Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 34

Öldrun - 01.09.2001, Blaðsíða 34
34 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 2. TBL. 2001 Margrét Gústafsdóttir lauk doktorsprófi frá School of Nursing, University of California, San Francisco í lok ársins 1999. Aðalleiðbeinandi hennar í náminu var dr. Catherine A. Chesla, hjúkrunarfræðingur og var hún jafnframt formaður þeirrar nefndar sem bar ábyrgð á ritgerðarskrifunum (Committee in Charge). Aðrir í nefndinni voru dr. Patricia Benner hjúkrunarfræð- ingur og dr. Margaret Wallhagen hjúkrunarfræðingur. Dr. Sharon R. Kaufman mannfræðingur sat að auki í s.k. ,,Qualifying Examination Committee“ (nefnd sem prófar hæfni stúdents til þess að vinna að doktorsrit- gerð), en formaður þeirrar nefndar var dr. Patricia Benner. Margrét hlaut styrki til námsins frá Kaliforn- íuháskóla, San Francisco og styrki til rannsóknarinnar frá Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og Öldrunarráði Íslands. Doktorsritgerð Margrétar fjallar um samskipti aðstandenda og starfsfólks á hjúkrunarheimilum og áhrif þeirra á umönnun. Um er að ræða túlkandi- fyr- irbærafræðilega rannsókn. Í rannsókninni tóku þátt 15 aðstandendur og 16 hópar starfsfólks (4-5 starfsmenn í hverjum hóp). Tekin voru tvö viðtöl við hvern aðstand- enda og eitt viðtal við hvern hóp starfsfólks. Þá voru gerðar vettvangsathuganir á átta deildum á þeim þrem hjúkrunarheimilum á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem rannsóknin tók til og var m.a. rætt formlega og óform- lega við heimilisfólk og starfsfólk. Niðurstöður sýna að aðstandendurnir sem þátt tóku í rannsókninni leitast við að sætta sig við stofnun- arvistun nákomins fjölskyldumeðlims með því að halda áfram að eiga hlut að lífi hins aldraða með reglulegum heimsóknum. Heimsóknir þeirra hafa ákveðna form- gerð sem skapar grundvöll fyrir samveru og gefur heim- sóknartímanum innihald og merkingu. Þessir aðstand- endur hafa lært ,,að höndla heimsóknir“ í heimi þar sem óumflýjanleg afturför íbúanna setur svip sinn á aðstæður. Fjölskyldubönd, kringumstæður aðstandenda og sýn fjölskyldunnar á aðstæður hins aldraða hafa áhrif á þátttöku fjölskyldunnar í umönnun. Í ritgerðinni er sýnt fram á hvernig fjölskyldan tekur þátt í umönnun á mismunandi máta með sex dæmum um hlutdeild hennar í umönnun (paradigm cases). Í hverju dæmi er gerð grein fyrir upplifun fjölskyldunnar á umönnun og samskiptum hennar við starfsfólkið, hlutdeild fjölskyld- unnar í umönnun hins aldraða og viðbrögð starfsfólks við slíku innleggi. Mismunandi bragur er á hlutdeild fjölskyldu í umönnun. Þessi mismunandi bragur ræðst fyrst og fremst af því marki sem umönnun líkamans er aðgreind og talin tilheyra starfsvettvangi hjúkrunar- fólksins gagnstætt umönnun fjölskyldunnar sem snýr að sjálfi hins aldraða. Bæði fjölskyldan og starfsfólkið hefur tilhneigingu til þess að líta svo á að það séu mörk milli þeirrar umönnunar sem hvor aðili um sig innir af hendi. Starfsfólkið tekur að takmörkuðu leyti upp með fjöl- skyldunni ýmsa þætti er snerta umönnun, en er vissu- lega móttækilegt fyrir því sem fjölskyldan bryddar upp á. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að fjöl- skyldan sem kemur í heimsókn á hjúkrunarheimili heldur verndarhendi yfir hinum aldraða og vakir yfir líðan hans og öllum viðbrögðum við aðstæðum. Það er því mikilvægt að starfsfólk á hjúkrunarheimilum gefi slíkri verndarhendi fjölskyldunnar gaum sem skyldi, og vinni með henni að velferð hins aldraða. Liðsmenn Öldrunar spurðu Margréti nokkurra spurninga varðandi rannsóknarniðurstöður. Hvaða niðurstöður komu þér mest á óvart? Í raun kom mér mest á óvart hve aðstandendur sem komu reglulega í heimsókn á þau hjúkrunarheim- ili sem þátt tóku í rannsókninni lögðu mikið á sig og sýndu mikla seiglu við að sinna sínum oft dag frá degi og höfðu gert um langan tíma eða í a.m.k ár. Þá fannst mér afar athyglisvert að átta mig á því á hvaða hátt aðstandendur formgerðu heimsóknir sínar og gáfu þeim inntak með því móti. Það kom mér t.d. á óvart annars vegar hvað heimsóknir þessara aðstandenda voru í föstum skorðum og svo hins vegar hvernig þeim tókst að verja heimsóknartímanum með ættingja sínum á innihaldsríkan máta. Dr. Margrét Gústafsdóttir dósent í hjúkrunarfræði við H Í Samskipti aðstandenda og starfsfólks á hjúkrunarheimilum

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.