Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 4

Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 4
Heilabilun og geðsjúkdómar meðal eldra fólks – rannsókn gerð í heilsugæslu. Í nýútgefinni doktorsritgerð Maríu Ólafs- dóttur kemur m.a. fram að meira en þriðjungur skjólstæðinga heilsugæslu í Svíþjóð, 70 ára og eldri, eru með heila- bilun eða geðsjúkdóm. Flestir þessara sjúklinga höfðu ekki fengið þessar grein- ingar áður. Heilsugæslan gegnir mikil- vægu hlutverki í greiningu og meðferð heilabilunar og geðsjúkdóma aldraðra og ætla má að líklegast sé að greina þessa sjúkdóma þar vegna langvarandi tengsla við sjúklinga og aðstandendur. Mikilvægt er að leita þeirra með skoðun og próf- unum jafnframt því að hafa gott sam- starf við alla aðila sem koma að umönnun eldri sjúklinga sérstaklega þeirra sem hafa heilabilun. Inngangur Heilabilun (dementia) hrjáir 5-15% fólks, 70 ára og eldri, samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum. Tíðni þessi margfaldast með hækkuðum aldri [1]. Hlutfall aldraðra í flestum þjóðfélögum fer vaxandi og þar með fjöldi heilabilaðra og hefur það þegar skapað veruleg vandamál. Á Íslandi er nú talið að um 3000 manns séu með heilabilun og getur það látið nærri sé reiknað með að um 30 þúsund Íslendingar séu 65 ára og eldri. Ljóst er að kostnaður samfélags við greiningu, meðferð og umönnun heilabilaðra er gífurlegur, talinn vera allt að 40 milljarðar sænskra króna á ári í Svíþjóð [2]. Í Svíþjóð (íbúafjöldi: um 9 milljónir) þar sem rannsókn þessi sem greint verður frá var gerð, má gera ráð fyrir því að 20-25 þúsund manns fái heilabilun á hverju ári. Farald- ursfræðilegar rannsóknir á tíðni þunglyndis og kvíða meðal skjólstæðinga heilsugæslu eru flestar unnar á yngri aldurshópum, en tíðni meðal eldri er talin vera um 10-30 % [3] [4]. Mikilvægi þess að greina nákvæmlega sjúkdóma sem hafa áhrif á vitræna getu eldra fólks er margvís- legt. Almenn viðhorf og fordómar eru algeng hindrun þess að slík einkenni séu rædd og að viðeigandi hjálpar sé leitað [5]. Margir hafa haldið því fram að mikilvægt sé að segja sjúklingum, sem greinst hafa með heila- bilun, ekki frá þeirri greiningu þar sem það komi honum og aðstandendum úr jafnvægi [6, 7]. Nokkrar rannsóknir sýna að svo er ekki. Þeir er málið varðar, þ.e. sjúklingurinn sjálfur og aðstandendur hans, vilja vita eins mikið og hægt er um greininguna og horfur þar sem það er þeim mikilvægt til að mæta framþróun sjúkdómsins á viðeigandi hátt [8]. Í fyrsta lagi er mikilvægt að greina ýmsa vel með- höndlanlega sjúkdóma sem geta líkst heilabilun t.d. efnaskiptasjúkdóma, lyfjaáhrif og þunglyndi. Einnig geta ýmsir sjúkdómar t.d. kvíði, sykursýki eða illa með- höndlaður háþrýstingur valdið versnun einkenna. Mik- ilvægi þess að greina um hvers konar heilabilun er að ræða hefur aukist með tilkomu nýrra lyfja sem beita má gegn Alzheimers sjúkdómi [9]. Snemmgreining eykur líkur þess að meðferð beri árangur. Heimilis- María Ólafsdóttir M.D. Ph.D. Heilsugæslulæknir, Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 4 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 2. TBL. 2001

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.