Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Öldrun

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Öldrun

						34 ÖLDRUN ? 19. ÁRG. 2. TBL. 2001
Margrét Gústafsdóttir lauk doktorsprófi frá School of
Nursing, University of California, San Francisco í lok
ársins 1999. Aðalleiðbeinandi hennar í náminu var dr.
Catherine A. Chesla, hjúkrunarfræðingur og var hún
jafnframt formaður þeirrar nefndar sem bar ábyrgð á
ritgerðarskrifunum (Committee in Charge). Aðrir í
nefndinni voru dr. Patricia Benner hjúkrunarfræð-
ingur og dr. Margaret Wallhagen hjúkrunarfræðingur.
Dr. Sharon R. Kaufman mannfræðingur sat að auki í
s.k. ,,Qualifying Examination Committee? (nefnd sem
prófar hæfni stúdents til þess að vinna að doktorsrit-
gerð), en formaður þeirrar nefndar var dr. Patricia
Benner. Margrét hlaut styrki til námsins frá Kaliforn-
íuháskóla, San Francisco og styrki til rannsóknarinnar
frá Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og Öldrunarráði
Íslands.
Doktorsritgerð Margrétar fjallar um samskipti
aðstandenda og starfsfólks á hjúkrunarheimilum og
áhrif þeirra á umönnun. Um er að ræða túlkandi- fyr-
irbærafræðilega rannsókn. Í rannsókninni tóku þátt 15
aðstandendur og 16 hópar starfsfólks (4-5 starfsmenn í
hverjum hóp). Tekin voru tvö viðtöl við hvern aðstand-
enda og eitt viðtal við hvern hóp starfsfólks. Þá voru
gerðar vettvangsathuganir á átta deildum á þeim þrem
hjúkrunarheimilum á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem
rannsóknin tók til og var m.a. rætt formlega og óform-
lega við heimilisfólk og starfsfólk.
Niðurstöður sýna að aðstandendurnir sem þátt
tóku í rannsókninni leitast við að sætta sig við stofnun-
arvistun nákomins fjölskyldumeðlims með því að halda
áfram að eiga hlut að lífi hins aldraða með reglulegum
heimsóknum. Heimsóknir þeirra hafa ákveðna form-
gerð sem skapar grundvöll fyrir samveru og gefur heim-
sóknartímanum innihald og merkingu. Þessir aðstand-
endur hafa lært ,,að höndla heimsóknir? í heimi þar
sem óumflýjanleg afturför íbúanna setur svip sinn á
aðstæður.
Fjölskyldubönd, kringumstæður aðstandenda og sýn
fjölskyldunnar á aðstæður hins aldraða hafa áhrif á
þátttöku fjölskyldunnar í umönnun. Í ritgerðinni er
sýnt fram á hvernig fjölskyldan tekur þátt í umönnun á
mismunandi máta með sex dæmum um hlutdeild
hennar í umönnun (paradigm cases). Í hverju dæmi er
gerð grein fyrir upplifun fjölskyldunnar á umönnun og
samskiptum hennar við starfsfólkið, hlutdeild fjölskyld-
unnar í umönnun hins aldraða og viðbrögð starfsfólks
við slíku innleggi.  Mismunandi bragur er á hlutdeild
fjölskyldu í umönnun. Þessi mismunandi bragur ræðst
fyrst og fremst af því marki sem umönnun líkamans er
aðgreind og talin tilheyra starfsvettvangi hjúkrunar-
fólksins gagnstætt umönnun fjölskyldunnar sem snýr að
sjálfi hins aldraða.  
Bæði fjölskyldan og starfsfólkið hefur tilhneigingu
til þess að líta svo á að það séu mörk milli þeirrar
umönnunar sem hvor aðili um sig innir af hendi.
Starfsfólkið tekur að takmörkuðu leyti upp með fjöl-
skyldunni ýmsa þætti er snerta umönnun, en er vissu-
lega móttækilegt fyrir því sem fjölskyldan bryddar upp
á. 
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að fjöl-
skyldan sem kemur í heimsókn á hjúkrunarheimili
heldur verndarhendi yfir hinum aldraða og vakir yfir
líðan hans og öllum viðbrögðum við aðstæðum. Það er
því mikilvægt að starfsfólk á hjúkrunarheimilum gefi
slíkri verndarhendi fjölskyldunnar gaum sem skyldi, og
vinni með henni að velferð hins aldraða. 
Liðsmenn Öldrunar spurðu Margréti nokkurra
spurninga varðandi rannsóknarniðurstöður.
Hvaða niðurstöður komu þér mest á óvart?
Í raun kom mér mest á óvart hve aðstandendur
sem komu reglulega í heimsókn á þau hjúkrunarheim-
ili sem þátt tóku í rannsókninni lögðu mikið á sig og
sýndu mikla seiglu við að sinna sínum oft dag frá degi
og höfðu gert um langan tíma eða í a.m.k ár. Þá fannst
mér afar athyglisvert að átta mig á því á hvaða hátt
aðstandendur formgerðu heimsóknir sínar og gáfu
þeim inntak með því móti. Það kom mér t.d. á óvart
annars vegar hvað heimsóknir þessara aðstandenda
voru í föstum skorðum og svo hins vegar hvernig þeim
tókst að verja heimsóknartímanum með ættingja
sínum á innihaldsríkan máta.
Dr.  Margrét Gústafsdóttir
dósent í hjúkrunarfræði við H Í
Samskipti 
aðstandenda og starfsfólks 
á hjúkrunarheimilum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40