið vildi Koch þó reyna hestana og venja félaga sína við hesta ferðalög. Því var farin einskonar æfingarferð um Ódáðahraun og á Vatnajökul.1,2 Árið 1912 Árið 1912 var mikið um að vera á heimskautasvæðunum bæði í norðri og í suðri. Dansk-grænlenski þjóð- fræðingurinn og rithöfundurinn Knud Rasmussen hélt þá af stað á hundasleða sínum, ásamt Peter Freuchen, í fræga rannsóknarför um nyrstu byggðir heims. Svissneskur fjallagarpur, Alfred de Quervain að nafni, stóð einnig fyrir leiðangri þvert yfir Grænlandsjökul frá austri til vesturs nokkru sunnar en Koch ráðgerði. Mestu tíðindin komu þó frá Suðurskautslandinu. Kapphlaup Norðmannsins Roalds Amundsens og Englendingsins Roberts Falcons Scotts til suðurpólsins hafði þá verið mjög til umræðu í heimspressunni. Amundsen og félagar hans stóðu fyrstir manna á suðurskauti jarðar þann 14. desember 1911. Engar fréttir bárust þó af því fyrr en þeir Amundsen komu sigurreifir á skipi sínu til Hobart í Ástralíu mörgum mánuðum síðar. Scott og hans menn náðu suðurskautinu rúmum mánuði á eftir Amundsen til þess eins að sjá norska fánann þar við hún. Á heimleiðinni létust þeir allir, en sumarið 1912 vissu menn ekki hver örlög þeirra höfðu orðið. Þó var ljóst að ekki var allt með felldu. Í bókum Kochs og Vigfúsar Sigurðs- sonar um ferðina yfir Grænlands- jökul er ekki minnst einu orði á þessa atburði, en vafalítið hafa þeir verið búnir að frétta af afreki Amundsens og hugsanlega hafa þeir einnig vitað að váleg tíðindi gætu borist af Scott og förunautum hans.3,4 Hitt er ljóst að leiðangur þeirra Kochs og Wegeners var bor- inn uppi af gríðarlegum áhuga og kappsemi sem ríkti um heim- skautarannsóknir á þessum árum. Í vísindasögunni verður þó ársins 1912 lengst minnst fyrir það að í ársbyrjun setti Alfred Wegener fram fyrstu gerð landrekskenn- ingar sinnar, kenningar sem hálfri öld síðar átti eftir að sigra heim- inn.5 Hvorki Wegener sjálfur, sam- ferðamenn hans né nokkur annar hafði minnsta grun um það. Náttúrufræðingurinn 82 (1–4), bls. 126–134, 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.