Öldrun - 01.02.2001, Blaðsíða 5

Öldrun - 01.02.2001, Blaðsíða 5
5ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001 Er systkinum Alzheimerssjúklinga hættara við minnistruflunum en öðrum Nú er í gangi rannsókn á erfðum minnissjúkdóma ávegum öldrunarlækna á Landspítala Háskóla- sjúkrahúsi og Íslenskrar erfðagreiningar. Rannsóknin er mjög viðamikil og beinist að því að finna það eða þau gen sem valda minnissjúkdómum eins og Alzheimers- sjúkdómi. Alzheimerssjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur sem leggst á heilann og veldur ýmiskonar vitrænni skerðingu, þar sem minnistap er mest áberandi. Sjúk- dómnum er gjarnan skipt upp í tvö megin form. Ann- arsvegar svokallaður snemmkominn Alzheimerssjúk- dómur (early-onset) sem miðast við að byrji fyrir eða um 65 ára aldur og hinsvegar síðkominn Alzheimers- sjúkdómur (late-onset) sem byrjar eftir 65 ára aldur (American Psychiatric Association, 1994). Snemm- kominn Alzheimerssjúkdómur er mun sjaldgæfari eða u.þ.b. 10% tilfella og sum afbrigði hans finnast aðeins í afmörkuðum ættum í tengslum við ákveðin gen (u.þ.b. 1-2%; t.d. Swartz o.fl., 1999). Rannsókn þessi miðast aðallega við algengara form sjúkdómsins, síðkominn Alzheimerssjúkdóm, og er átt við hann þegar talað er um Alzheimerssjúkdóm hér eftir. Alzheimerssjúkdómur er ört vaxandi vandamál í þjóðfélaginu. Hættan á að fá sjúkdóminn eykst mjög með hækkandi aldri, frá um 2% við 65 ára aldur, til yfir 20% við 80-85 ára aldur (t.d. í Hy og Keller, 2000; Kawas o.fl., 2000). Þar sem hlutfall aldraðra fer síhækkandi er þetta orðið að einu stærsta heilbrigðismáli á vestur- löndum. Alzheimerssjúkdómur þróast hægt til að byrja með og eru uppi margar kenningar um hve snemma á lífs- leiðinni hægt sé að greina hann. Sumir telja að hægt sé að greina hann snemma á lífsleiðinni (Snowdon o.fl., 1996), en flestir telja að hægt sé að greina hann 3-7 árum áður en flestir leita fyrst til læknis vegna minnis- truflana eða annarra erfiðleika tengdum sjúkdómnum (t.d. Small o.fl., 2000; Tierney o.fl., 1996). Deilt hefur verið um hvaða áhættuþættir, aðrir en hækkandi aldur, hafa áhrif á sjúkdóminn. Margir hafa viljað tengja stutta skólagöngu (t.d. Ott o.fl., 1995) og höfuðáverka (t.d. Plassman o.fl., 2000) við aukna hættu á að fá sjúkdóminn, einnig hefur útsetning fyrir áli verið nefnt í þessu sambandi, en þykir í dag frekar ólík- legt sem áhættuþáttur (Munoz og Feldman, 2000). Vís- indamenn eru sammála um að erfðir hljóti að spila stóran þátt í hættunni á að fá sjúkdóminn (ágætar yfir- litsgreinar eru t.d. Cacabelos, 1996 og Cummings o.fl., 1998). Rannsóknir sýna að eigi maður foreldri eða systkini með Alzheimerssjúkdóm er meira en þrisvar sinnum líklegra að maður fái sjúkdóminn en ella og eykst áhættan eftir því sem fleiri nánir ættingjar hafa sjúkdóminn (van Duijn o.fl., 1991). Rannsóknir hafa sýnt að síðkominn Alzheimserssjúkdómur hefur fylgni við apolipoprótein E (ApoE) gen sem er á litningi 19. Allir erfa eina samsætu frá hvoru foreldri fyrir sig, Smári Pálsson B.A. Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna Haukur Örvar Pálmason B.A. Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.