19. júní


19. júní - 19.06.2011, Blaðsíða 4

19. júní - 19.06.2011, Blaðsíða 4
Karlar sem hata konur „Það deyr bara eitthvað þegar kona klæðir sig í flatbotna skó.“ Millenium trílógía sænska spennu­ sagnahöfundarins og blaðamannsins Stieg heitins Larsson hefur sem kunn­ ugt er farið sigurför um heiminn. Það er líklega engin tilviljun. Frá­ sögnin er „marglaga“ með hverju „laginu“ af öðru, raðað firna vel saman. Úr verður safa rík heild með eitthvað fyrir alla – magnaða spennu­ og ástar sögu, óhugnan leg saka mál, kyn líf og of beldi, hetju­ sögu lítil magnans, átök góðs og ills. Einn áleitnasti þáttur sögunnar er þó líklega samfélagsrýni höfundarins, sem hæglega má sjá sem vægðarlausa gagnrýni á myrkustu afkima feðra­ veldsins fyrr og nú. Larsson gefur tóninn þegar í titli fyrstu bókarinnar, Karlar sem hata konur. Þessi áleitni titill er allt að því óþægi lega bein skeyttur, sem gæti jafnframt skýrt að í engilsaxneskri þýðingu var bókin markaðssett undir allt öðrum for merkjum, eða sem Stúlk an með dreka húðflúrið (The Girl with the Dragon Tattoo). Hvað sem slíkum vangaveltum líður, stendur eftir spurningin í hvað höfund urinn sé að vísa með svo ágengum hætti, sé á annað borð eitthvað annað og meira að baki en sterkur titill á hörku­ góðum „þriller“ um pönk aða tölvu­ nörda stelpu, róttækan rannsóknar­ blaðamann, gamla nasistakarla, sadíska embættiskarla og siðblinda njósnakarla. Séð með augum Larsson bærast þó önnur og hrikalegri öfl að baki „vondu gæjanna“ en venja stendur til í þessari grein bókmenntanna. Eftir því sem sögunni vindur fram, koma þau forn eskjulegu við horf sífellt betur í ljós, sem spretta fram af þúsund ára gilda kerfi feðra veldisins og réttlæta annars vegar drottnunar­ vald karlmannsins yfir þeim sem eru honum óæðri og hins vegar réttmæta ásókn hans í völd og veraldleg gæði ­ óháð þeim afleiðingum og mannlegu þjáningum sem af því hljótast. Sam félagið breytist út frá þessu sjónarhorni í vígvöll valdhroka og spillingar, þar sem græðgi og grimmd telst dyggð og kynbundið ofbeldi grass erar í öllum sínum fjöl breytta viðbjóði. Hatrið á konum birtist síðan sem tákn gervingur þessa forna gilda­ kerfis og harðri báttu þess við tíðar­ föll tímans — kröfunni um jafnrétti og jafnræði. Hvert höfundurinn sé svo að fara, fer væntanlega eftir túlkun hvers og eins. Sviplegt fráfall Stieg Larsson árið 2004 skilur túlkun trílógíunnar eftir alveg galopna. Datt hann einfaldlega niður á ný stár lega leið til að halda uppi málstað róttæks femínisma eða er hann að benda á ýmis óræk um­ merki þess að feðraveldið riði nú til falls, í það minnsta í vestrænum samfélögum? Það glittir þó óneitan­ lega í von um það síðarnefnda í þriðju bókinni, sem ber titilinn Loftkastalinn sem hrundi ;) Sú sem vísað er til í fyrirsögn, tísku drottn ingin Marta María, skrifaði orðin á lífs stíls vef (10/8 2010) þegar hún sagði frá nýstár legri refs ingu sem kona ein hlaut þegar hún var gæsuð af vinkonum sínum. Gæsin var sumsé hægri kona en var látin klæða sig eins og hún væri vinstri kona. Fram hald setningar Mörtu Maríu er: ... „svo ekki sé talað um víðar hippalegar úlpur og skakkar peysur.