Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 14

Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 14
14 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 2. TBL. 2001 Friederich (Fritz) Heinrich Lewy var gyðingur, fæddur í Berlín árið 1885 (1). Hann lauk læknanámi 1910 í heimborg sinni og sérhæfði sig síðan í taugalæknisfræði, taugameinafræði og einnig í sálfræði. Meðal kennara hans voru margir af þekktustu mönnum á þessum sviðum svo sem Alzheimer, Oppenheim og Kraepelin. Hann flutt- ist til Bandaríkjanna árið 1933 vegna stjórnmálaástandsins heimafyrir og bjó þar til dauðadags, árið 1950. Helsta áhugasvið hans voru Parkinsonssjúkdómurog aðrir sjúkdómar er valda utanstrýtueinkennum og stundaði hann bæði rannsóknir og kennslu í tauga- sjúkdómum með aðaláherzlu á þessa sjúkdóma. Þekkt- astur hefur hann verið fyrir að hafa lýst sérstökum útfellingum í heila Parkinsonssjúklinga en það gerði hann mjög snemma á ferli sínum eða árið 1913. Á næstu árum gerði hann nákvæmari rannsóknir á dreif- ingu þessara útfellinga og kom fram með tilgátur um þýðingu þeirra en lýsingar hans beindust eingöngu að útfellingunum í Parkinsonsjúkdómi, en þar er þær að finna í djúpkjörnum heilans. Eins og títt var áður fyrr fengu útfellingarnar nafn hans og hafa lengi verið eitt af helztu meinafræðilegu skilmerkjum sjúkdómsins. Það var svo ekki fyrr en Japaninn Kosaka lýsti sjúk- lingum í heimalandi sínu árið 1987 (2) með Parkinson- lík einkenni og heilabilun að farið var að tala um sér- stakan Lewy sjúkdóm. Þessir sjúklingar reyndust hafa Lewy útfellingar (Lewy bodies) á víð og dreif um heila- börkinn en þar er þær ekki að finna í Parkinsonsjúk- lingum. Á næstu árum voru ýmsar útgáfur á sjúkdóms- heitinu notaðar: Diffuse Lewy Body Dementia, Dem- entia of Lewy Body Type, Dementia with Lewy Bodies o.s.frv. Á íslenzku er einfaldast að tala um Lewy sjúk- dóm. Algengi Ekki eru til faraldsfræðilegar rannsóknir á Lewy sjúkdómi eins og Alzheimers sjúkdómi og í flestum til- vikum hafa menn áætlað tíðnina út frá upplýsingum frá sérstökum móttökum sem sérhæfa sig í taugasjúk- dómafræði eða heilabilun. Ástæða þessa er auðvitað sú að svo stutt er síðan sjúkdómnum var vel lýst og enn styttra síðan menn komu sér saman um skilgreiningar sem er grundvöllur þess að hægt sé að skoða nýgengi og algengi. Þótt sjúkdómurinn sé orðinn allvel þekktur hefur hann þó ekki ratað inn í alþjóðlegu sjúkdóms- greiningaskrána, ICD-10, þannig að strangt til tekið er ekki hægt að setja þessa greiningu ef stuðst er við hana! Þær tíðnitölur sem þó eru nefndar eru æði mis- jafnar. Drach og félagar (Göthe háskólinn í Frankfurt 1993) fundu að meðal 273 aldraðra sem komu til krufn- ingar voru 1,5% með sjúkdóminn, en 4,5% meðal þeirra sem voru með heilabilun eða ruglástand (3). McKeith, Jón Snædal öldrunarlæknir Lewy sjúkdómur

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.