19. júní


19. júní - 19.06.2011, Blaðsíða 5

19. júní - 19.06.2011, Blaðsíða 5
Í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna stendur að við séum öll fædd frjáls og jöfn og að við eigum öll rétt til að búa við frið og öryggi. Í þessum örfáu orðum birtist sá heim­ ur sem ég óska allri heims byggð inni. Síðan óska ég hverri manneskju nægs hugrekkis til að mótmæla hverju því óréttlæti sem hún verður vitni að. Þeir sem eru með hjartað í buxunum eru nefnilega ekki með hjartað á réttum stað. Gerður Kristný Ég vil heim þar sem konur geta skoð­ að fjöl miðla án þess að reiðast yfir þeirri mynd sem þar er dregin upp af konum. Í þeim heimi væri ekki sjálf­ sagt að borga þeim lægri laun en karl­ mönnum. Það er ekki sam félagsleg sátt um að allt kvenlegt eða stelpulegt sé frávik eða óæðra. Konur halda ekki að þær verði að vera léttklæddar til að öðlast viður kenningu. Þær þurfa ekki að hylja andlit sitt, hár og líkama vegna trúarbragða. Þær fá menntun. Þær líta ekki á kynferðislega áreitni sem óumflýjanlegt hlutskipti. Þær þurfa ekki að selja líkama sinn. Þær eru ekki seldar í ánauð. Þær eru ekki gefnar í hjónaband. Þær eru ekki um­ skornar. Þær eru ekki barðar. Þær eru ekki grýttar eða teknar af lífi vegna þess að einhver nauðgaði þeim, því þeim er ekki nauðgað. Hildur Knútsdóttir Ef þú mættir skapa konum óskaframtíð, hvernig liti hún út? Árið er 2061. Í gærkvöldi urðu barna börnin orðlaus þegar ég sagði þeim frá því að áður fyrr hefðu verið til alþjóðlegir sátta málar og lög sem kváðu á um að konur væri helmingur mannkyns. Að líkami þeirra væri ekki vígvöllur, að þær hefðu eitthvað um samfélög sín og eigin líkama að segja og að alls ekki mætti beita þær ofbeldi. Hefur það ekki alltaf verið augljóst? spurði sú elsta. Enda vita þau ekki betur, blessuð börnin. Þau klökknuðu við þá staðreynd að meira fjármagn fór í stríðsrekstur en friðarstarf um aldamótin. Grétu yfir börnunum í Karíbahafi sem fædd­ ust beina laus með gegnsæja húð vegna kjarn orku tilrauna Frakka. Þau pissuðu í sig úr hlátri þegar ég sýndi þeim gamlar dömu binda auglýsingar með ljósbláu tíðablóði. Sagði þeim frá því að mannskepnan hefði í þúsundir ára talið sig æðri náttúrunni. Það vex villt basilíka í garðinum mínum. Mannfólkið er hætt að haltra; það notar nú bæði heilahvelin og samlíðan er miðlægt afl í verundinni. Það sem áður var rusl er núna efniviður og upphaf að nýju lífi. Allt þetta vegna menningarlegu stökkbreytingarinnar árið 2040. Það þurfti ekkert minna til. Hrund Gunnsteinsdóttir Viðtöl við 100 ára afmælisbörn heilla mig. Nægjusemi og æðruleysi skín í gegn. Þau rata í fréttir vegna þess að það er svo sjaldgæft að einhver verði 100 ára. Eftir 50 ár verður það breytt. Þá munu verða haldin 100 ára afmæli á fjögurra daga fresti á Íslandi. Þegar ég svara spurningunni um hver óskaframtíð kvenna eigi að vera eftir 50 ár þá tileinka ég orð mín eldri konum. Óska framtíðin er að eldri konur, líkt og yngri, njóti virðingar, sjálfstæðis og val frelsis. Að opinberir aðilar hætti að taka ákvarð anir í þá veru að eldri konur fái böðun einu sinni í viku. Að þeim séu ekki skammtaðir vasapeningar heldur hafi fjárhagslegt sjálfstæði. Að þær hafi valfrelsi um opinbera þjónustu svo að þær fái sjálfar að ráða hvar þær búa, hvenær þær fá þjónustu og frá hverjum. Ég óska þess að ættingjar og vinir njóti samveru með eldri konum og sjái hvað þær eru gáfaðar, lífsreyndar og skemmtilegar. Ásdís Halla Bragadóttir Svarið við þessari spurningu er ein falt. Í óska framtíð inni lifa konur og starfa frjálsar frá þeirri ógn sem þeim stafar af ofbeldi í nútímanum. Nauðganir og annað kyn ferðislegt ofbeldi væri ekki til, nema í sögu bókum svipað og gasklefar nasismans eða samfélags­ hreinsanir Rauðu khmeranna. Allar konur ættu skjól á heimili sínu og engin kona þyrfti að búa við þann nötra veru leika að verða fyrir ofbeldi af hendi þeirra sem standa henni næst. Konum væri aldrei hótað ofbeldi fyrir það eitt að standa upp og tjá skoðanir sínar. Frelsi frá ógn af kynbundnu of­ beldi ætti að vera sjálfsagður réttur en hann er það ekki í dag. Halla Gunnarsdóttir Ætli við eigum ekki öll draum um frið og hamingju öllum jarðar búum til handa í nútíð og framtíð, drauminn um frelsi, jafnrétti og bræðralag? Efa­ laust, en lífið er flóknara en svo að slík markmið séu líkleg til að nást í þessari jarðvist. Líklega þarf himna­ ríkisvist til eftir því sem fréttist um lífið þar. En yrði þá ekki fátt um ögr andi verkefni ef öllum markmiðum væri náð og yrði ekki alsælan þreyt­ andi til lengdar? Höfum ekki áhyggjur af því. Við munum ávallt hafa verk að vinna. Baráttan fyrir betra lífi, bættri heilsu, jafnari afkomu, skynsamlegri nýtingu auðæfa jarðarinnar og öruggari stjórn mannsins á tækni sem auðveldlega getur tekið af okkur ráðin sé ekki að gætt, eru eilíf verkefni kvenna sem karla. Að þessum verkefnum vona ég að við náum að vinna saman í full­ komnu jafnvægi og með gagnkvæmri virðingu til þess að barnanna okkar bíði betri heimur. En til þess þurfum við að hefja okkur yfir fá nýtt þras stjórn mál anna og muna að elska hvert annað. Guðrún Helgadóttir Ljósmyndari: Áslaug Snorradóttir Ljósmyndari: Þórdís Erla Ágústsdóttir „Samtöl okkar um stjórnmál eru alltaf skemmtileg. Auðvitað erum við afar ósammála um margt, en samt svo sammála um annað sem miklu skiptir eins og traust, samvinnu og nauðsyn nýrra vinnubragða í stjórnmálum.“ Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra & Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi „Hjartans mál okkar beggja eru bætt lýðheilsa, velferðar— og neytendamál. Við höfum unnið saman í takt að þeim.“ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis & Siv Friðleifsdóttir, þingkona „Sterk vinátta kvenna leysir úr læðingi kvenorkuna sem er allt í senn; skapandi, nærandi og heilandi.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. utanríkisráðherra & Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Vinkonur Vinkonur Vinkonur 19. júní, tímarit kvenréttindafélags íslands. 60. Árgangur Bls. 4 19. júní, tímarit kvenréttindafélags íslands. 60. Árgangur Bls. 5

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.