“ Í greininni lætur hún að því liggja að vinstri konur klæði sig á þennan hátt (og séu því væntanlega alltaf að myrða eitthvað með klæðaburðinum einum saman). Marta María hrósar sérstaklega hönnuð inum Sonia Rykiel, sem „veit hvað hún syngur“ og hefur sagt að konur „ættu alltaf að vera málaðar og í hælaskóm“. Lífsstíls­ vefirnir eru hver öðrum líkir og pjatt­ rófan Eva Pálsdóttir tekur undir þetta með hælaskóna í nýlegri grein. Segist sjálf aldrei klæðast lágbotna skóm. Meira að segja inniskórnir hennar séu með hæl. Pjattrófurnar kynna sig sem „Nokkrar pjattaðar konur sem hafa gaman af pjatti og prjáli“ og vefur þeirra samanstendur að mestu af snyrti vöru kynningum. Pjattrófurnar eru, líkt og Marta María og konurnar á Bleikt.is (sem er „vefur fyrir drottn­ ingar“) mjög uppteknar af því að kyn systur þeirra fái hindrunarlaust að rækta áhuga sinn á tísku og förðun. Klámstjarna í Mensa „Kynþokkafull kona hlýtur að vera vitlaus. Það er, ef hún er virkilega kyn­ þokkafull, klæðir sig og hreyfir á þann hátt sem tryllir karlpeninginn og gerir konurnar afbrýðisamar, þá hlýtur eitthvað að vanta í hana þarna uppi. Það er í lagi að vera falleg og klár, en alls ekki sexý og klár. Það er bannað,“ skrifaði Hlín Einarsdóttir (ritstj. Bleikt. is) á Pressuna 1. okt. sl. Hún bætti þó við (þegar aðdáendum hennar var sennilega farið að renna kalt vatn á milli skinns og hörunds): „Ekki að þetta séu mínar skoðanir, heldur er það svona innbyggt í mann, félagsmótunin og óskráðar reglur samfélagsins.“ Auðvitað var Hlín á þeirri skoðun að kynþokki og gáfur gætu vel farið saman. Máli sínu til stuðnings nefndi hún klámstjörnuna Asia Carrera, sem er víst meðlimur í Mensa (samtökum fólks með háa greindarvísitölu). Að mati Hlínar sannar hún að konur geta alveg verið bæði sexí og klárar! Það eru heim speki molar af þessu tagi sem einkum skemmta mér þegar ég les Hlín og skjaldmeyjar hennar á vefnum sem sífellt þykist vera að brjótast undan einhverju ægivaldi þess sem er „innbyggt í mann, félags­ mótunin og óskráðar reglur sam­ félagsins“. Fullyrðingastíllinn er hreint óborganlegur: „Stelpur vilja láta koma fram við sig eins og prinsessur, sama hvað hver segir, innst inni viljum við það allar.“ Og rauðsokkurnar risu upp úr gröfum sínum Nýlega skrifaði Klara Egilson, pistlahöfundur á Bleikt, grein í tilefni þess að hálft ár er liðið frá því að vefur inn var stofnaður. Á drama­ tískan máta lýsir hún því hvernig hún var beðin að ganga til liðs við bleika gengið og er átökunum í herbúðum kvennanna helst saman að jafna við þau sem áttu sér stað í íslensku efna­ hagslífi í byrjun október 2008. Klara segir beinlínis að vefurinn hafi „snúið þjóðfélaginu á hvolf“: „Allir höfðu skoðanir á Bleikt, vefn um sem var fullskipaður konum. Rauð sokkur risu upp úr gröfum sínum og við áttum fótum okkar fjör að launa.“ Að lífsstílsvefurinn Bleikt hafi snúið þjóðfélaginu á hvolf og þessi zombíganga illu rauðsokkanna fór að vísu framhjá mér, en tilhugsunin er skemmtileg engu að síður. ­­­ Ofangreindir vefir virðast vera fyrir konur sem þrá að vera kvenlegar og mjúkar „drottningar og prinsessur“ – sennilega til þess að losa af sér ein­ hverja fjötra sem þær telja okkur hafa verið hnepptar í. Ég kannast ekkert við slíka fjötra. Töluvert margar rauðsokkur hef ég umgengist um dagana og engin þeirra hefur svo mikið sem ýjað að því að maður geti dáið af því að ganga á hælaskóm eða að konur eigi alltaf að sýna af sér hörku á kostnað „hinna mýkri gilda“. Raunar myndi ég leita mér hjálpar ef mín innsta þrá væri að „láta koma fram við mig eins og prinsessu“ og ég fyndi mig knúna til að ná mér í karlmann sem fyrst og fremst „dekrar við mig“. En hvað veit ég svosem? Það er ekki eins og ég sé í Mensa. Texti: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Myndskreyting: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Texti: Helga Guðrún Jónasdóttir, formaður Kvenréttindafélagsins Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint Langt fram eftir síðustu öld var gjarnan ein kvennasíða í hverju dagblaði, þar sem fjallað var um tísku, snyrtivörur, fegrunarráð og fræga fólkið. Eitthvað urðu jú konurnar að hafa til að skoða þegar eiginmaðurinn hafði lokið við að lesa innlend og erlend tíðindi af stjórnmálum og öðru sem of flókið var fyrir kvenheilann að vinna úr. Nú er öldin önnur, en samt keppast jafnt einstaklingar sem stærstu fjölmiðlarnir við að gera okkur konunum til hæfis með því að fjalla um, tja... tísku, snyrtivörur, fegrunarráð og fræga fólkið. Núna í ár kom út bókin Cinderella Ate My Daughter eða Öskubuska át dóttur mína eftir Peggy Orenstein. Í bókinni rekur Orenstein barna menningu síðustu aldar og hvernig hún hefur orðið kynja skiptari með hverju árinu sem líður. Orenstein segir okkur að það er ekki fyrr en í upphafi 20. aldarinnar að foreldrar á Vestur­ löndum fóru að klæða börn sín í bleikt og blátt. En þá voru það strákar sem voru klæddir í bleikt, enda var það talinn vera ljósari útgáfa af hinum karlmannlega rauða byltingarlit. Stelpur voru frekar klæddar bláu, lit hreinleika og sakleysis. zombíganga illu rauðsokkanna fór að vísu framhjá mér, en tilhugsunin er skemmtileg engu að síður“ Bleikt og blátt Flott & femínísk blogg „Snuðið“ Katrín Anna Guðmundsdóttir, fyrrum talskona Femínistafélags Íslands, hefur smíðað hugtakið snuðið fyrir eftirfarandi tilhneigingu: Að væla og skæla er ekki tengt hug­ myndum okkar um karlmennsku. (Sumir) karlar eiga þó til að væla þegar femínisma ber á góma og þá kalla þeir iðulega eftir snuði. Til að halda friðinn og losna við vælið er snuðinu oft stungið upp í þá með orðum eins og „En ég veit að þú ert enginn karlremba“ eða „Þú ert auðvitað undanskilinn“. Þessi moli inniheldur meira að segja snuð… innan sviga. Tískubloggið: http://tiskublogg. blogspot.com/ Hildur Lilliendahl: http://kaninka.net/ snilldur/ Vegið úr launsátri: http:// vegidurlaunsatri.blogspot.com/ Sigurbjörn: http://gagnrynt.blogspot. com/ Silja Bára: http://siljabara.eyjan.is/ Líkamsvirðing: http://www. likamsvirding.blogspot.com/ Lesbíur Til er fræg saga frá því á dögum Rauðsokkanna, en þá voru lesbíur svotil ósýnilegar í kvennahreyfingunni. Einhverju sinni var Gunna Ögmunds á vakt þegar erlendar blaðakonur komu að máli við hana og vildu spyrja um íslensku lesbíurnar, hvar þær hittust og hvernig þeirra málum væri háttað. „Ja, lesbíurnar? Þær eru bara báðar fluttar til Kaupmannahafnar!“ átti Gunna að hafa sagt. (Margrét Pála Ólafsdóttir, úr Ég skal vera Grýla) 19. júní, tímarit kvenréttindafélags íslands. 60. Árgangur Bls. 4

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.